Fékk aðstoð og fór úr kulnun í kraft Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. ágúst 2019 19:03 Ung kona sem fékk alvarleg einkenni kulnunar í lífi og starfi segir að það hafi í raun gefið sér tækifæri til að snúa við blaðinu og breyta um lífsstíl. Alltof algengt sé að fólk ætli sér alltof mikið og brenni síðan út. Talið er að ríflega einn af hverjum tíu starfandi einstaklingum upplifi kulnun hér á landi en heildarrannsókn hefur ekki verið gerð á algengi þess. Margir sem finna fyrir slíkum einkennum fara í Virk en um sjötíu til áttatíu prósent þeirra sem fara í endurhæfingu ná sér aftur á strik. Anna Classen er þrjátíu og þriggja ára danskennari og hefur alltaf haft mörg járn í eldinum. Í desember í fyrra var hún í tveimur störfum og tók að sér fjölda verkefna þegar eitthvað gaf sig. „Rosaleg þreyta, minnisleysi, ég var uppgefin og hafði ekki löngun til að gera neitt. Það er svo óþægilegt því manni langaði að njóta lífsins en hafði ekki löngun í neitt. Og svo eru ýmis andleg áföll sem komu í gegnum tíðina sem fóru að leita á mig. Ef maður dílar ekki við þau þá safnast þau upp og þá „krassaru“,“ segir Anna Hún lýsir sér sem hefðbundinni íslenskri konu og segir að hún eigi góða að en hún hafi líka fengið góða aðstoð hjá Virk og til Hugarafli. Hún tók ráðleggingum sérfræðingana eins og að minnka vinnuna og passaði upp á svefninn og hefur sjaldan verið á eins góðum stað. „Maður þarf að passa sig að vera ekki alltaf með notification á eða vera alltaf í símanum, maður þarf að leggja hann frá sér,“ segir Anna. Anna segir hinsvegar ýmislegt jákvætt koma út úr þessu. „Það er hægt að byggja sig upp úr svona veikindum þannig að maður fari úr kulnun í kraft,“ segir hún. Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Ung kona sem fékk alvarleg einkenni kulnunar í lífi og starfi segir að það hafi í raun gefið sér tækifæri til að snúa við blaðinu og breyta um lífsstíl. Alltof algengt sé að fólk ætli sér alltof mikið og brenni síðan út. Talið er að ríflega einn af hverjum tíu starfandi einstaklingum upplifi kulnun hér á landi en heildarrannsókn hefur ekki verið gerð á algengi þess. Margir sem finna fyrir slíkum einkennum fara í Virk en um sjötíu til áttatíu prósent þeirra sem fara í endurhæfingu ná sér aftur á strik. Anna Classen er þrjátíu og þriggja ára danskennari og hefur alltaf haft mörg járn í eldinum. Í desember í fyrra var hún í tveimur störfum og tók að sér fjölda verkefna þegar eitthvað gaf sig. „Rosaleg þreyta, minnisleysi, ég var uppgefin og hafði ekki löngun til að gera neitt. Það er svo óþægilegt því manni langaði að njóta lífsins en hafði ekki löngun í neitt. Og svo eru ýmis andleg áföll sem komu í gegnum tíðina sem fóru að leita á mig. Ef maður dílar ekki við þau þá safnast þau upp og þá „krassaru“,“ segir Anna Hún lýsir sér sem hefðbundinni íslenskri konu og segir að hún eigi góða að en hún hafi líka fengið góða aðstoð hjá Virk og til Hugarafli. Hún tók ráðleggingum sérfræðingana eins og að minnka vinnuna og passaði upp á svefninn og hefur sjaldan verið á eins góðum stað. „Maður þarf að passa sig að vera ekki alltaf með notification á eða vera alltaf í símanum, maður þarf að leggja hann frá sér,“ segir Anna. Anna segir hinsvegar ýmislegt jákvætt koma út úr þessu. „Það er hægt að byggja sig upp úr svona veikindum þannig að maður fari úr kulnun í kraft,“ segir hún.
Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira