Förum bjartsýn inn í leikina Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. ágúst 2019 17:30 Jón Þór var bjartsýnn þegar landsliðshópurinn fyrir næsta verkefni var tilkynntur í gær. Fréttablaðið/Ernir Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í leiki Íslands gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021. Þetta verða fyrstu leikir Íslands í undankeppninni og fara þeir báðir fram á Laugardalsvelli og á sama tíma fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Jóns Þórs og Ians Jeffs. Þá eru þetta fyrstu leikir liðsins á heimavelli eftir að Jón Þór og Ian tóku við liðinu af Frey Alexanderssyni síðasta haust. Ísland hefur leik gegn Ungverjalandi fimmtudaginn 29. ágúst og verður það í sjötta sinn sem liðin mætast. Til þessa hefur Ísland unnið alla fimm leikina, skorað sautján mörk og aðeins fengið á sig tvö, annað þeirra þegar liðin mættust síðast árið 2013 og Ísland vann 4-1 sigur. Fjórum dögum síðar tekur Ísland á móti Slóvakíu og er það þriðja viðureign liðanna, til þessa hefur Ísland unnið báða leikina og skorað sex mörk gegn aðeins einu. Íslenska kvennalandsliðið er að reyna að komast inn í lokakeppni Evrópumótsins fjórða skiptið í röð. „Það er alltaf pressa á okkur að vinna heimaleikina, við ætlum okkur í lokakeppnina og það segir sig sjálft að við þurfum að vera dugleg að byrja riðilinn vel og gera vel á heimavelli í þessari undankeppni.“ Tvær breytingar eru á landsliðshópnum á milli leikja, Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji Kristianstad, kemur aftur inn í hópinn, eftir að hafa misst af síðasta verkefni vegna meiðsla, á kostnað Söndru Maríu Jessen, leikmanns Bayer Leverkusen. Þá kemur Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, inn í hópinn í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur sem er ólétt og gefur því ekki kost á sér. Cecilía sem fagnaði sextán ára afmæli sínu á dögunum hefur verið í U17 ára liði Íslands undanfarin ár en er nú í fyrsta sinn kölluð inn í landsliðið. „Ég hef ekki unnið með Cecilíu en er mjög spenntur fyrir því, ég hef hitt og rætt við fólkið í kringum hana í aðdraganda þess að við völdum hana í hópinn. Hún er auðvitað ung og óreynd á þessu stigi en er með tvo reynslumikla markmenn með sér sem eiga eftir að hjálpa henni gríðarlega mikið. Í Guðbjörgu erum við að missa bæði frábæran markmann og frábæran einstakling innan hópsins sem er erfitt á þessum tímapunkti en við gleðjumst fyrst og fremst fyrir hennar hönd,“ sagði Jón Þór sem sagðist aðspurður vera búinn að ákveða hver stæði í markinu gegn Ungverjalandi. „Við erum búnir að taka ákvörðun. Markmannsstaðan er gríðarlega mikilvæg í fótbolta og þegar við tökum við liðinu er Guðbjörg nýbúin í stórri aðgerð vegna meiðsla sem höfðu verið að plaga hana í svolítinn tíma. Það var ekki alveg ljóst hvernig hún kæmi aftur úr þessari aðgerð eftir þessi meiðsli og við fórum strax að skoða það hvaða möguleikar væru í stöðunni og að undirbúa það ef hún kæmi ekki aftur sem hún gerði svo vel og stóð sig frábærlega með okkur gegn Finnum í sumar.“ Alls hefur íslenska kvennalandsliðið leikið átta leiki undir stjórn nýja þjálfarateymisins sem hefur nýtt tímann í að skoða vel hvaða leikmenn yrðu fyrir valinu. „Við höfum nýtt æfingaleikina vel á þessu ári til að undirbúa þetta verkefni, það hafa margir leikmenn fengið tækifæri og náð að skoða leikmenn í hinum ýmsu stöðum. Hópurinn er núna tilbúinn, við höfum allan tímann verið að undirbúa fyrir þessa undankeppni og það er komin mikil eftirvænting innan hópsins og hjá þjálfarateyminu,“ sagði Jón Þór og hélt áfram: „Á milli allra leikja höfum við breytt aðeins til en á sama tíma höfum við haldið í ákveðinn kjarna, það er góð blanda af ungum og eldri leikmönnum í hópnum. Auk þess er fullt af leikmönnum utan hóps sem hafa staðið sig frábærlega í verkefnum með okkur. Samkeppnin er mikil sem er jákvætt fyrir þjálfara. Ég hefði auðveldlega getað valið 30-35 manna hóp sem er jákvætt, það segir að það séu margir leikmenn sem hafa staðið sig vel.“ Cloé Lacassé, framherji ÍBV sem fékk íslenskt vegabréf á dögunum, er ekki komin með alþjóðlega leikheimild og gat því ekki tekið þátt en þetta staðfesti Jón Þór í gær. Hann segist vera spenntur fyrir því að vinna með Cloé sem þekkir vel til Ians Jeffs, aðstoðarþjálfara Jóns Þórs. „Hún kom ekki til greina í þetta verkefni en við þekkjum það vel hvað hún getur fært okkur eftir samstarf hennar og Ians í Eyjum þannig að við vitum að hverju við göngum. Hvenær sem það verður að hún komi til greina þá munum við skoða það.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í leiki Íslands gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021. Þetta verða fyrstu leikir Íslands í undankeppninni og fara þeir báðir fram á Laugardalsvelli og á sama tíma fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Jóns Þórs og Ians Jeffs. Þá eru þetta fyrstu leikir liðsins á heimavelli eftir að Jón Þór og Ian tóku við liðinu af Frey Alexanderssyni síðasta haust. Ísland hefur leik gegn Ungverjalandi fimmtudaginn 29. ágúst og verður það í sjötta sinn sem liðin mætast. Til þessa hefur Ísland unnið alla fimm leikina, skorað sautján mörk og aðeins fengið á sig tvö, annað þeirra þegar liðin mættust síðast árið 2013 og Ísland vann 4-1 sigur. Fjórum dögum síðar tekur Ísland á móti Slóvakíu og er það þriðja viðureign liðanna, til þessa hefur Ísland unnið báða leikina og skorað sex mörk gegn aðeins einu. Íslenska kvennalandsliðið er að reyna að komast inn í lokakeppni Evrópumótsins fjórða skiptið í röð. „Það er alltaf pressa á okkur að vinna heimaleikina, við ætlum okkur í lokakeppnina og það segir sig sjálft að við þurfum að vera dugleg að byrja riðilinn vel og gera vel á heimavelli í þessari undankeppni.“ Tvær breytingar eru á landsliðshópnum á milli leikja, Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji Kristianstad, kemur aftur inn í hópinn, eftir að hafa misst af síðasta verkefni vegna meiðsla, á kostnað Söndru Maríu Jessen, leikmanns Bayer Leverkusen. Þá kemur Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, inn í hópinn í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur sem er ólétt og gefur því ekki kost á sér. Cecilía sem fagnaði sextán ára afmæli sínu á dögunum hefur verið í U17 ára liði Íslands undanfarin ár en er nú í fyrsta sinn kölluð inn í landsliðið. „Ég hef ekki unnið með Cecilíu en er mjög spenntur fyrir því, ég hef hitt og rætt við fólkið í kringum hana í aðdraganda þess að við völdum hana í hópinn. Hún er auðvitað ung og óreynd á þessu stigi en er með tvo reynslumikla markmenn með sér sem eiga eftir að hjálpa henni gríðarlega mikið. Í Guðbjörgu erum við að missa bæði frábæran markmann og frábæran einstakling innan hópsins sem er erfitt á þessum tímapunkti en við gleðjumst fyrst og fremst fyrir hennar hönd,“ sagði Jón Þór sem sagðist aðspurður vera búinn að ákveða hver stæði í markinu gegn Ungverjalandi. „Við erum búnir að taka ákvörðun. Markmannsstaðan er gríðarlega mikilvæg í fótbolta og þegar við tökum við liðinu er Guðbjörg nýbúin í stórri aðgerð vegna meiðsla sem höfðu verið að plaga hana í svolítinn tíma. Það var ekki alveg ljóst hvernig hún kæmi aftur úr þessari aðgerð eftir þessi meiðsli og við fórum strax að skoða það hvaða möguleikar væru í stöðunni og að undirbúa það ef hún kæmi ekki aftur sem hún gerði svo vel og stóð sig frábærlega með okkur gegn Finnum í sumar.“ Alls hefur íslenska kvennalandsliðið leikið átta leiki undir stjórn nýja þjálfarateymisins sem hefur nýtt tímann í að skoða vel hvaða leikmenn yrðu fyrir valinu. „Við höfum nýtt æfingaleikina vel á þessu ári til að undirbúa þetta verkefni, það hafa margir leikmenn fengið tækifæri og náð að skoða leikmenn í hinum ýmsu stöðum. Hópurinn er núna tilbúinn, við höfum allan tímann verið að undirbúa fyrir þessa undankeppni og það er komin mikil eftirvænting innan hópsins og hjá þjálfarateyminu,“ sagði Jón Þór og hélt áfram: „Á milli allra leikja höfum við breytt aðeins til en á sama tíma höfum við haldið í ákveðinn kjarna, það er góð blanda af ungum og eldri leikmönnum í hópnum. Auk þess er fullt af leikmönnum utan hóps sem hafa staðið sig frábærlega í verkefnum með okkur. Samkeppnin er mikil sem er jákvætt fyrir þjálfara. Ég hefði auðveldlega getað valið 30-35 manna hóp sem er jákvætt, það segir að það séu margir leikmenn sem hafa staðið sig vel.“ Cloé Lacassé, framherji ÍBV sem fékk íslenskt vegabréf á dögunum, er ekki komin með alþjóðlega leikheimild og gat því ekki tekið þátt en þetta staðfesti Jón Þór í gær. Hann segist vera spenntur fyrir því að vinna með Cloé sem þekkir vel til Ians Jeffs, aðstoðarþjálfara Jóns Þórs. „Hún kom ekki til greina í þetta verkefni en við þekkjum það vel hvað hún getur fært okkur eftir samstarf hennar og Ians í Eyjum þannig að við vitum að hverju við göngum. Hvenær sem það verður að hún komi til greina þá munum við skoða það.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira