Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. ágúst 2019 18:45 Icelandair Group áætlar að tap félagsins vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX flugvélanna verði ekki minna en sautján milljarðar. Forstjóri félagsins segir það algjörlega óhugsandi að félagið fái ekki bætur greiddar frá flugvélaframleiðandanum. Ellefu milljarða króna tap hefur verið á rekstri flugfélagsins fyrstu sex mánuði þessa árs en forstjórinn segir að staða félagsins sé þó sterk. Tap Icelandair á öðrum ársfjórðungi þessa árs er rúmega 40,8 milljónir Bandaríkjadala sem er að jafnvirði rúmlega fimm milljarða íslenskra króna. Tapið eykst á milli ára en á sama tímabili í fyrra nam tapið 25 milljónum dala. Þetta kom fram í ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var eftir lokun markaða í dag. Forsjóri félagsins segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. „Við erum með sterkan efnahagsreikning og lausafjárstöðu og það er okkar stefna að halda efnahagsreikningnum þannig. Við erum með yfir fjögur hundruð milljónir dollara í eigið fé og um tvö hundruð milljónir í lausafé,“ segir Bogi Nil Bogason, forstjóri Icelandair Group. Kyrrsetning fjögurra Boeing MAX-737 flugvéla félagsins hefur haft mikil áhrif á rekstur félagsins og gæti tapið vegna þess numið meira en sautján milljörðum króna þegar upp er staðið. Bogi segir að stað félagsins væri allt önnur ef ekki væri fyrir kyrrsetningu vélanna. „Afkoman núna af okkar grunnstarfsemi er betri heldur en í fyrra og annar ársfjórðungur var rekinn með hagnaði ef við tökum út MAX áhrifin, þannig að þá erum við að skila hagnaði,” segir Bogi. Óvíst er hvenær kyrrsetning MAX vélanna verði aflétt en Boeing flugvélaframleiðandinn hefur gefið það út að fyrirtækið komi til með að greiða viðskiptavinum sínum bætur vegna málsins.Eruði tilbúin með plan B fari það svo að þið fáið ekki bætur?„Ég sagði það, að það væri óhugsandi að við fengjum ekki bætur og ég stend við það enda er Boeing búið að taka frá í sínu bókhaldi verulega fjárhæðir sem að þeir ætla að nota til þess að bæta flugfélögum þennan skaða þannig að það er algjörlega óhugsandi að við fáum ekki tjónið bætt,“ segir Bogi. Bogi segir félagið skoða alla möguleika til hagraæðingar til þess að bæta rekstur félagsins. „Við viljum lækka kostnað og auka tekjur og höfum verið að gera það og við erum að sjá árangur á þessu ári og munum halda því áfram,“ segit Bogi.Uppsagnir?„Í stóru fyrirtæki eins og okkar þá eru alltaf einhverjar breytingar. Það eru uppsagnir hér og ráðningar þar og þannig er það bara, en við erum ekki með einhverjar stórar uppsagnir á teikniborðinu,“ segir Bogi. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir NS hafa ákveðið að vera „gjallarhorn fyrir tóma vitleysu“ Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, telur að samtökunum hafi gengið gott eitt til þegar þau höfðu í frammi gagnrýni á flugfélagið Icelandair en ráðleggur þeim að elta ekki frekjukröfur. 27. júlí 2019 10:12 Tveggja stafa lækkun Icelandair Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. 2. ágúst 2019 10:02 „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Icelandair tapaði 4,2 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í kvöld. Tap félagsins eftir skatta og fjármagnsliði er 2,9 milljarðar. Forstjóri Icelandair Group segir kyrrsetningu MAX-vélanna hafa haft gríðarleg áhrif á afkomu og rekstur félagsins. 1. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Sjá meira
Icelandair Group áætlar að tap félagsins vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX flugvélanna verði ekki minna en sautján milljarðar. Forstjóri félagsins segir það algjörlega óhugsandi að félagið fái ekki bætur greiddar frá flugvélaframleiðandanum. Ellefu milljarða króna tap hefur verið á rekstri flugfélagsins fyrstu sex mánuði þessa árs en forstjórinn segir að staða félagsins sé þó sterk. Tap Icelandair á öðrum ársfjórðungi þessa árs er rúmega 40,8 milljónir Bandaríkjadala sem er að jafnvirði rúmlega fimm milljarða íslenskra króna. Tapið eykst á milli ára en á sama tímabili í fyrra nam tapið 25 milljónum dala. Þetta kom fram í ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var eftir lokun markaða í dag. Forsjóri félagsins segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. „Við erum með sterkan efnahagsreikning og lausafjárstöðu og það er okkar stefna að halda efnahagsreikningnum þannig. Við erum með yfir fjögur hundruð milljónir dollara í eigið fé og um tvö hundruð milljónir í lausafé,“ segir Bogi Nil Bogason, forstjóri Icelandair Group. Kyrrsetning fjögurra Boeing MAX-737 flugvéla félagsins hefur haft mikil áhrif á rekstur félagsins og gæti tapið vegna þess numið meira en sautján milljörðum króna þegar upp er staðið. Bogi segir að stað félagsins væri allt önnur ef ekki væri fyrir kyrrsetningu vélanna. „Afkoman núna af okkar grunnstarfsemi er betri heldur en í fyrra og annar ársfjórðungur var rekinn með hagnaði ef við tökum út MAX áhrifin, þannig að þá erum við að skila hagnaði,” segir Bogi. Óvíst er hvenær kyrrsetning MAX vélanna verði aflétt en Boeing flugvélaframleiðandinn hefur gefið það út að fyrirtækið komi til með að greiða viðskiptavinum sínum bætur vegna málsins.Eruði tilbúin með plan B fari það svo að þið fáið ekki bætur?„Ég sagði það, að það væri óhugsandi að við fengjum ekki bætur og ég stend við það enda er Boeing búið að taka frá í sínu bókhaldi verulega fjárhæðir sem að þeir ætla að nota til þess að bæta flugfélögum þennan skaða þannig að það er algjörlega óhugsandi að við fáum ekki tjónið bætt,“ segir Bogi. Bogi segir félagið skoða alla möguleika til hagraæðingar til þess að bæta rekstur félagsins. „Við viljum lækka kostnað og auka tekjur og höfum verið að gera það og við erum að sjá árangur á þessu ári og munum halda því áfram,“ segit Bogi.Uppsagnir?„Í stóru fyrirtæki eins og okkar þá eru alltaf einhverjar breytingar. Það eru uppsagnir hér og ráðningar þar og þannig er það bara, en við erum ekki með einhverjar stórar uppsagnir á teikniborðinu,“ segir Bogi.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir NS hafa ákveðið að vera „gjallarhorn fyrir tóma vitleysu“ Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, telur að samtökunum hafi gengið gott eitt til þegar þau höfðu í frammi gagnrýni á flugfélagið Icelandair en ráðleggur þeim að elta ekki frekjukröfur. 27. júlí 2019 10:12 Tveggja stafa lækkun Icelandair Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. 2. ágúst 2019 10:02 „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Icelandair tapaði 4,2 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í kvöld. Tap félagsins eftir skatta og fjármagnsliði er 2,9 milljarðar. Forstjóri Icelandair Group segir kyrrsetningu MAX-vélanna hafa haft gríðarleg áhrif á afkomu og rekstur félagsins. 1. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Sjá meira
Segir NS hafa ákveðið að vera „gjallarhorn fyrir tóma vitleysu“ Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, telur að samtökunum hafi gengið gott eitt til þegar þau höfðu í frammi gagnrýni á flugfélagið Icelandair en ráðleggur þeim að elta ekki frekjukröfur. 27. júlí 2019 10:12
Tveggja stafa lækkun Icelandair Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. 2. ágúst 2019 10:02
„Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21
Icelandair tapaði 4,2 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í kvöld. Tap félagsins eftir skatta og fjármagnsliði er 2,9 milljarðar. Forstjóri Icelandair Group segir kyrrsetningu MAX-vélanna hafa haft gríðarleg áhrif á afkomu og rekstur félagsins. 1. ágúst 2019 19:15
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf