Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. ágúst 2019 06:30 Andri Snær Magnason flutti ávarp á Oki í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Á sama tíma og ég finn fyrir svolítilli sorg í hjartanu þá finn ég líka fyrir von vegna þess að hér er samankominn mikill fjöldi fólks sem er staðráðið í því að vinna allt sem það getur til að snúa við þessari hamfarahlýnun sem er að eiga sér stað. Það er það sem vekur manni von í brjósti,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra á minningarathöfn um jökulinn Ok sem fram fór í gær. Fjöldi fólks kom saman í Kaldadal í gær við rætur fjallsins Ok. Þar héldu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, ræður þar sem þær lögðu út frá mikilvægi þess að frekari aðgerða sé þörf til að mæta loftslagsbreytingum sem hvarf Ok sé skýrt dæmi um. Rúmlega hundrað manns gengu svo upp á fjallið Ok þar sem minnismerki um jökulinn fyrrverandi var komið fyrir. Hópurinn gekk síðasta spölinn í táknrænni þögn. Oddur Sigurðsson jöklafræðingur las þar upp dánarvottorð jökulsins og Andri Snær Magnason rithöfundur flutti stutta tölu en hann skrifaði textann á minnismerkinu. Guðmundur Ingi segir það mjög táknrænt að minnismerkið hafi verið sett upp á Ok. „Hér er verið að senda þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun er að eiga sér stað.“ Hann segir að allar þjóðir heims þurfi að gera betur í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Það er ofboðslega margt að gerast í samfélaginu, meðal einstaklinga og fyrirtækja, og sem betur fer í stjórnmálunum líka við að reyna koma þessum málum í betri farveg.“ Stjórnvöld kynntu loftslagsáætlun sína fyrir tæpu ári en Guðmundur Ingi segir að þegar sé verið að endurskoða hana. „Við eigum endalaust að vera að skoða nýjar og hertar aðgerðir. Það er alveg greinilegt á vísindunum sem við horfum til að það þarf að gera miklu meira. Það er ekkert leyndarmál í heiminum þannig að allur þrýstingur á stjórnvöld, eins og loftslagsverkföll nemenda, eru að mínu mati mjög af hinu góða. Það hvetur okkur áfram.“ Dominic Boyer, prófessor í mannfræði við Rice-háskóla í Houston, var einn aðalskipuleggjenda viðburðarins í gær. Hann sagði það tilfinningaþrungna stund að þessu verkefni væri lokið. „En ég tel okkur hafa áorkað miklu meira með þessu verkefni en við hefðum getað búist við. Við héldum að við værum að gera eitthvað sem höfðaði til fárra en það er ótrúlegt að vita til þess að margar milljónir um allan heim vita nú af þessu.“ Hann segist binda vonir við orð Katrínar Jakobsdóttur um að Íslendingar ætli að vera í forystusveit þeirra landa í heiminum sem ætli að leiða aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Vonast hann til að spennandi fréttir berist af fundi norrænu forsætisráðherranna á næstu dögum. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Á sama tíma og ég finn fyrir svolítilli sorg í hjartanu þá finn ég líka fyrir von vegna þess að hér er samankominn mikill fjöldi fólks sem er staðráðið í því að vinna allt sem það getur til að snúa við þessari hamfarahlýnun sem er að eiga sér stað. Það er það sem vekur manni von í brjósti,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra á minningarathöfn um jökulinn Ok sem fram fór í gær. Fjöldi fólks kom saman í Kaldadal í gær við rætur fjallsins Ok. Þar héldu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, ræður þar sem þær lögðu út frá mikilvægi þess að frekari aðgerða sé þörf til að mæta loftslagsbreytingum sem hvarf Ok sé skýrt dæmi um. Rúmlega hundrað manns gengu svo upp á fjallið Ok þar sem minnismerki um jökulinn fyrrverandi var komið fyrir. Hópurinn gekk síðasta spölinn í táknrænni þögn. Oddur Sigurðsson jöklafræðingur las þar upp dánarvottorð jökulsins og Andri Snær Magnason rithöfundur flutti stutta tölu en hann skrifaði textann á minnismerkinu. Guðmundur Ingi segir það mjög táknrænt að minnismerkið hafi verið sett upp á Ok. „Hér er verið að senda þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun er að eiga sér stað.“ Hann segir að allar þjóðir heims þurfi að gera betur í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Það er ofboðslega margt að gerast í samfélaginu, meðal einstaklinga og fyrirtækja, og sem betur fer í stjórnmálunum líka við að reyna koma þessum málum í betri farveg.“ Stjórnvöld kynntu loftslagsáætlun sína fyrir tæpu ári en Guðmundur Ingi segir að þegar sé verið að endurskoða hana. „Við eigum endalaust að vera að skoða nýjar og hertar aðgerðir. Það er alveg greinilegt á vísindunum sem við horfum til að það þarf að gera miklu meira. Það er ekkert leyndarmál í heiminum þannig að allur þrýstingur á stjórnvöld, eins og loftslagsverkföll nemenda, eru að mínu mati mjög af hinu góða. Það hvetur okkur áfram.“ Dominic Boyer, prófessor í mannfræði við Rice-háskóla í Houston, var einn aðalskipuleggjenda viðburðarins í gær. Hann sagði það tilfinningaþrungna stund að þessu verkefni væri lokið. „En ég tel okkur hafa áorkað miklu meira með þessu verkefni en við hefðum getað búist við. Við héldum að við værum að gera eitthvað sem höfðaði til fárra en það er ótrúlegt að vita til þess að margar milljónir um allan heim vita nú af þessu.“ Hann segist binda vonir við orð Katrínar Jakobsdóttur um að Íslendingar ætli að vera í forystusveit þeirra landa í heiminum sem ætli að leiða aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Vonast hann til að spennandi fréttir berist af fundi norrænu forsætisráðherranna á næstu dögum.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32
Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11
„Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46
Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00