Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2019 16:51 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna Vísir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir álagningu sendingargjalda á erlendar sendingar og segir gjaldtöku Póstsins setja öðrum ríkisfyrirtækjum slæmt fordæmi. Rætt var við Breka um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði Breki samtökin hafa efasemdir um það að gjaldtakan standist EES-samninginn. Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. Gjaldinu var ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga og bæta rekstrarstöðu Póstsins. Neytendasamtökin gagnrýndu gjaldtökuna „Þegar þessi lög voru sett þá sendu Neytendasamtökin inn umsögn þar sem við gagnrýndum þetta harðlega. Reyndar í undirbúningi laganna og meðferð nefndarinnar þá stóðum við allavega alltaf í þeirri meiningu að þetta ætti bara við um sendingar frá Kína,“ sagði Breki en að endingu var gjaldið bæði lagt á sendingar sem eiga uppruna sinn utan og innan Evrópu. „Í dag sendum við fyrirspurn til Íslandspósts þar sem við báðum um greiningu á því hvert tap þeirra væri af þessum sendingum eftir löndum, því að eitt af því sem við gagnrýndum á sínum tíma var einmitt þetta að það liggur ekki fyrir nein greining á því hvar þetta meinta tap á sér stað. Þegar það liggur ekkert fyrir þá er þetta í rauninni bara eins og opinn tékki og setur alveg ákaflega slæmt fordæmi í rekstri ríkisfyrirtækja, að fyrirtæki geti þá bara með óskilgreindu tapi varpað kostnaði yfir á herðar neytenda.“ Breki sagði jafnframt að samtökin telji að gjaldtakan gæti mögulega verið ólögmæt: „Við reyndar höfum líka efasemdir um að þetta hreinlega standist EES samninginn, þ.e.a.s. að þetta séu þá ákveðnar tæknilegar viðskiptahömlur gegn erlendum verslunum. Ein af röksemdunum fyrir þessum lögum og þessari gjaldtökuheimild var einmitt að vernda íslenska verslun. Þá erum við að tala um í raun og veru ígildi tollamúra.“ Breki sagði að neytendur þyrftu svo alltaf að borga brúsann á endanum. Íslandspóstur Neytendur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50 Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. 13. apríl 2019 07:45 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir álagningu sendingargjalda á erlendar sendingar og segir gjaldtöku Póstsins setja öðrum ríkisfyrirtækjum slæmt fordæmi. Rætt var við Breka um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði Breki samtökin hafa efasemdir um það að gjaldtakan standist EES-samninginn. Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. Gjaldinu var ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga og bæta rekstrarstöðu Póstsins. Neytendasamtökin gagnrýndu gjaldtökuna „Þegar þessi lög voru sett þá sendu Neytendasamtökin inn umsögn þar sem við gagnrýndum þetta harðlega. Reyndar í undirbúningi laganna og meðferð nefndarinnar þá stóðum við allavega alltaf í þeirri meiningu að þetta ætti bara við um sendingar frá Kína,“ sagði Breki en að endingu var gjaldið bæði lagt á sendingar sem eiga uppruna sinn utan og innan Evrópu. „Í dag sendum við fyrirspurn til Íslandspósts þar sem við báðum um greiningu á því hvert tap þeirra væri af þessum sendingum eftir löndum, því að eitt af því sem við gagnrýndum á sínum tíma var einmitt þetta að það liggur ekki fyrir nein greining á því hvar þetta meinta tap á sér stað. Þegar það liggur ekkert fyrir þá er þetta í rauninni bara eins og opinn tékki og setur alveg ákaflega slæmt fordæmi í rekstri ríkisfyrirtækja, að fyrirtæki geti þá bara með óskilgreindu tapi varpað kostnaði yfir á herðar neytenda.“ Breki sagði jafnframt að samtökin telji að gjaldtakan gæti mögulega verið ólögmæt: „Við reyndar höfum líka efasemdir um að þetta hreinlega standist EES samninginn, þ.e.a.s. að þetta séu þá ákveðnar tæknilegar viðskiptahömlur gegn erlendum verslunum. Ein af röksemdunum fyrir þessum lögum og þessari gjaldtökuheimild var einmitt að vernda íslenska verslun. Þá erum við að tala um í raun og veru ígildi tollamúra.“ Breki sagði að neytendur þyrftu svo alltaf að borga brúsann á endanum.
Íslandspóstur Neytendur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50 Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. 13. apríl 2019 07:45 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50
Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18
Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. 13. apríl 2019 07:45
Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00