Sport

Jóhann tók gullið í samanlögðum fjórgangsgreinum og Benjamín heimsmeistari ungmenna í gæðingaskeiði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benjamín Sandur er heimsmeistari í gæðingaskeiði ungmenna 2019.
Benjamín Sandur er heimsmeistari í gæðingaskeiði ungmenna 2019. mynd/eiðisfaxi
Benjamín Sandur Ingólfsson varð í gær heimsmeistari ungmenna í gæðingaskeiði er HM íslenska hestsins hélt áfram í Berlín.

Benjamín fékk 7,1 á hesti sínum, Messu frá Káragerði og sá árangur tryggði honum fimmta sætið í heildarkeppninni í gæðingaskeiði yfir alla keppendur en gull í ungmennaflokki.

„Þetta er svakalegt. Þetta er algjört rugl. Það er bara þannig. Þetta var geðveikt,“ sagði Benjamín við Eiðfaxa eftir sigurinn.

Hann fann ekki fyrir neinni auka pressu frá liðsfélögum sínum og vonaðist til að ná einum titli í viðbót á mótinu.



Benjamín var ekki sá eini sem náði í gull í gær af íslensku keppendunum því Jóhann Skúlason náði einnig í gull. Hann hirti gullið í samanlögðum fjórgansgreinum.

„Það er alltaf eitthvað sem vill hafa aðeins betra og ég gleymdi mér eftir fyrri hraðabreytingu. Ég ætlaði að fara laga tauminn og gleymdi mér í sekúndubrot og það er nóg,“ sagði Jóhann eftir sigurinn í samtali við Eiðfaxa.

Viðtalið við Jóhannes má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×