Brosnan mun leika myndarlegasta mann Íslands í Eurovision-myndinni Birgir Olgeirsson skrifar 8. ágúst 2019 09:08 Pierce Brosnan. Vísir/Getty Nýjar upplýsingar um Eurovision-mynd Will Ferrell berast á nokkurra daga fresti en þær nýjustu eru þær að Ferrell og aðalleikkona myndarinnar, Rachel McAdams, munu leika íslenska söngvara sem heita Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir. Írski leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika föður persónu Will Ferrell, mann að nafni Erik Erickssong en hann er sagður eiga að vera myndarlegasti maður Íslands. Tökur á myndinni hófust í Pinewood-myndverinu í London í vikunni og munu tökur hennar að hluta fara fram á Íslandi og í Tel Aviv í Ísrael þar sem Eurovision var haldið í vor. Ferrell og McAdams hafa fengið kennslu í íslenskum framburði fyrir myndina, en í henni munu þau meðal annars syngja lag sem inniheldur einhverja íslensku. Íslenskir leikarar hafa einnig verið ráðnir til að fara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson. Will Ferrell er mikill aðdáandi Eurovision en hann er sagður hafa kynnst keppninni í gegnum eiginkonu sína, sem er sænska leikkonan Viveca Paulin. Var Ferrell staddur í Lissabon í Portúgal í fyrra þegar keppnin var haldin þar en hann og McAdams voru bæði í Tel Aviv þegar keppnin var haldin þar í vor. Frá því hefur verið greint að frammistaða Íslendinga í Eurovision, sem hafa aldrei unnið keppnina á þeim 33 árum sem þeir hafa tekið þátt, verður eitt af því sem keyrir sögu myndarinnar áfram. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59 Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Leikarinn Ari Freyr var boðaður á fund með leikurunum í London. 31. júlí 2019 13:48 Pierce Brosnan sagður eiga að leika Íslending í Eurovision-mynd Will Ferrell Hefur mikla reynslu af söngvamyndum. 6. ágúst 2019 07:49 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Nýjar upplýsingar um Eurovision-mynd Will Ferrell berast á nokkurra daga fresti en þær nýjustu eru þær að Ferrell og aðalleikkona myndarinnar, Rachel McAdams, munu leika íslenska söngvara sem heita Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir. Írski leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika föður persónu Will Ferrell, mann að nafni Erik Erickssong en hann er sagður eiga að vera myndarlegasti maður Íslands. Tökur á myndinni hófust í Pinewood-myndverinu í London í vikunni og munu tökur hennar að hluta fara fram á Íslandi og í Tel Aviv í Ísrael þar sem Eurovision var haldið í vor. Ferrell og McAdams hafa fengið kennslu í íslenskum framburði fyrir myndina, en í henni munu þau meðal annars syngja lag sem inniheldur einhverja íslensku. Íslenskir leikarar hafa einnig verið ráðnir til að fara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson. Will Ferrell er mikill aðdáandi Eurovision en hann er sagður hafa kynnst keppninni í gegnum eiginkonu sína, sem er sænska leikkonan Viveca Paulin. Var Ferrell staddur í Lissabon í Portúgal í fyrra þegar keppnin var haldin þar en hann og McAdams voru bæði í Tel Aviv þegar keppnin var haldin þar í vor. Frá því hefur verið greint að frammistaða Íslendinga í Eurovision, sem hafa aldrei unnið keppnina á þeim 33 árum sem þeir hafa tekið þátt, verður eitt af því sem keyrir sögu myndarinnar áfram.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59 Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Leikarinn Ari Freyr var boðaður á fund með leikurunum í London. 31. júlí 2019 13:48 Pierce Brosnan sagður eiga að leika Íslending í Eurovision-mynd Will Ferrell Hefur mikla reynslu af söngvamyndum. 6. ágúst 2019 07:49 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59
Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Leikarinn Ari Freyr var boðaður á fund með leikurunum í London. 31. júlí 2019 13:48
Pierce Brosnan sagður eiga að leika Íslending í Eurovision-mynd Will Ferrell Hefur mikla reynslu af söngvamyndum. 6. ágúst 2019 07:49