Hætt að mjólka eftir að hafa mjólkað tvisvar á dag í áttatíu ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2019 19:15 Guðmunda Tyrfingsdóttir á bænum Lækjartúni í Ásahreppi er 87 ára kúabóndi. Hún hefur alltaf búið með kýr en nú er komið að kaflaskilum hjá henni því hún hefur selt kýrnar. Hún verður hins vegar áfram með kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. Guðmunda hefur farið í fjós tvisvar á dag síðustu áttatíu ár fer nú ekki í fjós lengur því hún hefur selt þær níu kýr sem hún átti. Hún ætlar þó að stunda búskap áfram með kálfa, kindur, hænur og hross. Guðmunda sér mikið eftir kúnum sínum. Guðmunda hefur alltaf verið bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Hún er 87 ára gömul. Guðmunda byrjaði að handmjólka kýrnar hjá foreldrum sínum sjö ára gömul, síðan var mjólkað í fötur og loks fékk Guðmunda sér rörmjaltakerfi. Systkinin voru tíu, átta þeirra eru á lífi. Í sínum búskap byggð Guðmunda íbúðarhús, fjós og hlöðu, hún hefur alltaf verið ein og gert allt meira og minna sjálf. Nú eru þáttaskil í lífi Guðmundu, hún hefur losað sig við kýrnar sem hún átti, enda fjósið hennar komið til ára sinna og hún sjálf farin að gefa eftir. Hún segir að það hafi verið erfitt að kveðja kýrnar. „Jú, því neita ég ekki, það var neyðarúrræði,“ segir hún. Þegar kýrnar voru sem flestir hjá Guðmundu voru þær átján og eitt árið var hennar bú það afurðahæsta á Íslandi. „Maður hefur haft sitt lifibrauð af þessu og yndi og ánægju. Kýr eru bráðgáfaðar ef það er talað við þær og þannig látið af þeim“, segir Guðmunda. En hvernig líst henni á stöðuna í íslenskum kúabúskap í dag? „Ég ætla að vona að það gangi vel en mér finnst skrýtin þessi óskaplega vélvæðing en það er ábyggilega léttara og svo eru margir sem vilja ekki vera bundnir af kúabúskapnum en ég held að það hljóti nú alltaf að vera bindandi.“ Guðmunda er duglega að fara út í fjós og heilsa upp á kálfana sína og spjalla við þá um leið og hún kemur tuggu til þeirra og sópar að þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðmunda segist ætla að halda áfram að búa eins lengi og hún geti með kálfa, hænur, kindur og nokkur hross. Hún er mjög trúuð og segist ekki hafa áhyggjur af dauðanum, hann komi þegar kallið kemur eins og allir vita. Þetta eru hennar heilræði. „Óttastu guð og haltu hans boðorð því það á hver maður að gera vitandi það að sérhvert verk kemur fyrir dóm og fáum við því laun samkvæmt því sem verk okkar eru. Þetta sýnist ósköp einfalt, það er bara kærleikurinn, sem þarf að ganga sigri hrósandi,“ segir Guðmunda. Ásahreppur Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Guðmunda Tyrfingsdóttir á bænum Lækjartúni í Ásahreppi er 87 ára kúabóndi. Hún hefur alltaf búið með kýr en nú er komið að kaflaskilum hjá henni því hún hefur selt kýrnar. Hún verður hins vegar áfram með kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. Guðmunda hefur farið í fjós tvisvar á dag síðustu áttatíu ár fer nú ekki í fjós lengur því hún hefur selt þær níu kýr sem hún átti. Hún ætlar þó að stunda búskap áfram með kálfa, kindur, hænur og hross. Guðmunda sér mikið eftir kúnum sínum. Guðmunda hefur alltaf verið bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Hún er 87 ára gömul. Guðmunda byrjaði að handmjólka kýrnar hjá foreldrum sínum sjö ára gömul, síðan var mjólkað í fötur og loks fékk Guðmunda sér rörmjaltakerfi. Systkinin voru tíu, átta þeirra eru á lífi. Í sínum búskap byggð Guðmunda íbúðarhús, fjós og hlöðu, hún hefur alltaf verið ein og gert allt meira og minna sjálf. Nú eru þáttaskil í lífi Guðmundu, hún hefur losað sig við kýrnar sem hún átti, enda fjósið hennar komið til ára sinna og hún sjálf farin að gefa eftir. Hún segir að það hafi verið erfitt að kveðja kýrnar. „Jú, því neita ég ekki, það var neyðarúrræði,“ segir hún. Þegar kýrnar voru sem flestir hjá Guðmundu voru þær átján og eitt árið var hennar bú það afurðahæsta á Íslandi. „Maður hefur haft sitt lifibrauð af þessu og yndi og ánægju. Kýr eru bráðgáfaðar ef það er talað við þær og þannig látið af þeim“, segir Guðmunda. En hvernig líst henni á stöðuna í íslenskum kúabúskap í dag? „Ég ætla að vona að það gangi vel en mér finnst skrýtin þessi óskaplega vélvæðing en það er ábyggilega léttara og svo eru margir sem vilja ekki vera bundnir af kúabúskapnum en ég held að það hljóti nú alltaf að vera bindandi.“ Guðmunda er duglega að fara út í fjós og heilsa upp á kálfana sína og spjalla við þá um leið og hún kemur tuggu til þeirra og sópar að þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðmunda segist ætla að halda áfram að búa eins lengi og hún geti með kálfa, hænur, kindur og nokkur hross. Hún er mjög trúuð og segist ekki hafa áhyggjur af dauðanum, hann komi þegar kallið kemur eins og allir vita. Þetta eru hennar heilræði. „Óttastu guð og haltu hans boðorð því það á hver maður að gera vitandi það að sérhvert verk kemur fyrir dóm og fáum við því laun samkvæmt því sem verk okkar eru. Þetta sýnist ósköp einfalt, það er bara kærleikurinn, sem þarf að ganga sigri hrósandi,“ segir Guðmunda.
Ásahreppur Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira