Grasið er grænast í Dalnum Þórlindur Kjartansson skrifar 2. ágúst 2019 08:00 Síðasta sumar reyndi veðráttan svo mjög á þolrif margra Íslendinga að þeir gerðu snemmbúnar ráðstafanir í vetur til þess að tryggja sér sól í júlí. Þetta hefur leitt til þess að margt sama fólkið og rigndi niður á Íslandi í júlísúldinni 2018 hefur mátt þola linnulausar blíðviðrisfréttir frá heimahögunum nú í sumar. Myndir af berrössuðum börnum að hoppa í lækjum, léttklæddu fólki flatmagandi við sundlaugarbakka og brosandi fjallagörpum í brakandi sól á tindum fjalla og breiðum jökla hafa fyllt snjallsímaskjái þeirra Íslendinga sem yfirgáfu landið um hásumar til að húka á flugvöllum og stikna svo í sumarhitum Evrópu. Og nú er runnin upp helgin sem markar fyrir flestum endalok hásumarsins og hægfara innreið raunveruleikans. Það byrjar rólega, en brátt fer að þykja viðeigandi á vinnustöðum að pota kurteisislega í fólk og heimta upplýsingar um „stöðu mála“ sem sett voru til hliðar í júní. Tölvupósthólfin fara smám saman að fyllast af slíkum innheimtubréfum. Eftir að hafa náð að slaka á og njóta sumarsins; hvort sem er innanlands eða erlendis, þurfa flestir að setja sig á ný í stressuðu stellingarnar og byrja að venja sig við þá hugsun að sumarið sé að líða, alltof fljótt.Hefðirnar Mikil verðmæti eru fólgin í því að samfélag fylgi sameiginlegum takti. Jafnvel þótt það geti verið freistandi að slá stundum hlutum á frest þegar það hentar, þá eru oft yfirgnæfandi verðmæti fólgin í því að halda við hefðum og góðum venjum. Dæmi um það er þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum. Hún var haldin fyrst árið 1874, en þá voru sambærilegar hátíðir, þjóðmenningarhátíðir, haldnar víða um land til þess að fagna þúsund árum Íslandsbyggðar, afhendingu nýrrar stjórnarskrár og heimsókn Kristjáns níunda Danakonungs. Hún mun vera röng sú útbreidda saga að Eyjamenn hafi haldið hátíðina í Herjólfsdal þar sem veður hafi hamlað þeim ferð upp á land. Það stóð alltaf til að halda hátíðina í Herjólfsdal og við það var staðið þann 2. ágúst, fyrir nákvæmlega 145 árum. Vestmannaeyingar kunnu svo vel að meta þessi hátíðarhöld að sterk hefð þróaðist fyrir hátíð í Dalnum um þetta leyti árs, og hefur hún haldist óslitið frá 1915, en þjóðhátíð féll niður vegna heimsstyrjaldar árið 1914. Þessi tími árs hentaði vel til hátíðarhalda, eins konar uppskeru eftir úteyjaveiði og sumarvertíð. Reyndar voru Eyjamenn ekki þeir einu sem gerðu atlögu að því að viðhalda hátíðarhöldum eftir 1874 en alls staðar annars staðar en í Vestmannaeyjum aflagðist siðurinn þó fljótlega, löngu áður en hann náði að festa rætur sem siður eða hefð.Að halda kúrs Mjög vandasamt er að viðhalda góðum hefðum þannig að þær hvorki staðni vegna íhaldssemi eða afmyndist vegna tækifærismennsku. Allar stofnanir sem lifað hafa í margar kynslóðir þekkja hversu vandrataður þessi vegur er; eins og sést á kaþólsku kirkjunni sem baðst árið 2008 afsökunar á því að hafa dæmt Galileó í fangelsi fyrir að halda því fram að jörðin snérist um sólina á sautjándu öld. En þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum hefur ratað þennan stíg vel. Eftirvænting fólks á öllum aldri er raunveruleg og sönn. Gestir sem telja sig vera að koma á útihátíð uppgötva að bak við töfra þjóðhátíðarinnar eru djúpstæðar rætur. Þeir sem telja sig vera að mæta á forneskjulega hátíð uppgötva að helsta einkenni hefðarinnar er einmitt að vera ætíð vettvangur fyrir það nýjasta, ferskasta og besta. Rætur þjóðhátíðar eru nægilega sterkar til þess að þola rækilegan hristing. Þjóðhátíð hefur verið haldin í ýmiss konar veðri og vindum í gegnum söguna og hefur mismikill bragur verið á hátíðarhöldunum. Á síðustu áratugum hefur þjóðhátíðin orðið að hálfgerðri sameign allrar þjóðarinnar því fjölmargir Íslendingar, sem lítil tengsl hafa við Eyjar, eignast smám saman hluti í hefðunum með því að mæta ár eftir ár og gerast Eyjamenn í nokkra daga á hverju ári. Þeir vita að það verður aldrei hætt við að halda þjóðhátíð, hvað sem á bjátar og hvernig sem viðrar.Græna grasið Fróðlegt verður að sjá hvernig miðapantanir í flug til útlanda í júlí 2020 þróast nú þegar veturinn nálgast. Það er hættuspil fyrir sóldýrkendur að stóla á íslenska veðráttu í júlí, þótt þetta ár hafi reynst bjart. Sumarið 2018 lagði fyrir okkur gildru sem leiddi til þess að margir misstu af mörgum dýrðardögum í heimahögum. Og væri þá ekki dæmigert að veðrátta næsta sumars verði hörmung og óheppni þeirra tvöfaldist, sem misstu af yfirstandandi sumri? Það er auðvitað mikilvægt að geta brugðist við aðstæðum og festast ekki um of í hjólförum síns eigin vana eða ákvarðana þegar forsendur breytast. Margir Eyjamenn hafa lent í því að vera staðráðnir í því að vera fjarverandi á þjóðhátíð, en hitt svo sjálfa sig fyrir í Herjólfsdal áður en helgin er liðin. En það er önnur hlið á þeim peningi, nefnilega sú að það getur orðið býsna lýjandi að vera stöðugt á útkikki eftir einhverju betra en því sem maður hefur. Stundum borgar sig nefnilega alls ekki að vaða yfir lækinn, jafnvel þótt grasið sé sannarlega grænna hinum megin þá stundina. Það er aldrei að vita nema staðan verði orðin breytt þegar maður loksins kemst upp á hinn bakkann. Og stundum þarf maður að þola rigninguna brosandi í þeirri vissu að best sé að standa sem fastast í lappirnar þegar það freistar hvað mesta að hopa og hörfa. Sólin brýst ætíð fram að nýju—en hún skín ekki á þá sem gefist hafa upp á biðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Síðasta sumar reyndi veðráttan svo mjög á þolrif margra Íslendinga að þeir gerðu snemmbúnar ráðstafanir í vetur til þess að tryggja sér sól í júlí. Þetta hefur leitt til þess að margt sama fólkið og rigndi niður á Íslandi í júlísúldinni 2018 hefur mátt þola linnulausar blíðviðrisfréttir frá heimahögunum nú í sumar. Myndir af berrössuðum börnum að hoppa í lækjum, léttklæddu fólki flatmagandi við sundlaugarbakka og brosandi fjallagörpum í brakandi sól á tindum fjalla og breiðum jökla hafa fyllt snjallsímaskjái þeirra Íslendinga sem yfirgáfu landið um hásumar til að húka á flugvöllum og stikna svo í sumarhitum Evrópu. Og nú er runnin upp helgin sem markar fyrir flestum endalok hásumarsins og hægfara innreið raunveruleikans. Það byrjar rólega, en brátt fer að þykja viðeigandi á vinnustöðum að pota kurteisislega í fólk og heimta upplýsingar um „stöðu mála“ sem sett voru til hliðar í júní. Tölvupósthólfin fara smám saman að fyllast af slíkum innheimtubréfum. Eftir að hafa náð að slaka á og njóta sumarsins; hvort sem er innanlands eða erlendis, þurfa flestir að setja sig á ný í stressuðu stellingarnar og byrja að venja sig við þá hugsun að sumarið sé að líða, alltof fljótt.Hefðirnar Mikil verðmæti eru fólgin í því að samfélag fylgi sameiginlegum takti. Jafnvel þótt það geti verið freistandi að slá stundum hlutum á frest þegar það hentar, þá eru oft yfirgnæfandi verðmæti fólgin í því að halda við hefðum og góðum venjum. Dæmi um það er þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum. Hún var haldin fyrst árið 1874, en þá voru sambærilegar hátíðir, þjóðmenningarhátíðir, haldnar víða um land til þess að fagna þúsund árum Íslandsbyggðar, afhendingu nýrrar stjórnarskrár og heimsókn Kristjáns níunda Danakonungs. Hún mun vera röng sú útbreidda saga að Eyjamenn hafi haldið hátíðina í Herjólfsdal þar sem veður hafi hamlað þeim ferð upp á land. Það stóð alltaf til að halda hátíðina í Herjólfsdal og við það var staðið þann 2. ágúst, fyrir nákvæmlega 145 árum. Vestmannaeyingar kunnu svo vel að meta þessi hátíðarhöld að sterk hefð þróaðist fyrir hátíð í Dalnum um þetta leyti árs, og hefur hún haldist óslitið frá 1915, en þjóðhátíð féll niður vegna heimsstyrjaldar árið 1914. Þessi tími árs hentaði vel til hátíðarhalda, eins konar uppskeru eftir úteyjaveiði og sumarvertíð. Reyndar voru Eyjamenn ekki þeir einu sem gerðu atlögu að því að viðhalda hátíðarhöldum eftir 1874 en alls staðar annars staðar en í Vestmannaeyjum aflagðist siðurinn þó fljótlega, löngu áður en hann náði að festa rætur sem siður eða hefð.Að halda kúrs Mjög vandasamt er að viðhalda góðum hefðum þannig að þær hvorki staðni vegna íhaldssemi eða afmyndist vegna tækifærismennsku. Allar stofnanir sem lifað hafa í margar kynslóðir þekkja hversu vandrataður þessi vegur er; eins og sést á kaþólsku kirkjunni sem baðst árið 2008 afsökunar á því að hafa dæmt Galileó í fangelsi fyrir að halda því fram að jörðin snérist um sólina á sautjándu öld. En þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum hefur ratað þennan stíg vel. Eftirvænting fólks á öllum aldri er raunveruleg og sönn. Gestir sem telja sig vera að koma á útihátíð uppgötva að bak við töfra þjóðhátíðarinnar eru djúpstæðar rætur. Þeir sem telja sig vera að mæta á forneskjulega hátíð uppgötva að helsta einkenni hefðarinnar er einmitt að vera ætíð vettvangur fyrir það nýjasta, ferskasta og besta. Rætur þjóðhátíðar eru nægilega sterkar til þess að þola rækilegan hristing. Þjóðhátíð hefur verið haldin í ýmiss konar veðri og vindum í gegnum söguna og hefur mismikill bragur verið á hátíðarhöldunum. Á síðustu áratugum hefur þjóðhátíðin orðið að hálfgerðri sameign allrar þjóðarinnar því fjölmargir Íslendingar, sem lítil tengsl hafa við Eyjar, eignast smám saman hluti í hefðunum með því að mæta ár eftir ár og gerast Eyjamenn í nokkra daga á hverju ári. Þeir vita að það verður aldrei hætt við að halda þjóðhátíð, hvað sem á bjátar og hvernig sem viðrar.Græna grasið Fróðlegt verður að sjá hvernig miðapantanir í flug til útlanda í júlí 2020 þróast nú þegar veturinn nálgast. Það er hættuspil fyrir sóldýrkendur að stóla á íslenska veðráttu í júlí, þótt þetta ár hafi reynst bjart. Sumarið 2018 lagði fyrir okkur gildru sem leiddi til þess að margir misstu af mörgum dýrðardögum í heimahögum. Og væri þá ekki dæmigert að veðrátta næsta sumars verði hörmung og óheppni þeirra tvöfaldist, sem misstu af yfirstandandi sumri? Það er auðvitað mikilvægt að geta brugðist við aðstæðum og festast ekki um of í hjólförum síns eigin vana eða ákvarðana þegar forsendur breytast. Margir Eyjamenn hafa lent í því að vera staðráðnir í því að vera fjarverandi á þjóðhátíð, en hitt svo sjálfa sig fyrir í Herjólfsdal áður en helgin er liðin. En það er önnur hlið á þeim peningi, nefnilega sú að það getur orðið býsna lýjandi að vera stöðugt á útkikki eftir einhverju betra en því sem maður hefur. Stundum borgar sig nefnilega alls ekki að vaða yfir lækinn, jafnvel þótt grasið sé sannarlega grænna hinum megin þá stundina. Það er aldrei að vita nema staðan verði orðin breytt þegar maður loksins kemst upp á hinn bakkann. Og stundum þarf maður að þola rigninguna brosandi í þeirri vissu að best sé að standa sem fastast í lappirnar þegar það freistar hvað mesta að hopa og hörfa. Sólin brýst ætíð fram að nýju—en hún skín ekki á þá sem gefist hafa upp á biðinni.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun