Hætt að mjólka eftir að hafa mjólkað tvisvar á dag í áttatíu ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2019 19:15 Guðmunda Tyrfingsdóttir á bænum Lækjartúni í Ásahreppi er 87 ára kúabóndi. Hún hefur alltaf búið með kýr en nú er komið að kaflaskilum hjá henni því hún hefur selt kýrnar. Hún verður hins vegar áfram með kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. Guðmunda hefur farið í fjós tvisvar á dag síðustu áttatíu ár fer nú ekki í fjós lengur því hún hefur selt þær níu kýr sem hún átti. Hún ætlar þó að stunda búskap áfram með kálfa, kindur, hænur og hross. Guðmunda sér mikið eftir kúnum sínum. Guðmunda hefur alltaf verið bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Hún er 87 ára gömul. Guðmunda byrjaði að handmjólka kýrnar hjá foreldrum sínum sjö ára gömul, síðan var mjólkað í fötur og loks fékk Guðmunda sér rörmjaltakerfi. Systkinin voru tíu, átta þeirra eru á lífi. Í sínum búskap byggð Guðmunda íbúðarhús, fjós og hlöðu, hún hefur alltaf verið ein og gert allt meira og minna sjálf. Nú eru þáttaskil í lífi Guðmundu, hún hefur losað sig við kýrnar sem hún átti, enda fjósið hennar komið til ára sinna og hún sjálf farin að gefa eftir. Hún segir að það hafi verið erfitt að kveðja kýrnar. „Jú, því neita ég ekki, það var neyðarúrræði,“ segir hún. Þegar kýrnar voru sem flestir hjá Guðmundu voru þær átján og eitt árið var hennar bú það afurðahæsta á Íslandi. „Maður hefur haft sitt lifibrauð af þessu og yndi og ánægju. Kýr eru bráðgáfaðar ef það er talað við þær og þannig látið af þeim“, segir Guðmunda. En hvernig líst henni á stöðuna í íslenskum kúabúskap í dag? „Ég ætla að vona að það gangi vel en mér finnst skrýtin þessi óskaplega vélvæðing en það er ábyggilega léttara og svo eru margir sem vilja ekki vera bundnir af kúabúskapnum en ég held að það hljóti nú alltaf að vera bindandi.“ Guðmunda er duglega að fara út í fjós og heilsa upp á kálfana sína og spjalla við þá um leið og hún kemur tuggu til þeirra og sópar að þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðmunda segist ætla að halda áfram að búa eins lengi og hún geti með kálfa, hænur, kindur og nokkur hross. Hún er mjög trúuð og segist ekki hafa áhyggjur af dauðanum, hann komi þegar kallið kemur eins og allir vita. Þetta eru hennar heilræði. „Óttastu guð og haltu hans boðorð því það á hver maður að gera vitandi það að sérhvert verk kemur fyrir dóm og fáum við því laun samkvæmt því sem verk okkar eru. Þetta sýnist ósköp einfalt, það er bara kærleikurinn, sem þarf að ganga sigri hrósandi,“ segir Guðmunda. Ásahreppur Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Guðmunda Tyrfingsdóttir á bænum Lækjartúni í Ásahreppi er 87 ára kúabóndi. Hún hefur alltaf búið með kýr en nú er komið að kaflaskilum hjá henni því hún hefur selt kýrnar. Hún verður hins vegar áfram með kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. Guðmunda hefur farið í fjós tvisvar á dag síðustu áttatíu ár fer nú ekki í fjós lengur því hún hefur selt þær níu kýr sem hún átti. Hún ætlar þó að stunda búskap áfram með kálfa, kindur, hænur og hross. Guðmunda sér mikið eftir kúnum sínum. Guðmunda hefur alltaf verið bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Hún er 87 ára gömul. Guðmunda byrjaði að handmjólka kýrnar hjá foreldrum sínum sjö ára gömul, síðan var mjólkað í fötur og loks fékk Guðmunda sér rörmjaltakerfi. Systkinin voru tíu, átta þeirra eru á lífi. Í sínum búskap byggð Guðmunda íbúðarhús, fjós og hlöðu, hún hefur alltaf verið ein og gert allt meira og minna sjálf. Nú eru þáttaskil í lífi Guðmundu, hún hefur losað sig við kýrnar sem hún átti, enda fjósið hennar komið til ára sinna og hún sjálf farin að gefa eftir. Hún segir að það hafi verið erfitt að kveðja kýrnar. „Jú, því neita ég ekki, það var neyðarúrræði,“ segir hún. Þegar kýrnar voru sem flestir hjá Guðmundu voru þær átján og eitt árið var hennar bú það afurðahæsta á Íslandi. „Maður hefur haft sitt lifibrauð af þessu og yndi og ánægju. Kýr eru bráðgáfaðar ef það er talað við þær og þannig látið af þeim“, segir Guðmunda. En hvernig líst henni á stöðuna í íslenskum kúabúskap í dag? „Ég ætla að vona að það gangi vel en mér finnst skrýtin þessi óskaplega vélvæðing en það er ábyggilega léttara og svo eru margir sem vilja ekki vera bundnir af kúabúskapnum en ég held að það hljóti nú alltaf að vera bindandi.“ Guðmunda er duglega að fara út í fjós og heilsa upp á kálfana sína og spjalla við þá um leið og hún kemur tuggu til þeirra og sópar að þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðmunda segist ætla að halda áfram að búa eins lengi og hún geti með kálfa, hænur, kindur og nokkur hross. Hún er mjög trúuð og segist ekki hafa áhyggjur af dauðanum, hann komi þegar kallið kemur eins og allir vita. Þetta eru hennar heilræði. „Óttastu guð og haltu hans boðorð því það á hver maður að gera vitandi það að sérhvert verk kemur fyrir dóm og fáum við því laun samkvæmt því sem verk okkar eru. Þetta sýnist ósköp einfalt, það er bara kærleikurinn, sem þarf að ganga sigri hrósandi,“ segir Guðmunda.
Ásahreppur Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira