Prófuðu Mars-geimbúning á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2019 08:55 MS-1 geimbúningurinn. Mynd/Daniel Leeb. Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars, auk þess sem að rannsakað var hvort Grímsvötn séu fýsilegur staður til að hýsa undirbúningsleiðangur fyrir Mars-ferðir.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Space Agency en þar segir að Daniel Leeb, framkvæmdastjóri ISA, hafi leitt alþjóðlegt teymi rannsakenda með fjölbreytta sérþekkingu og frá ólíkum bakgrunni. Hópurinn hafi farið á afskekktan stað í Grímsvötnum á Vatnajökli og dvalið í sex daga í skála með einu herbergi og kojum. Staðsetningin hafi orðið fyrir valinu vegna þess að þar megi finna áþekkar aðstæður og þær sem búast má við að finna megi á heimskautum plánetunnar Mars.Geimbúningurinn góði.Mynd/Daniel Leeb.Með í för var Michael Lye, hönnuður MS1 geimbúningsins sem prófaður var, en Lye er bandarískur iðnhönnuður sem unnið hefur með NASA auk þess sem hann er prófessor við Rhode Island School of Design. Aðalmarkmið leiðangursins var að prófa búninginn. Búningurinn var hannaður af Lye ásamt samstarfsaðilum við Rhode Island School of Design í samstarfi við NASA. Búningurinn er svokallaður þjálfunarbúningur sem ætlaður er að hjálpa geimförum og vísindamönnum sem vinna að því að koma mönnuðu geimfari til Mars. Er búningnum ætlað að vera eins líkur þeim geimbúningum sem fyrirséð er að notaðir verði við könnun á Mars. Búningurinn er um 20 kíló, um það bil jafn þungur og reiknað er með að geimbúningar sem notast eigi við á Mars muni vera.Vatnajökull varð fyrir valinu.Mynd/Daniel Leeb.„Ef menn ætla í alvöru að rannsaka möguleikana á langtímabúsetu manna á annað hvort tunglinu eða á mars eða annars staðar í geimnum þarf að byrja þá vegferð með því að gera vettvangsrannsóknir og prófanir á hliðstæðum jarðsvæðum eins og þeim sem hægt er að finna á Íslandi,” er haft eftir Leeb í tilkynningunni. Með í för var einnig Benjamin Pothier frá ESA, evrópsku Geimvísindastofnunni, Helga Kristín Torfadóttir, doktorsnemi í eldfjallafræði við Háskóla Íslands auk annarra sem aðstoðuði við leiðangurinn sem meðal annars kostaður var af United Airlines, Arctic Trucks og Iceland Pro Guides.Leiðangursmeðlimir.Mynd/Daniel Leeb. Geimurinn Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars, auk þess sem að rannsakað var hvort Grímsvötn séu fýsilegur staður til að hýsa undirbúningsleiðangur fyrir Mars-ferðir.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Space Agency en þar segir að Daniel Leeb, framkvæmdastjóri ISA, hafi leitt alþjóðlegt teymi rannsakenda með fjölbreytta sérþekkingu og frá ólíkum bakgrunni. Hópurinn hafi farið á afskekktan stað í Grímsvötnum á Vatnajökli og dvalið í sex daga í skála með einu herbergi og kojum. Staðsetningin hafi orðið fyrir valinu vegna þess að þar megi finna áþekkar aðstæður og þær sem búast má við að finna megi á heimskautum plánetunnar Mars.Geimbúningurinn góði.Mynd/Daniel Leeb.Með í för var Michael Lye, hönnuður MS1 geimbúningsins sem prófaður var, en Lye er bandarískur iðnhönnuður sem unnið hefur með NASA auk þess sem hann er prófessor við Rhode Island School of Design. Aðalmarkmið leiðangursins var að prófa búninginn. Búningurinn var hannaður af Lye ásamt samstarfsaðilum við Rhode Island School of Design í samstarfi við NASA. Búningurinn er svokallaður þjálfunarbúningur sem ætlaður er að hjálpa geimförum og vísindamönnum sem vinna að því að koma mönnuðu geimfari til Mars. Er búningnum ætlað að vera eins líkur þeim geimbúningum sem fyrirséð er að notaðir verði við könnun á Mars. Búningurinn er um 20 kíló, um það bil jafn þungur og reiknað er með að geimbúningar sem notast eigi við á Mars muni vera.Vatnajökull varð fyrir valinu.Mynd/Daniel Leeb.„Ef menn ætla í alvöru að rannsaka möguleikana á langtímabúsetu manna á annað hvort tunglinu eða á mars eða annars staðar í geimnum þarf að byrja þá vegferð með því að gera vettvangsrannsóknir og prófanir á hliðstæðum jarðsvæðum eins og þeim sem hægt er að finna á Íslandi,” er haft eftir Leeb í tilkynningunni. Með í för var einnig Benjamin Pothier frá ESA, evrópsku Geimvísindastofnunni, Helga Kristín Torfadóttir, doktorsnemi í eldfjallafræði við Háskóla Íslands auk annarra sem aðstoðuði við leiðangurinn sem meðal annars kostaður var af United Airlines, Arctic Trucks og Iceland Pro Guides.Leiðangursmeðlimir.Mynd/Daniel Leeb.
Geimurinn Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira