Yfirdráttur Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. júlí 2019 07:00 Við erum komin á yfirdrátt. Íbúar jarðarinnar hafa nú notað allar þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað á árinu. Þessi dagur sem er kallaður „Yfirdráttardagur jarðar“ rann upp í gær, 29. júlí og hefur aldrei verið fyrr á ferðinni. Þetta þýðir að síðustu 156 daga ársins munum við ganga á höfuðstól auðlinda jarðarinnar. Þessi dagur hefur verið að færast framar og framar á undanförnum árum. Fyrir tíu árum rann þessi dagur upp 18. ágúst og fyrir tuttugu árum var það 29. september. Það eru ekki nema um 50 ár síðan auðlindanotkunin var í jafnvægi. Þá dugðu þær auðlindir sem jörðin endurnýjar á ári en í dag þyrftum við 1,75 jörð. Íbúar jarðarinnar eru í dag um 7,7 milljarðar en voru um 3,7 milljarðar árið 1970. Þessi gífurlega fólksfjölgun skiptir hér auðvitað máli. Á móti gefur framþróun í tækni og vísindum það kleift að nýta auðlindirnar betur en þar liggja miklar áskoranir. En það þarf fleira til. Sökin á þessum vanda liggur fyrst og fremst hjá þróuðum ríkjum Vesturlanda. Þar er neyslan með þeim hætti að ef allir jarðarbúar hegðuðu sér eins og íbúar þar, þyrfti margar jarðir til að jafna út auðlindanotkunina. Alþjóðlegu samtökin Global Footprint Network sem reikna út yfirdráttardaginn og vistspor jarðarbúa hafa sett fram metnaðarfull markmið um að færa þennan dag fimm dögum aftar á hverju ári. Þannig yrði jafnvægi náð árið 2050. Samtökin benda á að mikil tækifæri séu til staðar. Til dæmis myndi helmings samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis í heiminum færa yfirdráttardaginn aftur um 93 daga. Einnig eru sóknarfæri á sviði borgarskipulags, framleiðslu og neyslu matvæla og bættrar umgengni um auðlindir jarðar. Þær raddir heyrast oft að við Íslendingar séum svo fáir að í stóra samhenginu skipti það litlu máli þótt vistspor okkar sé stórt, jafnvel það stærsta í heimi miðað við höfðatölu. Þetta er hættulegt viðhorf og ber vott um hroka og yfirlæti. Við státum okkur líka gjarnan af því að búa yfir hreinni orku og því séum við að standa okkur svo vel. Staðreyndin er hins vegar sú að miðað við þau forréttindi sem við búum við frá náttúrunnar hendi þegar kemur að endurnýjanlegri orku þá ættum við að standa okkur miklu betur. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að einungis um fimm prósent bílaflota landsmanna séu hreinorkubílar. Það vita það allir að yfirdráttarlán eru í eðli sínu óskynsamleg. Þau eru líka skammtímalausn því það kemur alltaf að skuldadögum. Það sama gildir í tilviki jarðarinnar. Engin ein lausn sem við getum gripið til gegn umhverfisvanda heimsins mun duga til að leysa hann. En allt sem við gerum skiptir máli. Jafnvel þótt við séum bara Íslendingar. Það á enn jafn vel við og það gerði fyrir rúmum 20 árum, slagorðið sem hékk uppi í gamla menntaskólanum mínum: „Think globally, act locally.“ Hugsum á heimsvísu en bregðumst við heima fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við erum komin á yfirdrátt. Íbúar jarðarinnar hafa nú notað allar þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað á árinu. Þessi dagur sem er kallaður „Yfirdráttardagur jarðar“ rann upp í gær, 29. júlí og hefur aldrei verið fyrr á ferðinni. Þetta þýðir að síðustu 156 daga ársins munum við ganga á höfuðstól auðlinda jarðarinnar. Þessi dagur hefur verið að færast framar og framar á undanförnum árum. Fyrir tíu árum rann þessi dagur upp 18. ágúst og fyrir tuttugu árum var það 29. september. Það eru ekki nema um 50 ár síðan auðlindanotkunin var í jafnvægi. Þá dugðu þær auðlindir sem jörðin endurnýjar á ári en í dag þyrftum við 1,75 jörð. Íbúar jarðarinnar eru í dag um 7,7 milljarðar en voru um 3,7 milljarðar árið 1970. Þessi gífurlega fólksfjölgun skiptir hér auðvitað máli. Á móti gefur framþróun í tækni og vísindum það kleift að nýta auðlindirnar betur en þar liggja miklar áskoranir. En það þarf fleira til. Sökin á þessum vanda liggur fyrst og fremst hjá þróuðum ríkjum Vesturlanda. Þar er neyslan með þeim hætti að ef allir jarðarbúar hegðuðu sér eins og íbúar þar, þyrfti margar jarðir til að jafna út auðlindanotkunina. Alþjóðlegu samtökin Global Footprint Network sem reikna út yfirdráttardaginn og vistspor jarðarbúa hafa sett fram metnaðarfull markmið um að færa þennan dag fimm dögum aftar á hverju ári. Þannig yrði jafnvægi náð árið 2050. Samtökin benda á að mikil tækifæri séu til staðar. Til dæmis myndi helmings samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis í heiminum færa yfirdráttardaginn aftur um 93 daga. Einnig eru sóknarfæri á sviði borgarskipulags, framleiðslu og neyslu matvæla og bættrar umgengni um auðlindir jarðar. Þær raddir heyrast oft að við Íslendingar séum svo fáir að í stóra samhenginu skipti það litlu máli þótt vistspor okkar sé stórt, jafnvel það stærsta í heimi miðað við höfðatölu. Þetta er hættulegt viðhorf og ber vott um hroka og yfirlæti. Við státum okkur líka gjarnan af því að búa yfir hreinni orku og því séum við að standa okkur svo vel. Staðreyndin er hins vegar sú að miðað við þau forréttindi sem við búum við frá náttúrunnar hendi þegar kemur að endurnýjanlegri orku þá ættum við að standa okkur miklu betur. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að einungis um fimm prósent bílaflota landsmanna séu hreinorkubílar. Það vita það allir að yfirdráttarlán eru í eðli sínu óskynsamleg. Þau eru líka skammtímalausn því það kemur alltaf að skuldadögum. Það sama gildir í tilviki jarðarinnar. Engin ein lausn sem við getum gripið til gegn umhverfisvanda heimsins mun duga til að leysa hann. En allt sem við gerum skiptir máli. Jafnvel þótt við séum bara Íslendingar. Það á enn jafn vel við og það gerði fyrir rúmum 20 árum, slagorðið sem hékk uppi í gamla menntaskólanum mínum: „Think globally, act locally.“ Hugsum á heimsvísu en bregðumst við heima fyrir.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun