Ferðalag Rikka um Ameríku hefst formlega á skjáum landsmanna næsta sunnudag þegar fyrsti þáttur þáttaraðarinnar Rikki fer til Ameríku verður frumsýndur á Stöð 2. Fyrsti áfangastaður Rikka og Auðuns Blöndal er Denver í Colorado.
Sjá einnig: Fyrsta sýnishornið frá ferð Rikka um Ameríku
Í Colorado er einnig að finna skemmtigarð í Glenwood-gljúfri þar sem er boðið upp á ýmis skemmtitæki sem reyna á taugarnar. Þar ber helst að nefna risarólu sem er um það bil 400 metrum fyrir ofan Colorado-ána.
Þegar kom að því að fara í róluna var Rikki hins vegar ekki nægilega spenntur. Hann harðneitaði að láta sig gossa niður gljúfrið og sagði Audda hafa svikið loforð um að hann þyrfti ekki að gera neitt slíkt í þáttunum.
Hér í spilaranum að neðan má sjá samskipti þeirra félaga þar sem Auðunn reyndi eftir bestu getu að sannfæra Rikka um að allt myndi fara vel.
Bíó og sjónvarp
Rikki harðneitaði að fara í róluna
Tengdar fréttir
Fyrsta sýnishornið frá ferð Rikka um Ameríku
Þann 11. ágúst næstkomandi verða þættirnir Rikki fer til Ameríku frumsýndir á Stöð 2.