Lífið

Ætla að­eins að eiga tvö börn vegna lofts­lag­vandans

Sylvía Hall skrifar
Það er útlit fyrir að Archie muni einungis eiga eitt systkini.
Það er útlit fyrir að Archie muni einungis eiga eitt systkini. Vísir/Getty

„Tvö börn í mesta lagi,“ sagði Harry Bretaprins þegar hann ræddi við vísindakonuna Dr. Jane Goodall um framtíðina og frekari barneignir. Viðtal þeirra var hluti af septembertölublaði breska Vogue sem Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex og eiginkona Harry, ritstýrði.



Harry ræddi loftslagsbreytingar af mannavöldum og þær ógnir sem steðja að auðlindum heimsins. Hann sagði ástandið vera ógnvekjandi, sérstaklega ef þú ert foreldri og veist að börn þín munu erfa það land sem eldri kynslóðir skilja eftir sig. Harry og Markle eignuðust sitt fyrsta barn í maí síðastliðnum, soninn Archie. 



„Ég horfi á það öðruvísi núna, ekki spurning,“ sagði Harry í samtali sínu við Goodall. Hann sagðist alltaf hafa verið meðvitaður um að fólkið fengið jörðina að láni og við ættum að fara betur með hana.



„Verandi jafn gáfuð og við erum, eða jafn þróuð og við eigum að vera, þá ættum við að geta skilið eitthvað betra eftir fyrir næstu kynslóð.“


Tengdar fréttir

Jane Goodall hitti Archie

Dýrafræðingurinn Jane Goodall heimsótti hertogahjónin af Sussex í síðasta mánuði á heimili þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.