Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 15:13 Forsetahjónin með hinn tveggja mánaða Paul Anchondo. Foreldrar hans létust bæði í skotárásinni. Twitter/MelaniaTrump Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum eftir að Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, birti mynd á Twitter-reikningi sínum í gær sem sýnir forsetahjónin stilla sér upp með ungbarni sem missti báða foreldra sína í skotárásinni í bandarísku borginni El Paso um helgina. Foreldrar drengsins á myndinni hétu Andre og Jordan Anchondo. Þau voru á meðal þeirra 22 sem byssumaður skaut til bana í Walmart-verslun í El Paso á laugardagsmorgun. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því að hjónin hefðu látist við að verja son sinn skotum úr byssu árásarmannsins. Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og áðurnefndrar forsetafrúr, Melaniu, á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag, þar sem eftirlifendur skotárásarinnar liggja inni.I met many incredible people in Dayton, Ohio & El Paso, Texas yesterday. Their communities are strong and unbreakable. @potus and I stand with you! pic.twitter.com/SHzV6zcVKR— Melania Trump (@FLOTUS) August 8, 2019 Í frétt breska dagblaðsins Guardian segir að Hvíta húsið hafi sérstaklega óskað eftir því að komið yrði með litla drenginn á sjúkrahúsið meðan á heimsókninni stæði. Föðurbróðir drengsins, sem stendur lengst til vinstri á myndinni, er sagður stuðningsmaður Trumps. Það hafi faðir drengins einnig verið í lifanda lífi. Andstæðingar forsetans hneyksluðust margir á myndbirtingunni, einkum í ljósi þess að Hvíta húsið meinaði blaðamönnum aðgöngu að sjúkrahúsinu svo að heimsóknin yrði ekki aðeins „tækifæri til að stilla sér upp á myndum“.I am genuinely confused and horrified by this image. Am I taking this the wrong way?Why is Trump and Melania posing, GRINNING, and giving a thumbs up with the infant who's parents were murdered by the shooter in El Paso.Seriously… WTH is going on? pic.twitter.com/0YA2hIQeP3— Bryan William Jones (@BWJones) August 9, 2019 This is a photo of Trump grinning while Melania holds a baby orphaned by the shooting. A baby who was taken from home and forced to serve as a prop at a photo-op for the very monster whose hate killed her/his parents.I would need 280,000 characters to say how furious I am. pic.twitter.com/4umSc9BQHu— Greg Pinelo (@gregpinelo) August 9, 2019 Heimsókn Trumps til El Paso var mætt með mikill andstöðu íbúa í El Paso en margir halda því fram að Trump hafi með orðræðu sinni kynt undir hatri í garð innflytjenda, sem árásarmaðurinn vísaði til í stefnuyfirlýsingu sinni. El Paso stendur við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og er mikil innflytjendaborg. Ekkert þeirra átta fórnarlamba sem enn liggja á spítalanum vildi hitta forsetann þegar hann heimsótti spítalann. Þrjú þeirra voru of veikburða til þess og fimm höfnuðu boðinu. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47 Trump heimsækir vettvang fjöldamorða, segist sameina þjóðina með orðræðu sinni Forsetanum hefur kennt um að kynda undir kynþátta- og útlendingaandúð sem verði jarðvegur fyrir voðaverk eins og þau sem áttu sér stað í El Paso og Dayton um helgina. 7. ágúst 2019 18:39 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum eftir að Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, birti mynd á Twitter-reikningi sínum í gær sem sýnir forsetahjónin stilla sér upp með ungbarni sem missti báða foreldra sína í skotárásinni í bandarísku borginni El Paso um helgina. Foreldrar drengsins á myndinni hétu Andre og Jordan Anchondo. Þau voru á meðal þeirra 22 sem byssumaður skaut til bana í Walmart-verslun í El Paso á laugardagsmorgun. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því að hjónin hefðu látist við að verja son sinn skotum úr byssu árásarmannsins. Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og áðurnefndrar forsetafrúr, Melaniu, á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag, þar sem eftirlifendur skotárásarinnar liggja inni.I met many incredible people in Dayton, Ohio & El Paso, Texas yesterday. Their communities are strong and unbreakable. @potus and I stand with you! pic.twitter.com/SHzV6zcVKR— Melania Trump (@FLOTUS) August 8, 2019 Í frétt breska dagblaðsins Guardian segir að Hvíta húsið hafi sérstaklega óskað eftir því að komið yrði með litla drenginn á sjúkrahúsið meðan á heimsókninni stæði. Föðurbróðir drengsins, sem stendur lengst til vinstri á myndinni, er sagður stuðningsmaður Trumps. Það hafi faðir drengins einnig verið í lifanda lífi. Andstæðingar forsetans hneyksluðust margir á myndbirtingunni, einkum í ljósi þess að Hvíta húsið meinaði blaðamönnum aðgöngu að sjúkrahúsinu svo að heimsóknin yrði ekki aðeins „tækifæri til að stilla sér upp á myndum“.I am genuinely confused and horrified by this image. Am I taking this the wrong way?Why is Trump and Melania posing, GRINNING, and giving a thumbs up with the infant who's parents were murdered by the shooter in El Paso.Seriously… WTH is going on? pic.twitter.com/0YA2hIQeP3— Bryan William Jones (@BWJones) August 9, 2019 This is a photo of Trump grinning while Melania holds a baby orphaned by the shooting. A baby who was taken from home and forced to serve as a prop at a photo-op for the very monster whose hate killed her/his parents.I would need 280,000 characters to say how furious I am. pic.twitter.com/4umSc9BQHu— Greg Pinelo (@gregpinelo) August 9, 2019 Heimsókn Trumps til El Paso var mætt með mikill andstöðu íbúa í El Paso en margir halda því fram að Trump hafi með orðræðu sinni kynt undir hatri í garð innflytjenda, sem árásarmaðurinn vísaði til í stefnuyfirlýsingu sinni. El Paso stendur við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og er mikil innflytjendaborg. Ekkert þeirra átta fórnarlamba sem enn liggja á spítalanum vildi hitta forsetann þegar hann heimsótti spítalann. Þrjú þeirra voru of veikburða til þess og fimm höfnuðu boðinu.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47 Trump heimsækir vettvang fjöldamorða, segist sameina þjóðina með orðræðu sinni Forsetanum hefur kennt um að kynda undir kynþátta- og útlendingaandúð sem verði jarðvegur fyrir voðaverk eins og þau sem áttu sér stað í El Paso og Dayton um helgina. 7. ágúst 2019 18:39 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15
Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47
Trump heimsækir vettvang fjöldamorða, segist sameina þjóðina með orðræðu sinni Forsetanum hefur kennt um að kynda undir kynþátta- og útlendingaandúð sem verði jarðvegur fyrir voðaverk eins og þau sem áttu sér stað í El Paso og Dayton um helgina. 7. ágúst 2019 18:39