Efast um samninga fyrir 15. september Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. ágúst 2019 08:59 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Kjaraviðræður opinberra starfsmanna eru nú að fara af stað aftur eftir sumarfrí. Formaður BHM hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir um að klára samninga fyrir 15. september. „Viðræður eru að skríða af stað eftir sumarfrí. Ég hef strax áhyggjur af því að það verði ekki hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir og ljúka kjarasamningum fyrir 15. september næstkomandi,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar opinberra starfsmanna hafa verið lausir í nokkra mánuði en hlé var gert á viðræðum fyrr í sumar og viðræðuáætlanir endurskoðaðar. Þar var gert ráð fyrir að samningum BHM-félaga við Reykjavíkurborg yrði lokið um miðjan september en samningum við ríki og önnur sveitarfélög um miðjan nóvember. Þórunn segir að sérstakur vinnuhópur vinni nú að því að skoða hvernig stytta megi vinnuviku vaktavinnustétta. Bæði BHM og BSRB hafa lagt mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar í viðræðunum. Þá segist Þórunn vona að starfshópur sem unnið hefur að því að finna leiðir til að létta endurgreiðslubyrði námslána skili tillögum í mánuðinum. BHM hafi um árabil barist fyrir því að stjórnvöld skoði þessi mál af alvöru, bæði vegna endurgreiðslubyrðinnar en líka vegna ábyrgðarmannakerfisins. „Ég geri mér vonir um að tillögur þessa hóps verði uppbyggilegt innlegg í gerð kjarasamninga,“ segir Þórunn. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fólk sé nú að tínast úr sumarfríum og viðræður fari aftur á fullt eftir helgi. Alls semur sambandið við 61 stéttarfélag starfsmanna sveitarfélaga og eru 43 kjarasamningar undir. Líkt og hjá BHM gera endurskoðaðar viðræðuáætlanir ráð fyrir að viðræðum ljúki ýmist um miðjan september eða nóvember. Inga Rún segir annasaman tíma fram undan. „Við förum bjartsýn inn í haustið en það er verk að vinna. Ég er sannfærð um að það munu allir leggja sig fram,“ segir Inga Rún. Deila Starfsgreinasambandsins (SGS) og Eflingar við sambandið er á borði ríkissáttasemjara og munu aðilar funda í næstu viku. SGS og Efling vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara þar sem Samband sveitarfélaga hefði ekki verið reiðubúið til viðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Í síðustu viku ákvað SGS að höfða mál fyrir Félagsdómi til að láta reyna á túlkun samningsákvæðis frá 2009 um skyldu sveitarfélaga til að ganga til kjarasamningsviðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Samkvæmt upplýsingum frá SGS er verið að leggja lokahönd á stefnuna og gert ráð fyrir að hún verði klár eftir helgi. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Sjá meira
Kjaraviðræður opinberra starfsmanna eru nú að fara af stað aftur eftir sumarfrí. Formaður BHM hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir um að klára samninga fyrir 15. september. „Viðræður eru að skríða af stað eftir sumarfrí. Ég hef strax áhyggjur af því að það verði ekki hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir og ljúka kjarasamningum fyrir 15. september næstkomandi,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar opinberra starfsmanna hafa verið lausir í nokkra mánuði en hlé var gert á viðræðum fyrr í sumar og viðræðuáætlanir endurskoðaðar. Þar var gert ráð fyrir að samningum BHM-félaga við Reykjavíkurborg yrði lokið um miðjan september en samningum við ríki og önnur sveitarfélög um miðjan nóvember. Þórunn segir að sérstakur vinnuhópur vinni nú að því að skoða hvernig stytta megi vinnuviku vaktavinnustétta. Bæði BHM og BSRB hafa lagt mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar í viðræðunum. Þá segist Þórunn vona að starfshópur sem unnið hefur að því að finna leiðir til að létta endurgreiðslubyrði námslána skili tillögum í mánuðinum. BHM hafi um árabil barist fyrir því að stjórnvöld skoði þessi mál af alvöru, bæði vegna endurgreiðslubyrðinnar en líka vegna ábyrgðarmannakerfisins. „Ég geri mér vonir um að tillögur þessa hóps verði uppbyggilegt innlegg í gerð kjarasamninga,“ segir Þórunn. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fólk sé nú að tínast úr sumarfríum og viðræður fari aftur á fullt eftir helgi. Alls semur sambandið við 61 stéttarfélag starfsmanna sveitarfélaga og eru 43 kjarasamningar undir. Líkt og hjá BHM gera endurskoðaðar viðræðuáætlanir ráð fyrir að viðræðum ljúki ýmist um miðjan september eða nóvember. Inga Rún segir annasaman tíma fram undan. „Við förum bjartsýn inn í haustið en það er verk að vinna. Ég er sannfærð um að það munu allir leggja sig fram,“ segir Inga Rún. Deila Starfsgreinasambandsins (SGS) og Eflingar við sambandið er á borði ríkissáttasemjara og munu aðilar funda í næstu viku. SGS og Efling vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara þar sem Samband sveitarfélaga hefði ekki verið reiðubúið til viðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Í síðustu viku ákvað SGS að höfða mál fyrir Félagsdómi til að láta reyna á túlkun samningsákvæðis frá 2009 um skyldu sveitarfélaga til að ganga til kjarasamningsviðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Samkvæmt upplýsingum frá SGS er verið að leggja lokahönd á stefnuna og gert ráð fyrir að hún verði klár eftir helgi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Sjá meira