Ummæli starfsmanns Hafró verða ekki dregin til baka Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2019 10:26 Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró. Vísir/Pjetur „Ég held að það sé svolítill mikill ofsi í þessari umræðu,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sem ætlar ekki að verða við óskum stjórnar Hvalaskoðunarsamtakanna þess efnis að ummæli líffræðings stofnunarinnar verði dregin til baka. Líffræðingurinn heitir Sverri Daníel Halldórsson en hann velti því upp í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hvort að hvalaskoðunarskip hefðu truflað grindhvali sem leiddi til þess að þeir strönduðu við Garð á Reykjanesi síðastliðinn föstudag. „Minn ágæti starfsmaður nefndi þennan möguleika og þau neita því ekki sjálf að það þarf að fara sérstaklega varlega í kringum þessa hvali. Umræðan verður að fá að þroskast og það þarf að tala um þetta af skynsemi,“ segir Sigurður. Hann segir engan vita af hverju þessir hvalir strönduðu frekar en aðrar vöður. „Þessi dýr eru sérstaklega viðkvæm og hrekjast undan bátum og það hafa frændur vorir í Færeyjum nýtt sér. Þessi möguleiki var nefndur og fór eitthvað illa í hvalaskoðunarmenn en það er önnur saga,“ segir Sigurður. Hann segir ummæli starfsmannsins ekki þess eðlis að draga þurfi þau til baka og telur Sigurður að það sé ágætt að umræðan eigi sér stað. Hvalaskoðun hafi smám saman aukist og hvalaskoðunarfyrirtækin hafa sjálf kallað eftir reglum til að fylgja. Hann segir að samráð verði haft við fyrirtækin og reynt að finna ásættanlegan farveg en nefnir að auki að þörf sé á frekari rannsóknum þess efnis hvaða áhrif ágangurinn hefur á þessi dýr. Stjórn Hvalaskoðunarsamtakanna óskaði eftir fundi með Hafrannsóknarstofnunar vegna ummælanna en Sigurður segist ekki hafa fengið nein fundarboð frá þeim en hyggur að stjórnin hafi sett sig í samband við starfsmenn stofnunarinnar sem hafa eftirlit með hvölum. „Og að sjálfsögðu munum við funda með þeim innan tíðar.“ Dýr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
„Ég held að það sé svolítill mikill ofsi í þessari umræðu,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sem ætlar ekki að verða við óskum stjórnar Hvalaskoðunarsamtakanna þess efnis að ummæli líffræðings stofnunarinnar verði dregin til baka. Líffræðingurinn heitir Sverri Daníel Halldórsson en hann velti því upp í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hvort að hvalaskoðunarskip hefðu truflað grindhvali sem leiddi til þess að þeir strönduðu við Garð á Reykjanesi síðastliðinn föstudag. „Minn ágæti starfsmaður nefndi þennan möguleika og þau neita því ekki sjálf að það þarf að fara sérstaklega varlega í kringum þessa hvali. Umræðan verður að fá að þroskast og það þarf að tala um þetta af skynsemi,“ segir Sigurður. Hann segir engan vita af hverju þessir hvalir strönduðu frekar en aðrar vöður. „Þessi dýr eru sérstaklega viðkvæm og hrekjast undan bátum og það hafa frændur vorir í Færeyjum nýtt sér. Þessi möguleiki var nefndur og fór eitthvað illa í hvalaskoðunarmenn en það er önnur saga,“ segir Sigurður. Hann segir ummæli starfsmannsins ekki þess eðlis að draga þurfi þau til baka og telur Sigurður að það sé ágætt að umræðan eigi sér stað. Hvalaskoðun hafi smám saman aukist og hvalaskoðunarfyrirtækin hafa sjálf kallað eftir reglum til að fylgja. Hann segir að samráð verði haft við fyrirtækin og reynt að finna ásættanlegan farveg en nefnir að auki að þörf sé á frekari rannsóknum þess efnis hvaða áhrif ágangurinn hefur á þessi dýr. Stjórn Hvalaskoðunarsamtakanna óskaði eftir fundi með Hafrannsóknarstofnunar vegna ummælanna en Sigurður segist ekki hafa fengið nein fundarboð frá þeim en hyggur að stjórnin hafi sett sig í samband við starfsmenn stofnunarinnar sem hafa eftirlit með hvölum. „Og að sjálfsögðu munum við funda með þeim innan tíðar.“
Dýr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira