Ákváðu að eignast barn eftir flog í frumskóginum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 11:00 María Rut (t.v.) og Ingileif (t.h.) hafa víða mætt mótspyrnu á leið í foreldrahlutverkið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Mikil eftirvænting var í loftinu þegar blaðamaður settist niður með hjónunum Maríu Rut Kristinsdóttur og Ingileif Friðriksdóttur því það styttist í fjölgun á heimili þeirra á Öldugrandanum. Eftirvæntingin var ekki síðri hjá syninum Þorgeiri sem hlakkaði mjög til að eignast lítinn bróður. „Settur dagur er 23. ágúst en það er óvíst að ég verði látin ganga fulla meðgöngu því ég er með flogaveiki,“ segir Ingileif. Heilbrigðisstarfsfólk hefur því fylgst grannt með meðgöngunni og í fjórgang hefur þurft að hækka lyfjaskammtinn. „Álagið á líkamann eykst þegar maður er með aðra manneskju innan í sér, sem betur fer hef ég ekki fengið stórt flog á meðgöngunni.“ Ingileif greindist á síðasta ári eftir að hún fékk stórt flog á heimili sínu um miðja nótt. Næsta flog varð mikill örlagavaldur í lífi hennar og Maríu því að eftir það ákváðu þær að eignast saman barn. „Það gerðist í brúðkaupsferðinni okkar í Mexíkó síðasta sumar, í rútu í miðjum frumskóginum,“ segir María. „Þegar Ingileif lá í kjöltunni á mér og var að vakna sagði ég: Hættum að bíða. En hún skildi ekki neitt.“ Ingileif jánkar því. „Ég vissi ekki einu sinni í hvaða landi við vorum eða hvaða mánuður var,“ segir hún og hlær. „Við höfðum velt þessu fyrir okkur í tvö ár en alltaf fundið ástæðu til að fresta, hvort sem það var vinna, nám eða annað. Ég var búin að vera meira á bremsunni en sá að þetta var rétti tíminn,“ segir María. Um leið og þær komu heim frá Mexíkó pöntuðu þær tíma hjá Livio.Eins og að kaupa föt á Asos Líkurnar á að tæknisæðing gangi upp eru um 10 prósent og þegar María og Ingileif hófu ferlið héldu þær að það tæki um tvö ár. Fyrsta skrefið, að velja sæðisgjafa, segja þær mjög aðgengilegt en að sama skapi frekar skrýtna upplifun. „Þarna er heimasíða og þetta er svolítið eins og að velja sér föt á Asos,“ segir María og brosir. „Við hvern gjafa er hægt að sjá barnamyndir, handskrifuð bréf, áhugamál, raddupptökur og öll heilsufarssagan fjóra ættliði aftur,“ segir Ingileif. „Við mikluðum þetta mjög fyrir okkur í upphafi, og fórum reyndar inn á vitlausa sæðisbankasíðu í byrjun, en svo urðum við rólegri og fundum loks sæðisgjafa sem okkur leist vel á.“ Rifu þær þá upp kreditkortið og pöntuðu fjóra skammta. Það sem réð úrslitum voru heilsufarsupplýsingarnar og að hann virtist góð manneskja sem væri að gefa af réttum ástæðum. „Við seldum okkur líka þá hugmynd að barnamyndirnar af honum litu út eins og samblanda af okkur tveimur,“ segir María. „Aðgangurinn er líka opinn, sem gæti skipt máli í framtíðinni ef barnið vill kynnast uppruna sínum.“ Sæðingin sjálf fór fram í nóvember og gekk í fyrstu tilraun. „Við eigum eftir að taka ákvörðun um hvað við gerum við hina þrjá skammtana,“ segir María og flissar. „Það er ekki hægt að skila þeim og það er bannað að selja þá. En það er sóun að nýta þá ekki. Geymslutíminn er tíu ár.“ Kostnaðurinn við tæknisæðinguna var um hálf milljón og tínist þar sitthvað til, sæðisgjaldið, tollur, virðisaukaskattur, geymslugjald og fleira. „Við vorum heppnar að þurfa ekki að fara í glasafrjóvgun, sem er mun dýrari,“ segir Ingileif. „Við eigum vinkonur sem voru komnar upp í tvær eða þrjár milljónir.“Sonur Maríu Rutar og Ingileifar kom í heiminn aðfararnótt fimmtudags.Öráreiti verður óþolandi Sem samkynhneigð hjón hafa María og Ingileif rekið sig á marga veggi í öllu tæknisæðingarferlinu. Þær segja að kerfið sjálft sé á öllum stigum byggt í kringum hið hefðbundna fjölskylduform þar sem bæði faðir og móðir eru til staðar. Nefna þær mörg dæmi því til stuðnings. Fyrsti veggurinn var hjá Livio þar sem félagsráðgjafi ítrekaði mikilvægi þess að drengurinn myndi alast upp við að sjá sterkar karlkyns fyrirmyndir. Í ómskoðun á Landspítalanum var hjónaband þeirra véfengt. Þá fær María ekki sjálfkrafa að vera skráð sem móðir barnsins í kerfinu og hjá Fæðingarorlofssjóði er hún titluð sem faðir. Í öllu kynningarefni, svo sem bókum og myndböndum, er gengið út frá því að móðir og faðir séu til staðar. Þær vita að fleiri veggir munu koma síðar. Svo sem vandkvæði með skráningu hjá Íslendingabók og að í mörgum leikskólum er aðeins hægt að skrá móður og föður. Í sumum leikskólum eru einnig svokallaðir pabbamorgnar haldnir á hverju ári í kringum feðradaginn. Það sé útilokandi fyrir fjölskyldur þar sem enginn faðir er til staðar. „Það angrar okkur að þurfa alltaf að vera að leiðrétta þetta og oft nennum við ekki að standa í því,“ segir Ingileif. „Þetta er öráreiti sem safnast upp og verður á endanum óþolandi,“ segir María. „Við erum stanslaust minntar á að ég eigi ekki heima í þessu skipulagi. Ég veit að þetta er ekki gert viljandi en þetta er útilokandi. Fjölskyldur eru alls konar og öllum á að líða eins og þeir séu hluti af samfélaginu. Það þarf ekki mikið til að breyta þessu.“Viðburðaríkt ár Síðastliðið ár eða svo hefur verið ákaflega viðburðaríkt í lífi Maríu og Ingileifar. Auk fjölgunarinnar í fjölskyldunni og greiningar Ingileifar hafa þær gift sig, flutt búferlum, keypt skutbíl og fengið sér hvolp. Ætla mætti að þær væru úrvinda á þessum tímapunkti en svo er alls ekki. „Eftir að ég greindist skiptum við um gír og lærðum að slaka á,“ segir Ingileif. „Ef við værum á sömu keyrslu og við vorum, í vinnu, námi, stjórnmálum og félagslífi, þá værum við búnar á því. Mikilvægasti lærdómurinn var að geta sagt nei. Við erum líka búnar að taka aðra hluti í gegn hjá okkur, eins og að sofa, borða og hreyfa okkur reglulega. Við hættum líka báðar að drekka.“ Þær segja að þrátt fyrir að birtingarmyndir flogaveikinnar hafi verið hræðilegar og María hafi óttast um líf Ingileifar, þá hafi sjúkdómurinn haft jákvæð áhrif að þessu leyti. „Við erum frekar úthvíldar en úrvinda,“ segir María. „Við erum orðnar auðmjúkar gagnvart lífinu og tæklum verkefnin þegar þau koma.“Engar frægar lesbíur María og Ingileif voru með háleitar hugmyndir um að Hinseginleikinn, fræðsluvettvangur þeirra, myndi vera með eigin pall í gleðigöngunni. En óvissan um komudag erfingjans setti strik í reikninginn og það gæti farið svo að þær verði á fæðingardeildinni á meðan gangan fer fram. „Ef við verðum ekki búnar að eiga þá mætum við að sjálfsögðu,“ segir María. María og Ingileif eru ungar og komu út úr skápnum eftir að til dæmis hjúskapur samkynhneigðra var leyfður. „Stærstu breytingarnar sem við höfum séð eru viðhorf yngri kynslóðarinnar,“ segir Ingileif. „Þau eru ljósárum á undan okkar kynslóð þegar við vorum á þessum aldri. Þau eru opin og með allar skilgreiningarnar á hreinu.“ Ingileif er ekki nema 26 ára gömul en þegar hún var unglingur ríktu allt önnur viðhorf. „Mér fannst þetta svo mikil skömm, fannst ég ekki hafa neitt pláss og ekki mega hugsa á þennan hátt.“ „Krakkar eru að leita að sjálfum sér til tvítugs og þurfa að hafa svigrúm til þess án kvíða, sjálfsefa og haturs,“ segir María sem er þrítug. „Ég faldi mig og fór alla leið inn í gagnkynhneigðina, átti kærasta og afneitaði öllum mínum tilfinningum. Ég var orðin 21 árs þegar ég þurfti að horfast í augu við sjálfa mig. Ég komst ekki lengur upp með feluleikinn því að það var allt að sjóða upp úr.“ Ástæðuna fyrir þessu breytta viðhorfi segja þær vera fyrirmyndirnar og að staðalmyndir um hinsegin fólk séu að falla. Sýnileikinn skipti þar sköpum og einn helsti hvatinn til að þær fóru af stað með Hinseginleikann. Sérstaklega hafi þær fundið á eigin skinni að þetta eigi við um lesbíur. „Það voru til frægir hommar þegar við vorum að alast upp og þeir eiga skilið mikið lof fyrir það,“ segir María. „Ég vissi ekki af neinni lesbíu þegar ég var yngri,“ segir Ingileif. „Það eina sem ég sá var þessi fjöldaframleidda staðalmynd, trukkalessan í bíómyndinni. Ég var alveg föst í boxinu og meira að segja eftir að ég kom út úr skápnum fannst mér erfitt að segja að ég væri lesbía, mér fannst orðið mengað.“Engin handbók um að koma úr skápnum Að koma út úr skápnum er stór stund í lífi hinsegin fólks. María segir að líf hennar hafi í raun byrjað þá. Það er aftur á móti ekki til nein handbók um hvernig skuli fara að því. Bæði María og Ingileif sögðu mæðrum sínum frá því og báðu þær um að koma skilaboðunum áfram til stórfjölskyldunnar. „Ég var svolítið smeyk og ég nennti ekki að kalla saman einhvern fjölskyldufund til þess að tilkynna þetta,“ segir María. „Sem betur fer á ég fjölskyldu sem samþykkti þetta. Það var stærri stund þegar ég fór í fyrsta skipti vestur á Flateyri með Ingileif.“ Ingileif kom út úr skápnum eftir að hafa kynnst Maríu árið 2013 en móður hennar var farið að gruna ýmislegt. „Eftir að ég ræddi þetta við hana var þetta útrætt, svo hringdi pabbi og sagði að það væri gott að þurfa ekki að fást við einhverja leiðinlega tengdasyni,“ segir hún og hlær. Ekki eru allir svo heppnir að eiga skilningsríkar fjölskyldur og en þeim hefur fjölgað með árunum og almennt er auðveldara að koma út úr skápnum í dag en áður. Sem ungar samkynhneigðar konur segjast María og Ingileif líta til þeirra sem upplifðu útskúfun, ofbeldi, eyðnifaraldurinn og fleira með mikilli auðmýkt og þakklæti. „Því miður held ég að sorglega stór hópur ungs hinsegin fólks þekki ekki þessa sögu,“ segir Ingileif. „Það er mikilvægt að halda henni á lofti því við værum ekki á þessum stað í dag ef þetta fólk hefði ekki rutt brautina.“ „Þetta er ekki langt síðan,“ bætir María við. „Aðeins nokkrir áratugir. Við sáum í vetur heimildarmyndina Svona fólk eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur þar sem þessi saga er rakin. Við töldum okkur vita margt en þessi mynd var eins og blaut tuska í andlitið. Við hágrétum þegar við heyrðum sögurnar af öllum þjáningunum sem þau upplifðu.“Láta reiðina ekki ráða för Talið berst nú að þeim sem streitast á móti og viðurkenna ekki rétt hinsegin fólks. María og Ingileif telja að það verði alltaf ákveðin prósenta af samfélaginu en takmarkið sé að hafa hana sem lægsta. Ingileif segir þetta mest vera fólk af eldri kynslóð sem trúi í blindni á staðalmyndir og bábiljur um hinsegin fólk frá fyrri tíð. Eitthvað sé um þetta hjá yngri kynslóðum líka. „Almennt séð særa ummæli í athugasemdakerfum okkur ekki. En svo lásum við athugasemdir sem snerust um hæfni okkar sem foreldra og það snerti viðkvæmar taugar,“ segir hún. „Það risti djúpt.“ María segir að athugasemdir af þessu tagi dragi síður en svo úr þeim heldur efli. „Fordómar eru afkvæmi vanþekkingar og hræðslu. Í stað þess að fordæma fólk reynum við að skilja hvaðan þessi ótti kemur og uppfræða fólk. Á Hinseginleikanum svörum við öllum spurningum, sama hversu fordómafullar þær eru. Við látum reiðina ekki ráða för.“Hættu við Rússlandsferð Þegar litið er yfir jarðkringluna er Ísland meðal þeirra ríkja þar sem réttindi og viðhorf til hinsegin fólks eru sem best. Víða er samkynhneigð bönnuð með lögum, jafnvel með dauðarefsingu. Þó að ástandið sé betra en fyrir hálfri öld, þá hefur sums staðar orðið bakslag, til dæmis í Austur-Evrópu. Þetta skiptir líka máli fyrir Íslendinga, sérstaklega þegar þeir huga að ferðalögum. „Þegar við hugum að ferðalögum skoðum við alltaf hvernig það er að vera opinberlega samkynhneigður í viðkomandi landi,“ segir María. „Við höfum hætt við ferðalög út af þessu. Ég er algjör fótboltabulla og missi ekki af leik. Við hættum við að fylgja landsliðinu á heimsmeistaramótið af því að það var í Rússlandi. Við vildum ekki þurfa að vera óöruggar eða í felum.“ Ingileif segir að þegar þær skipulögðu brúðkaupsferðina hafi þær leitað til ferðaþjónustufyrirtækis til að finna hinseginvæna ferð. „Við vorum búnar að skoða alls konar staði sem okkur fannst spennandi, til dæmis Maldíveyjar.“ Á Maldíveyjum er samkynhneigð bönnuð að viðlagðri átta ára fangelsisvist og dráp á samkynhneigðum látin óátalin af lögreglu. „Við elskum að ferðast en þetta er mjög hamlandi. Í brúðkaupsferðinni, okkar ástarfögnuði, vildum við ekki þurfa að þykjast vera systur eða eitthvað annað en við erum.“ Nýlega fóru María og Ingileif til Ungverjalands. Eftir að flokkur Viktors Orban komst til valda hefur réttindum og viðhorfum til hinsegin fólks hrakað þar í landi. „Við fundum glöggt fyrir þessu og vorum varar um okkur,“ segir María. „Þegar við lendum í spjalli við fólk erlendis þreifum við aðeins fyrir okkur og sýnum ekki spilin alveg strax, til þess að finna hvar hugarfar viðkomandi er,“ segir Ingileif. „Það er auðvitað leiðinlegt að þurfa að standa í svona leikjum.“ „Við sjáum afturför víða í Austur-Evrópu og í Bandaríkjunum að einhverju leyti líka. Það þarf aðeins einn brjálæðing til að snúa við þeim góða árangri sem hefur náðst,“ segir María. „Ég veit ekki hvort þetta gæti gerst á Íslandi, en þetta kennir okkur að við megum ekki sofna á verðinum.