Úti á landi Guðmundur Steingrímsson skrifar 19. ágúst 2019 09:00 Fyrir einhverjum dögum rak ég augun í frétt um að nú stefndi í að 80% landsmanna byggju á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Samþjöppun íbúa á einu horni landsins er auðvitað þróun sem hefur átt sér stað yfir allnokkurt árabil, en þetta vakti mig til umhugsunar. Þessi tala. Áttatíu prósent. Hún er ný. Um langt skeið hef ég vanist því að segja við forvitna útlendinga að Ísland sé þannig ríki, að um 70% landsmanna búi í Reykjavík og nágrenni. Nú er semsagt búið að uppfæra. Talan er orðin áttatíu. Áttatíu er ansi nálægt níutíu. Og níutíu er næstum því hundrað. Kannski endar þetta með því, eins og maðurinn sagði, að hundrað og tuttugu prósent landsmanna búi í Reykjavík. Spurningin blasir við: Er landsbyggðin að deyja? Eru allir að yfirgefa svæðið? Bara gnauðandi vindur eftir? Hundgá í fjarska. Gamalt föðurland á snúru. Slitinn fáni við hún. Gráveðraður forn ruggustóll á fúnum palli við sprunginn glugga í húsi við fjörð. Svarthvítar myndir á vegg. Ryðguð róla úti í garði. Ég skal ekki segja. Þrátt fyrir sérstaka byggðastefnu, Byggðastofnun og alls konar úrræði og aðgerðir í gegnum tíðina tala tölurnar sínu máli. Fólk greinilega fer.Staðan greind Þetta þarf að greina með opnum huga. Naflaskoðunar er þörf. Sérstaklega þykir mér þessi þróun áhugaverð í ljósi þess að í samfélaginu hafa tvær mjög stórar byltingar átt sér stað sem ættu að hafa komið landsbyggðinni mjög til góða. Ferðaþjónusta og internetið. Hvort tveggja hefur falið í sér breytingar sem ættu að gera það að verkum að auðveldara væri að búa úti á landi. Hægt er að tengjast heiminum hvar sem er, og ferðaþjónustan er ekki síður — eiginlega meira — úti á landsbyggðinni. Hvers vegna hefur þetta tvennt ekki haft þau áhrif að fólk vilji búa úti á landi? Úti á landi er víða fagurt. Ró. Ódýrari fasteignir. Minna vesen. Hvað er þá málið? Til þess að greina svona stöðu er oft ágætt að skoða sjálfan sig. Ástæður þess að ég bý ekki úti á landi gætu farið langt með að svara spurningunni um það hvers vegna annað fólk vill það ekki heldur.Sess landsbyggðar Á Ísland hefur hefur í gegnum tíðina verið alltof mikill rígur milli landsbyggðar og höfuðborgar. Sífelldar fingrabendingar í báðar áttir einkenna orðræðuna. Ég hef aldrei fundið mig í þessu. Í mínum huga væri ömurlegt að búa í Reykjavík ef ekki væri landsbyggð, og á landsbyggðinni væri ömurlegt að búa ef ekki væri Reykjavík. Hvort þarfnast hins. Ég held að velflestir Íslendingar, þótt þeir kjósi að búa á höfuðborgarsvæðinu, sæki sér kraft og næringu til alls konar staða úti á landi. Fólk er utan af landi. Það á ættir að rekja þangað. Það á sér staði. Ég sæki mína andans ró til Borgarfjarðar. Upplifi mig líka svolítið sem Laugvetning. Konan mín er Hólmari. En við búum í Vesturbænum. Mér finnst þess vegna nokkuð augljóst að þó svo þróunin sé bara á einn veg, út frá búsetu fólks, að þá hefur landsbyggðin sterkan sess. Kannski er verkefnið, hins vegar, við að viðhalda byggð í landinu svona erfitt einmitt vegna þess hvaða sess landsbyggðin skipar. Hún er orðin að einhvers konar jógapalli. Hún er svæði til að hverfa til. En svo býr maður þar sem lífið er og vesenið.Ýmsir neikvæðir þættir Ástæða þess að maður býr ekki úti á landi er semsagt ekki sú að manni finnist ógeðslegt þar. Þvert á móti. Það er æðislegt þar. Að því sögðu held ég að það sé þó mikilvægt að skoða líka ýmsa neikvæða þætti sem hafa í gegnum tíðina einkennt búsetu á landsbyggðinni að einhverju marki, og spyrja hvort þeir séu líka rót vandans. Hér eru nokkar hugleiðingar: Getur verið að of mikil nálægð við annað fólk leiði til þess að fólki finnist það búa við þrúgandi hnýsni? Er alltaf einhver úti í glugga að fylgjast með þér? Er of erfitt að vera öðruvísi? Er hægt að vera sósíalisti í sjallabyggð? Er of lítið að gerast? Ekkert bíó. Ekkert leikhús. Ekkert sport. Eru of margir óvinir úti á landi? Er rígurinn óbærilegur? Það er óneitanlega merkilegt — og um þetta hyggst ég gera sjónvarpsþáttaröð einhvern tímann — að heimsækja heilu firðina á Íslandi og komast að því að bændurnir sem búa þar, kannski bara tveir, tala ekki saman út af rótgróinni heift. Þetta hefur örugglega einhver áhrif á fólk. Hver nennir leiðindum til lengdar? Sjálfsagt skiptir líka máli að skoða hvernig peningum til landsbyggðar er varið. Sextán milljarðar fara á ári í tiltekna afmarkaða matvælaframleiðslu. Væri kannski betra að verja þeim peningum til menningar og lista og til uppbyggingar á félagslegum innviðum? Nei, ég segi svona. Þetta skrifa ég í Grundarfirði, svo það sé sagt. Mjög fallegt þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir einhverjum dögum rak ég augun í frétt um að nú stefndi í að 80% landsmanna byggju á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Samþjöppun íbúa á einu horni landsins er auðvitað þróun sem hefur átt sér stað yfir allnokkurt árabil, en þetta vakti mig til umhugsunar. Þessi tala. Áttatíu prósent. Hún er ný. Um langt skeið hef ég vanist því að segja við forvitna útlendinga að Ísland sé þannig ríki, að um 70% landsmanna búi í Reykjavík og nágrenni. Nú er semsagt búið að uppfæra. Talan er orðin áttatíu. Áttatíu er ansi nálægt níutíu. Og níutíu er næstum því hundrað. Kannski endar þetta með því, eins og maðurinn sagði, að hundrað og tuttugu prósent landsmanna búi í Reykjavík. Spurningin blasir við: Er landsbyggðin að deyja? Eru allir að yfirgefa svæðið? Bara gnauðandi vindur eftir? Hundgá í fjarska. Gamalt föðurland á snúru. Slitinn fáni við hún. Gráveðraður forn ruggustóll á fúnum palli við sprunginn glugga í húsi við fjörð. Svarthvítar myndir á vegg. Ryðguð róla úti í garði. Ég skal ekki segja. Þrátt fyrir sérstaka byggðastefnu, Byggðastofnun og alls konar úrræði og aðgerðir í gegnum tíðina tala tölurnar sínu máli. Fólk greinilega fer.Staðan greind Þetta þarf að greina með opnum huga. Naflaskoðunar er þörf. Sérstaklega þykir mér þessi þróun áhugaverð í ljósi þess að í samfélaginu hafa tvær mjög stórar byltingar átt sér stað sem ættu að hafa komið landsbyggðinni mjög til góða. Ferðaþjónusta og internetið. Hvort tveggja hefur falið í sér breytingar sem ættu að gera það að verkum að auðveldara væri að búa úti á landi. Hægt er að tengjast heiminum hvar sem er, og ferðaþjónustan er ekki síður — eiginlega meira — úti á landsbyggðinni. Hvers vegna hefur þetta tvennt ekki haft þau áhrif að fólk vilji búa úti á landi? Úti á landi er víða fagurt. Ró. Ódýrari fasteignir. Minna vesen. Hvað er þá málið? Til þess að greina svona stöðu er oft ágætt að skoða sjálfan sig. Ástæður þess að ég bý ekki úti á landi gætu farið langt með að svara spurningunni um það hvers vegna annað fólk vill það ekki heldur.Sess landsbyggðar Á Ísland hefur hefur í gegnum tíðina verið alltof mikill rígur milli landsbyggðar og höfuðborgar. Sífelldar fingrabendingar í báðar áttir einkenna orðræðuna. Ég hef aldrei fundið mig í þessu. Í mínum huga væri ömurlegt að búa í Reykjavík ef ekki væri landsbyggð, og á landsbyggðinni væri ömurlegt að búa ef ekki væri Reykjavík. Hvort þarfnast hins. Ég held að velflestir Íslendingar, þótt þeir kjósi að búa á höfuðborgarsvæðinu, sæki sér kraft og næringu til alls konar staða úti á landi. Fólk er utan af landi. Það á ættir að rekja þangað. Það á sér staði. Ég sæki mína andans ró til Borgarfjarðar. Upplifi mig líka svolítið sem Laugvetning. Konan mín er Hólmari. En við búum í Vesturbænum. Mér finnst þess vegna nokkuð augljóst að þó svo þróunin sé bara á einn veg, út frá búsetu fólks, að þá hefur landsbyggðin sterkan sess. Kannski er verkefnið, hins vegar, við að viðhalda byggð í landinu svona erfitt einmitt vegna þess hvaða sess landsbyggðin skipar. Hún er orðin að einhvers konar jógapalli. Hún er svæði til að hverfa til. En svo býr maður þar sem lífið er og vesenið.Ýmsir neikvæðir þættir Ástæða þess að maður býr ekki úti á landi er semsagt ekki sú að manni finnist ógeðslegt þar. Þvert á móti. Það er æðislegt þar. Að því sögðu held ég að það sé þó mikilvægt að skoða líka ýmsa neikvæða þætti sem hafa í gegnum tíðina einkennt búsetu á landsbyggðinni að einhverju marki, og spyrja hvort þeir séu líka rót vandans. Hér eru nokkar hugleiðingar: Getur verið að of mikil nálægð við annað fólk leiði til þess að fólki finnist það búa við þrúgandi hnýsni? Er alltaf einhver úti í glugga að fylgjast með þér? Er of erfitt að vera öðruvísi? Er hægt að vera sósíalisti í sjallabyggð? Er of lítið að gerast? Ekkert bíó. Ekkert leikhús. Ekkert sport. Eru of margir óvinir úti á landi? Er rígurinn óbærilegur? Það er óneitanlega merkilegt — og um þetta hyggst ég gera sjónvarpsþáttaröð einhvern tímann — að heimsækja heilu firðina á Íslandi og komast að því að bændurnir sem búa þar, kannski bara tveir, tala ekki saman út af rótgróinni heift. Þetta hefur örugglega einhver áhrif á fólk. Hver nennir leiðindum til lengdar? Sjálfsagt skiptir líka máli að skoða hvernig peningum til landsbyggðar er varið. Sextán milljarðar fara á ári í tiltekna afmarkaða matvælaframleiðslu. Væri kannski betra að verja þeim peningum til menningar og lista og til uppbyggingar á félagslegum innviðum? Nei, ég segi svona. Þetta skrifa ég í Grundarfirði, svo það sé sagt. Mjög fallegt þar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun