Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. ágúst 2019 15:09 Framkvæmdastjóri Félags sauðfjárbænda segir að unnið sé að því að hefja smölun svo hægt verði að hefja slátrun fyrr en ella og að ekki skorti lambakjöt í landinu. Hann tekur undir orð landbúnaðarráðherra um að breyta þurfi regluverki búvörulaga. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara breytti í gær við áliti sínu frá því í síðustu viku um að tollur á innflutt lambakjöt yrði lækkaður tímabundið til að bregðast við skorti á markaði. Viðsnúningurinn varð í kjölfar þess að Kaupfélag Skagfirðinga keypti tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi en í búvörulögum segir að skortur þurfi að liggja fyrir hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning til landsins. Þegar þetta var ljóst óskaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra eftir því að nefndin myndi endurmeta hvort þörf væri á að lækka toll á erlendum lambahryggjum. Ráðgjafanefndin kom saman í gær og eftir rannsókn undanfarna daga kom í ljóst að skilyrði búvörulaga um innflutning væru ekki uppfyllt. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með aðgerðum Kaupfélags Skagfirðinga og Fjallalambs hafi fyrirtækin komið í veg fyrir að ákvæði búvörulaganna, um útgáfu skortkvóta, hafi getið gildi og að hann héldi að samkeppnisyfirvöld hafi eitthvað við þær samstilltu aðgerðir að athuga, og þær augljóslega miða af því að draga úr framboði og hækka verð á vörum. Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segi ekki skort vera á markaði. „Það er ekki að sjá í búðum endilega skortur, en við hlustum á það og erum að vinna að því að flýta slátrun frekar en gert var ráð fyrir en það verður byrjað að slátra strax í næstu viku fáist fé til slátrunar,“ segir Unnsteinn. Landbúnaðarráðherra sagði einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að gera þyrfti breytingar á regluverkinu. Unnsteinn tekur undir það. „Ég held að það sé algjörlega þörf á því að skoða það og við höfum svo sem kallað eftir því að við værum með einver verkfæri til þess að takast á við sveiflur á þessum kindakjötsmarkaði og til þess að forða því að svona staða komi upp,“ segir Unnsteinn. Landbúnaður Tengdar fréttir Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. 2. ágúst 2019 08:30 Svolítið hryggur yfir niðurstöðunni Tollur á innflutta lambahryggi verður ekki lækkaður eins og ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við landbúnaðarráðherra í síðustu viku í því skyni að bregðast við skorti á markaði. Ráðherra segir að afurðarstöðvar hafi farið fram úr sér með útflutningi á liðnum vetri og vill einfalda regluverkið. 1. ágúst 2019 22:38 Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Skilur vel að fólk bíði óþreyjufullt eftir fréttum Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags sauðfjárbænda segir að unnið sé að því að hefja smölun svo hægt verði að hefja slátrun fyrr en ella og að ekki skorti lambakjöt í landinu. Hann tekur undir orð landbúnaðarráðherra um að breyta þurfi regluverki búvörulaga. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara breytti í gær við áliti sínu frá því í síðustu viku um að tollur á innflutt lambakjöt yrði lækkaður tímabundið til að bregðast við skorti á markaði. Viðsnúningurinn varð í kjölfar þess að Kaupfélag Skagfirðinga keypti tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi en í búvörulögum segir að skortur þurfi að liggja fyrir hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning til landsins. Þegar þetta var ljóst óskaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra eftir því að nefndin myndi endurmeta hvort þörf væri á að lækka toll á erlendum lambahryggjum. Ráðgjafanefndin kom saman í gær og eftir rannsókn undanfarna daga kom í ljóst að skilyrði búvörulaga um innflutning væru ekki uppfyllt. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með aðgerðum Kaupfélags Skagfirðinga og Fjallalambs hafi fyrirtækin komið í veg fyrir að ákvæði búvörulaganna, um útgáfu skortkvóta, hafi getið gildi og að hann héldi að samkeppnisyfirvöld hafi eitthvað við þær samstilltu aðgerðir að athuga, og þær augljóslega miða af því að draga úr framboði og hækka verð á vörum. Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segi ekki skort vera á markaði. „Það er ekki að sjá í búðum endilega skortur, en við hlustum á það og erum að vinna að því að flýta slátrun frekar en gert var ráð fyrir en það verður byrjað að slátra strax í næstu viku fáist fé til slátrunar,“ segir Unnsteinn. Landbúnaðarráðherra sagði einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að gera þyrfti breytingar á regluverkinu. Unnsteinn tekur undir það. „Ég held að það sé algjörlega þörf á því að skoða það og við höfum svo sem kallað eftir því að við værum með einver verkfæri til þess að takast á við sveiflur á þessum kindakjötsmarkaði og til þess að forða því að svona staða komi upp,“ segir Unnsteinn.
Landbúnaður Tengdar fréttir Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. 2. ágúst 2019 08:30 Svolítið hryggur yfir niðurstöðunni Tollur á innflutta lambahryggi verður ekki lækkaður eins og ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við landbúnaðarráðherra í síðustu viku í því skyni að bregðast við skorti á markaði. Ráðherra segir að afurðarstöðvar hafi farið fram úr sér með útflutningi á liðnum vetri og vill einfalda regluverkið. 1. ágúst 2019 22:38 Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Skilur vel að fólk bíði óþreyjufullt eftir fréttum Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Sjá meira
Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. 2. ágúst 2019 08:30
Svolítið hryggur yfir niðurstöðunni Tollur á innflutta lambahryggi verður ekki lækkaður eins og ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við landbúnaðarráðherra í síðustu viku í því skyni að bregðast við skorti á markaði. Ráðherra segir að afurðarstöðvar hafi farið fram úr sér með útflutningi á liðnum vetri og vill einfalda regluverkið. 1. ágúst 2019 22:38
Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30