Nú vitum við meira hvað olli því að Bjorg Lambrecht lifði áreksturinn ekki af en hann lést af sárum sínum á skurðarborðinu.
Hann var aðeins 22 ára gamall og var í hópi efnilegustu hjólreiðamanna Belga. Slysið varð í Póllandshjólreiðunum eða Tour de Pologne.
Belgian cyclist Bjorg Lambrecht died after a lacerated liver led to internal bleeding and a cardiac arrest following his crash at the Tour de Pologne.https://t.co/LNsCzD6C2upic.twitter.com/cjpIWMO9Qv
— BBC Sport (@BBCSport) August 7, 2019
Maarten Meirhaeghe, læknir Lotto-Soudal liðsins sem Bjorg Lambrecht hjólaði fyrir, sagði frá ástæðu þess að hjólreiðakappinn lifði ekki af.
„Bjorg lést af því að lifrin rifnaði illa og úr varð gríðarleg innvortis blæðing. Hann fékk síðan hjartaáfall í kjölfarið,“ sagði Maarten Meirhaeghe.
„Bjorg gat ekki verið óheppnari með það hvernig högg hann fékk í slysinu. Það þarf kraftaverk til að lifa af með svona innvortis blæðingu og hann fékk ekki slíkt kraftaverk,“ sagði Meirhaeghe.
„Slysstaðurinn eða tímasetningin höfðu engin áhrif á afleiðingarnar. Jafnvel þótt að hann hefði orðið fyrir svona meiðslum á sjúkrahúsinu sjálfu þá hefðu verið miklar líkur á því að útkoman hafi verið sú sama,“ sagði Maarten Meirhaeghe.
Lambrecht var á sínu öðru tímabili sem atvinnumaður. Hann vann 23 ára flokkinn í Liege-Bastogne-Liege hjólreiðakeppninni árið 2017 og náði öðru sæti á HM undir 23 ára á síðasta ári.