“ Klukkan 02.42 aðfaranótt 15. ágúst eignuðust María og Ingileif stálhraustan son. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Mikil eftirvænting var í loftinu þegar blaðamaður settist niður með hjónunum Maríu Rut Kristinsdóttur og Ingileif Friðriksdóttur því það styttist í fjölgun á heimili þeirra á Öldugrandanum. Eftirvæntingin var ekki síðri hjá syninum Þorgeiri sem hlakkaði mjög til að eignast lítinn bróður. „Settur dagur er 23. ágúst en það er óvíst að ég verði látin ganga fulla meðgöngu því ég er með flogaveiki,“ segir Ingileif. Heilbrigðisstarfsfólk hefur því fylgst grannt með meðgöngunni og í fjórgang hefur þurft að hækka lyfjaskammtinn. „Álagið á líkamann eykst þegar maður er með aðra manneskju innan í sér, sem betur fer hef ég ekki fengið stórt flog á meðgöngunni.“ Ingileif greindist á síðasta ári eftir að hún fékk stórt flog á heimili sínu um miðja nótt. Næsta flog varð mikill örlagavaldur í lífi hennar og Maríu því að eftir það ákváðu þær að eignast saman barn. „Það gerðist í brúðkaupsferðinni okkar í Mexíkó síðasta sumar, í rútu í miðjum frumskóginum,“ segir María. „Þegar Ingileif lá í kjöltunni á mér og var að vakna sagði ég: Hættum að bíða. En hún skildi ekki neitt.“ Ingileif jánkar því. „Ég vissi ekki einu sinni í hvaða landi við vorum eða hvaða mánuður var,“ segir hún og hlær. „Við höfðum velt þessu fyrir okkur í tvö ár en alltaf fundið ástæðu til að fresta, hvort sem það var vinna, nám eða annað. Ég var búin að vera meira á bremsunni en sá að þetta var rétti tíminn,“ segir María. Um leið og þær komu heim frá Mexíkó pöntuðu þær tíma hjá Livio.Eins og að kaupa föt á Asos Líkurnar á að tæknisæðing gangi upp eru um 10 prósent og þegar María og Ingileif hófu ferlið héldu þær að það tæki um tvö ár. Fyrsta skrefið, að velja sæðisgjafa, segja þær mjög aðgengilegt en að sama skapi frekar skrýtna upplifun. „Þarna er heimasíða og þetta er svolítið eins og að velja sér föt á Asos,“ segir María og brosir. „Við hvern gjafa er hægt að sjá barnamyndir, handskrifuð bréf, áhugamál, raddupptökur og öll heilsufarssagan fjóra ættliði aftur,“ segir Ingileif. „Við mikluðum þetta mjög fyrir okkur í upphafi, og fórum reyndar inn á vitlausa sæðisbankasíðu í byrjun, en svo urðum við rólegri og fundum loks sæðisgjafa sem okkur leist vel á.“ Rifu þær þá upp kreditkortið og pöntuðu fjóra skammta. Það sem réð úrslitum voru heilsufarsupplýsingarnar og að hann virtist góð manneskja sem væri að gefa af réttum ástæðum. „Við seldum okkur líka þá hugmynd að barnamyndirnar af honum litu út eins og samblanda af okkur tveimur,“ segir María. „Aðgangurinn er líka opinn, sem gæti skipt máli í framtíðinni ef barnið vill kynnast uppruna sínum.“ Sæðingin sjálf fór fram í nóvember og gekk í fyrstu tilraun. „Við eigum eftir að taka ákvörðun um hvað við gerum við hina þrjá skammtana,“ segir María og flissar. „Það er ekki hægt að skila þeim og það er bannað að selja þá. En það er sóun að nýta þá ekki. Geymslutíminn er tíu ár.“ Kostnaðurinn við tæknisæðinguna var um hálf milljón og tínist þar sitthvað til, sæðisgjaldið, tollur, virðisaukaskattur, geymslugjald og fleira. „Við vorum heppnar að þurfa ekki að fara í glasafrjóvgun, sem er mun dýrari,“ segir Ingileif. „Við eigum vinkonur sem voru komnar upp í tvær eða þrjár milljónir.“Sonur Maríu Rutar og Ingileifar kom í heiminn aðfararnótt fimmtudags.Öráreiti verður óþolandi Sem samkynhneigð hjón hafa María og Ingileif rekið sig á marga veggi í öllu tæknisæðingarferlinu. Þær segja að kerfið sjálft sé á öllum stigum byggt í kringum hið hefðbundna fjölskylduform þar sem bæði faðir og móðir eru til staðar. Nefna þær mörg dæmi því til stuðnings. Fyrsti veggurinn var hjá Livio þar sem félagsráðgjafi ítrekaði mikilvægi þess að drengurinn myndi alast upp við að sjá sterkar karlkyns fyrirmyndir. Í ómskoðun á Landspítalanum var hjónaband þeirra véfengt. Þá fær María ekki sjálfkrafa að vera skráð sem móðir barnsins í kerfinu og hjá Fæðingarorlofssjóði er hún titluð sem faðir. Í öllu kynningarefni, svo sem bókum og myndböndum, er gengið út frá því að móðir og faðir séu til staðar. Þær vita að fleiri veggir munu koma síðar. Svo sem vandkvæði með skráningu hjá Íslendingabók og að í mörgum leikskólum er aðeins hægt að skrá móður og föður. Í sumum leikskólum eru einnig svokallaðir pabbamorgnar haldnir á hverju ári í kringum feðradaginn. Það sé útilokandi fyrir fjölskyldur þar sem enginn faðir er til staðar. „Það angrar okkur að þurfa alltaf að vera að leiðrétta þetta og oft nennum við ekki að standa í því,“ segir Ingileif. „Þetta er öráreiti sem safnast upp og verður á endanum óþolandi,“ segir María. „Við erum stanslaust minntar á að ég eigi ekki heima í þessu skipulagi. Ég veit að þetta er ekki gert viljandi en þetta er útilokandi. Fjölskyldur eru alls konar og öllum á að líða eins og þeir séu hluti af samfélaginu. Það þarf ekki mikið til að breyta þessu.“Viðburðaríkt ár Síðastliðið ár eða svo hefur verið ákaflega viðburðaríkt í lífi Maríu og Ingileifar. Auk fjölgunarinnar í fjölskyldunni og greiningar Ingileifar hafa þær gift sig, flutt búferlum, keypt skutbíl og fengið sér hvolp. Ætla mætti að þær væru úrvinda á þessum tímapunkti en svo er alls ekki. „Eftir að ég greindist skiptum við um gír og lærðum að slaka á,“ segir Ingileif. „Ef við værum á sömu keyrslu og við vorum, í vinnu, námi, stjórnmálum og félagslífi, þá værum við búnar á því. Mikilvægasti lærdómurinn var að geta sagt nei. Við erum líka búnar að taka aðra hluti í gegn hjá okkur, eins og að sofa, borða og hreyfa okkur reglulega. Við hættum líka báðar að drekka.“ Þær segja að þrátt fyrir að birtingarmyndir flogaveikinnar hafi verið hræðilegar og María hafi óttast um líf Ingileifar, þá hafi sjúkdómurinn haft jákvæð áhrif að þessu leyti. „Við erum frekar úthvíldar en úrvinda,“ segir María. „Við erum orðnar auðmjúkar gagnvart lífinu og tæklum verkefnin þegar þau koma.“Engar frægar lesbíur María og Ingileif voru með háleitar hugmyndir um að Hinseginleikinn, fræðsluvettvangur þeirra, myndi vera með eigin pall í gleðigöngunni. En óvissan um komudag erfingjans setti strik í reikninginn og það gæti farið svo að þær verði á fæðingardeildinni á meðan gangan fer fram. „Ef við verðum ekki búnar að eiga þá mætum við að sjálfsögðu,“ segir María. María og Ingileif eru ungar og komu út úr skápnum eftir að til dæmis hjúskapur samkynhneigðra var leyfður. „Stærstu breytingarnar sem við höfum séð eru viðhorf yngri kynslóðarinnar,“ segir Ingileif. „Þau eru ljósárum á undan okkar kynslóð þegar við vorum á þessum aldri. Þau eru opin og með allar skilgreiningarnar á hreinu.“ Ingileif er ekki nema 26 ára gömul en þegar hún var unglingur ríktu allt önnur viðhorf. „Mér fannst þetta svo mikil skömm, fannst ég ekki hafa neitt pláss og ekki mega hugsa á þennan hátt.“ „Krakkar eru að leita að sjálfum sér til tvítugs og þurfa að hafa svigrúm til þess án kvíða, sjálfsefa og haturs,“ segir María sem er þrítug. „Ég faldi mig og fór alla leið inn í gagnkynhneigðina, átti kærasta og afneitaði öllum mínum tilfinningum. Ég var orðin 21 árs þegar ég þurfti að horfast í augu við sjálfa mig. Ég komst ekki lengur upp með feluleikinn því að það var allt að sjóða upp úr.“ Ástæðuna fyrir þessu breytta viðhorfi segja þær vera fyrirmyndirnar og að staðalmyndir um hinsegin fólk séu að falla. Sýnileikinn skipti þar sköpum og einn helsti hvatinn til að þær fóru af stað með Hinseginleikann. Sérstaklega hafi þær fundið á eigin skinni að þetta eigi við um lesbíur. „Það voru til frægir hommar þegar við vorum að alast upp og þeir eiga skilið mikið lof fyrir það,“ segir María. „Ég vissi ekki af neinni lesbíu þegar ég var yngri,“ segir Ingileif. „Það eina sem ég sá var þessi fjöldaframleidda staðalmynd, trukkalessan í bíómyndinni. Ég var alveg föst í boxinu og meira að segja eftir að ég kom út úr skápnum fannst mér erfitt að segja að ég væri lesbía, mér fannst orðið mengað.“Engin handbók um að koma úr skápnum Að koma út úr skápnum er stór stund í lífi hinsegin fólks. María segir að líf hennar hafi í raun byrjað þá. Það er aftur á móti ekki til nein handbók um hvernig skuli fara að því. Bæði María og Ingileif sögðu mæðrum sínum frá því og báðu þær um að koma skilaboðunum áfram til stórfjölskyldunnar. „Ég var svolítið smeyk og ég nennti ekki að kalla saman einhvern fjölskyldufund til þess að tilkynna þetta,“ segir María. „Sem betur fer á ég fjölskyldu sem samþykkti þetta. Það var stærri stund þegar ég fór í fyrsta skipti vestur á Flateyri með Ingileif.“ Ingileif kom út úr skápnum eftir að hafa kynnst Maríu árið 2013 en móður hennar var farið að gruna ýmislegt. „Eftir að ég ræddi þetta við hana var þetta útrætt, svo hringdi pabbi og sagði að það væri gott að þurfa ekki að fást við einhverja leiðinlega tengdasyni,“ segir hún og hlær. Ekki eru allir svo heppnir að eiga skilningsríkar fjölskyldur og en þeim hefur fjölgað með árunum og almennt er auðveldara að koma út úr skápnum í dag en áður. Sem ungar samkynhneigðar konur segjast María og Ingileif líta til þeirra sem upplifðu útskúfun, ofbeldi, eyðnifaraldurinn og fleira með mikilli auðmýkt og þakklæti. „Því miður held ég að sorglega stór hópur ungs hinsegin fólks þekki ekki þessa sögu,“ segir Ingileif. „Það er mikilvægt að halda henni á lofti því við værum ekki á þessum stað í dag ef þetta fólk hefði ekki rutt brautina.“ „Þetta er ekki langt síðan,“ bætir María við. „Aðeins nokkrir áratugir. Við sáum í vetur heimildarmyndina Svona fólk eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur þar sem þessi saga er rakin. Við töldum okkur vita margt en þessi mynd var eins og blaut tuska í andlitið. Við hágrétum þegar við heyrðum sögurnar af öllum þjáningunum sem þau upplifðu.“Láta reiðina ekki ráða för Talið berst nú að þeim sem streitast á móti og viðurkenna ekki rétt hinsegin fólks. María og Ingileif telja að það verði alltaf ákveðin prósenta af samfélaginu en takmarkið sé að hafa hana sem lægsta. Ingileif segir þetta mest vera fólk af eldri kynslóð sem trúi í blindni á staðalmyndir og bábiljur um hinsegin fólk frá fyrri tíð. Eitthvað sé um þetta hjá yngri kynslóðum líka. „Almennt séð særa ummæli í athugasemdakerfum okkur ekki. En svo lásum við athugasemdir sem snerust um hæfni okkar sem foreldra og það snerti viðkvæmar taugar,“ segir hún. „Það risti djúpt.“ María segir að athugasemdir af þessu tagi dragi síður en svo úr þeim heldur efli. „Fordómar eru afkvæmi vanþekkingar og hræðslu. Í stað þess að fordæma fólk reynum við að skilja hvaðan þessi ótti kemur og uppfræða fólk. Á Hinseginleikanum svörum við öllum spurningum, sama hversu fordómafullar þær eru. Við látum reiðina ekki ráða för.“Hættu við Rússlandsferð Þegar litið er yfir jarðkringluna er Ísland meðal þeirra ríkja þar sem réttindi og viðhorf til hinsegin fólks eru sem best. Víða er samkynhneigð bönnuð með lögum, jafnvel með dauðarefsingu. Þó að ástandið sé betra en fyrir hálfri öld, þá hefur sums staðar orðið bakslag, til dæmis í Austur-Evrópu. Þetta skiptir líka máli fyrir Íslendinga, sérstaklega þegar þeir huga að ferðalögum. „Þegar við hugum að ferðalögum skoðum við alltaf hvernig það er að vera opinberlega samkynhneigður í viðkomandi landi,“ segir María. „Við höfum hætt við ferðalög út af þessu. Ég er algjör fótboltabulla og missi ekki af leik. Við hættum við að fylgja landsliðinu á heimsmeistaramótið af því að það var í Rússlandi. Við vildum ekki þurfa að vera óöruggar eða í felum.“ Ingileif segir að þegar þær skipulögðu brúðkaupsferðina hafi þær leitað til ferðaþjónustufyrirtækis til að finna hinseginvæna ferð. „Við vorum búnar að skoða alls konar staði sem okkur fannst spennandi, til dæmis Maldíveyjar.“ Á Maldíveyjum er samkynhneigð bönnuð að viðlagðri átta ára fangelsisvist og dráp á samkynhneigðum látin óátalin af lögreglu. „Við elskum að ferðast en þetta er mjög hamlandi. Í brúðkaupsferðinni, okkar ástarfögnuði, vildum við ekki þurfa að þykjast vera systur eða eitthvað annað en við erum.“ Nýlega fóru María og Ingileif til Ungverjalands. Eftir að flokkur Viktors Orban komst til valda hefur réttindum og viðhorfum til hinsegin fólks hrakað þar í landi. „Við fundum glöggt fyrir þessu og vorum varar um okkur,“ segir María. „Þegar við lendum í spjalli við fólk erlendis þreifum við aðeins fyrir okkur og sýnum ekki spilin alveg strax, til þess að finna hvar hugarfar viðkomandi er,“ segir Ingileif. „Það er auðvitað leiðinlegt að þurfa að standa í svona leikjum.“ „Við sjáum afturför víða í Austur-Evrópu og í Bandaríkjunum að einhverju leyti líka. Það þarf aðeins einn brjálæðing til að snúa við þeim góða árangri sem hefur náðst,“ segir María. „Ég veit ekki hvort þetta gæti gerst á Íslandi, en þetta kennir okkur að við megum ekki sofna á verðinum.“ Klukkan 02.42 aðfaranótt 15. ágúst eignuðust María og Ingileif stálhraustan son.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira