Tyrkjaránsins hefnt? Óttar Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2019 08:00 Ég hef ferðast um hina landamæralausu Evrópu síðustu mánuði þar sem passaskoðun heyrir víðast sögunni til. Kom til Tyrklands á dögunum með leiguflugvél gegnum flugvöllinn í Ismir. Glaðlegur landamæravörður leit kæruleysislega á passann minn, brosti og sagði: „Iceland. Við ættum kannski að stoppa ykkur í nokkra klukkutíma.“ Síðan hló hann og bauð mig velkominn til Tyrklands. Mér varð hugsað til hinna nákvæmu og samviskusömu Isavia-manna sem létu grandskoða allan farangur og vegabréf landsliðs Tyrkja í vor. Ástæðan var sögð sú að þeir komu í leiguflugvél frá „óvottuðum“ flugvelli. Isavia-menn báru við alls konar reglugerðum og sögðust í fullum rétti að búa til milliríkjadeilu. Tyrkir hafa ekki gleymt þessu máli og hafa spurt mig hvort Ísland sé lögregluríki þar sem yfirvöld geti sigað embættismönnum á gestkomandi íþróttamenn. Ég hef sagt að þetta sé allt á misskilningi byggt. Alsírskir sjóræningjar komu til Íslands fyrir fjórum öldum. Landsmenn töldu að þeir hefðu verið Tyrkir og íslenskir embættismenn væru af þessum sökum alltaf á varðbergi. Málið þótti minna á gamla Austur-Þýskaland þar sem landamæralöggan var sérlega óþægileg og fór í manngreinarálit. Fyrir nokkrum mánuðum lánaði Isavia ónefndu flugfélagi rúmlega 2 milljarða sem töpuðust allir í gjaldþroti. Auk þess eiga þeir von á himinháum skaðabótum vegna einkennilegrar kyrrsetningar á flugvél. Forsvarsmenn hjá einkafyrirtæki, sem hefðu stefnt í voða vinsamlegum samskiptum og hagsmunum Íslands gagnvart bandalagsríki og auk þess tapað tæpum þremur milljörðum á vafasömum viðskiptum, hefðu sennilega lent í skammarkróknum. Ætli forsvarsmenn Isavia fái ekki riddarakross fyrir vel unnin embættisstörf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Ég hef ferðast um hina landamæralausu Evrópu síðustu mánuði þar sem passaskoðun heyrir víðast sögunni til. Kom til Tyrklands á dögunum með leiguflugvél gegnum flugvöllinn í Ismir. Glaðlegur landamæravörður leit kæruleysislega á passann minn, brosti og sagði: „Iceland. Við ættum kannski að stoppa ykkur í nokkra klukkutíma.“ Síðan hló hann og bauð mig velkominn til Tyrklands. Mér varð hugsað til hinna nákvæmu og samviskusömu Isavia-manna sem létu grandskoða allan farangur og vegabréf landsliðs Tyrkja í vor. Ástæðan var sögð sú að þeir komu í leiguflugvél frá „óvottuðum“ flugvelli. Isavia-menn báru við alls konar reglugerðum og sögðust í fullum rétti að búa til milliríkjadeilu. Tyrkir hafa ekki gleymt þessu máli og hafa spurt mig hvort Ísland sé lögregluríki þar sem yfirvöld geti sigað embættismönnum á gestkomandi íþróttamenn. Ég hef sagt að þetta sé allt á misskilningi byggt. Alsírskir sjóræningjar komu til Íslands fyrir fjórum öldum. Landsmenn töldu að þeir hefðu verið Tyrkir og íslenskir embættismenn væru af þessum sökum alltaf á varðbergi. Málið þótti minna á gamla Austur-Þýskaland þar sem landamæralöggan var sérlega óþægileg og fór í manngreinarálit. Fyrir nokkrum mánuðum lánaði Isavia ónefndu flugfélagi rúmlega 2 milljarða sem töpuðust allir í gjaldþroti. Auk þess eiga þeir von á himinháum skaðabótum vegna einkennilegrar kyrrsetningar á flugvél. Forsvarsmenn hjá einkafyrirtæki, sem hefðu stefnt í voða vinsamlegum samskiptum og hagsmunum Íslands gagnvart bandalagsríki og auk þess tapað tæpum þremur milljörðum á vafasömum viðskiptum, hefðu sennilega lent í skammarkróknum. Ætli forsvarsmenn Isavia fái ekki riddarakross fyrir vel unnin embættisstörf?
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun