Sagt upp störfum eftir að hafa rétt ferðalangi miða sem á stóð: „Þú ljótur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2019 20:12 Konan rétti Strassner miðann eftir að hann fór í gegnum vopnaleitarhlið. Skjáskot Öryggisstarfsmanni á Greater Rochester-alþjóðaflugvellinum hefur verið sagt upp störfum eftir að hafa rétt farþega sem ferðaðist í gegn um flugvöllinn miða þar sem honum var tjáð að hann skoraði ekki hátt þegar kæmi að hefðbundnum fegurðarstöðlum, að mati starfsmannsins. „Þú ljótur“ (e. You ugly) stóð á miðanum sem starfsmaðurinn rétti Neal Strassner þegar hann fór í gegn um öryggisleit flugvallarins í lok júnímánaðar. Strassner segist nýlega hafa fengið upptöku úr öryggismyndavél flugvallarins þar sem starfsmaðurinn sést rétta honum miðann. „Ég hringdi í flugvöllinn og reyndi að fá upplýsingar. Þau sögðu mér að ég yrði að eiga málið við sýsluna. Ég hringdi þangað og þau sögðu að ég gæti nálgast upptökuna á grundvelli laga um upplýsingafrelsi,“ hefur fréttastofa NBC eftir Strassner.„Þú ljótur!!!“ Miðinn sem um ræðir.Neal StrassnerEftir að hafa fengið miðann í hendurnar gekk Strassner frá öryggisleitarhliðinu þegar starfsmaðurinn kallaði á eftir honum: „Ætlarðu að opna miðann?“ Strassner segist hafa orðið mjög ringlaður. Hann hafi horft undrandi á miðann og hugsað með sér hvað þetta væru skrýtnar aðstæður. Strassner segist í samtali við fjölmiðla vestanhafs ferðast vikulega í gegn um flugvöllinn sökum vinnu sinnar. Hann hafi haft samband við flugvöllinn samdægurs atvikinu til þess að skila inn formlegri kvörtun. Honum hafi þá verið ráðlagt að ræða við yfirmann öryggisleitarinnar í næstu ferð sinni í gegn um flugvöllinn. Hann hafi gert það, en sagðist hafa fengið það á tilfinninguna að honum hafi ekki verið trúað. Starfsmaðurinn sem um ræðir var ekki á mála hjá flugvellinum, heldur hjá öryggisverktakafyrirtæki sem fer með öryggismál á vellinum. Segir Strassner fyrirtækið hafa lofað því að hafa samband við hann ekki síðar en 13. ágúst vegna málsins. Hann heyrði hins vegar ekkert frá fyrirtækinu og brá þá á það ráð að hlaða myndbandi af atvikinu upp á spjallborðssíðuna Reddit síðastliðinn fimmtudag. Innan tveggja tíma eftir að myndbandið fór þar inn hafði fyrirtækið samband og hefur nú sagt starfsmanninum upp. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira
Öryggisstarfsmanni á Greater Rochester-alþjóðaflugvellinum hefur verið sagt upp störfum eftir að hafa rétt farþega sem ferðaðist í gegn um flugvöllinn miða þar sem honum var tjáð að hann skoraði ekki hátt þegar kæmi að hefðbundnum fegurðarstöðlum, að mati starfsmannsins. „Þú ljótur“ (e. You ugly) stóð á miðanum sem starfsmaðurinn rétti Neal Strassner þegar hann fór í gegn um öryggisleit flugvallarins í lok júnímánaðar. Strassner segist nýlega hafa fengið upptöku úr öryggismyndavél flugvallarins þar sem starfsmaðurinn sést rétta honum miðann. „Ég hringdi í flugvöllinn og reyndi að fá upplýsingar. Þau sögðu mér að ég yrði að eiga málið við sýsluna. Ég hringdi þangað og þau sögðu að ég gæti nálgast upptökuna á grundvelli laga um upplýsingafrelsi,“ hefur fréttastofa NBC eftir Strassner.„Þú ljótur!!!“ Miðinn sem um ræðir.Neal StrassnerEftir að hafa fengið miðann í hendurnar gekk Strassner frá öryggisleitarhliðinu þegar starfsmaðurinn kallaði á eftir honum: „Ætlarðu að opna miðann?“ Strassner segist hafa orðið mjög ringlaður. Hann hafi horft undrandi á miðann og hugsað með sér hvað þetta væru skrýtnar aðstæður. Strassner segist í samtali við fjölmiðla vestanhafs ferðast vikulega í gegn um flugvöllinn sökum vinnu sinnar. Hann hafi haft samband við flugvöllinn samdægurs atvikinu til þess að skila inn formlegri kvörtun. Honum hafi þá verið ráðlagt að ræða við yfirmann öryggisleitarinnar í næstu ferð sinni í gegn um flugvöllinn. Hann hafi gert það, en sagðist hafa fengið það á tilfinninguna að honum hafi ekki verið trúað. Starfsmaðurinn sem um ræðir var ekki á mála hjá flugvellinum, heldur hjá öryggisverktakafyrirtæki sem fer með öryggismál á vellinum. Segir Strassner fyrirtækið hafa lofað því að hafa samband við hann ekki síðar en 13. ágúst vegna málsins. Hann heyrði hins vegar ekkert frá fyrirtækinu og brá þá á það ráð að hlaða myndbandi af atvikinu upp á spjallborðssíðuna Reddit síðastliðinn fimmtudag. Innan tveggja tíma eftir að myndbandið fór þar inn hafði fyrirtækið samband og hefur nú sagt starfsmanninum upp.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira