Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir og Birna María Másdóttir eru mættar á heimsleikana í Crossfit í höfuðborg Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum, Madison. Hefjast leikarnir í dag en þeim lýkur á sunnudag þar sem hraustasti karl og kona heims verða krýnd.
Á leikunum keppa Íslendingarnir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir, Oddrún Eik Gylfadóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Björgvin Karl Guðmundsson.
Þá keppir Brynjar Ari Magnússon í flokki 14 til 15 ára og þeir Stefán Helgi Einarsson og Sigurður Þrastarson keppa í flokki 35 til 39 ára karla. Hilmar Harðarson ætlar síðan að keppa í flokki 60 ára og eldri.
Þær Svanhildur og Birna starfa báðar hjá Útvarpi 101 en þær eru miklar áhugamennskjur um Crossfit og ætla að vera með dagleg innslög á Vísi á meðan leikunum stendur.
Hér fyrir neðan má sjá fyrsta innslagið:
Vísir og Stöð 2 Sport 3 verða með beina útsendingu frá heimsleikunum í ár og hér á Vísi munum við líka bjóða upp á beina textalýsingu frá keppninni. Heimsleikarnir hefjast í dag 1. ágúst en lýkur á sunnnudaginn kemur. Útsendingin frá þessum fyrsta degi hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma en textalýsingin byrjar aðeins fyrr.
Sport