Slétt sama um lykilorðin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. ágúst 2019 07:30 Dæmi um öruggt lykilorð. Nema bara alls ekki. Getty Um fjórðungur þeirra 670.000 sem náðu í Password Checkup, vafraviðbót Google sem lætur notandann vita ef lykilorði hans hefur verið stolið í tölvuárás, skiptu ekki um lykilorð eftir að hafa fengið viðvörun. Þetta kemur fram í skýrslu sem Google birti í gær þar sem tölfræði um hegðun notenda Password Checkup var skoðuð. Það skref að ná sér í Password Checkup er jákvætt, allavega með tilliti til öryggis í netheimum. Það er hins vegar stórundarlegt, og raunar vítavert gáleysi, að sleppa því að skipta um lykilorð þegar maður fær sérstaklega viðvörun um að lykilorðinu hafi verið stolið. Samkvæmt Google var ekki einvörðungu um lykilorð að ómerkilegum síðum að ræða. Notendur vanræktu að skipta um lykilorð inn á tölvupósta og jafnvel síður sem leyfa manni að vista kreditkortaupplýsingar. Og jafnvel þótt aðgangarnir sem slíkir skipti ekki máli er allt of algengt að fólk noti sama lykilorðið á fleiri en einum stað. Jafnvel fyrir alla sína aðganga. Prósentin 25 voru hins vegar ekki eina talan í skýrslunni sem kalla má sláandi. Notendur Password Checkup voru 2,5 sinnum líklegri til þess að endurnýta gamla, stolna lykilorðið þegar þeir bjuggu til nýja aðganga heldur en að velja nýtt lykilorð. Þá ber að nefna að þótt annar fjórðungur hafi valið sér nýtt og jafnsterkt eða sterkara lykilorð valdi um helmingur notenda sér veikara lykilorð en þeir höfðu áður verið með. Nú til dags, þegar flestir reiða sig á veraldarvefinn fyrir flest, er mikilvægt að huga að stafrænu öryggi. Lykilorðum notenda að vinsælum síðum á borð við tumblr., Dropbox, Last.fm, MyFitnessPal og mun fleirum hefur verið stolið og fyrir óprúttinn aðila með lágmarksleitarvélaþekkingu er ekkert ofboðslega flókið að finna síður þar sem hægt er að kaupa aðgang að þessum lykilorðum. Hægt er að nota Password Checkup og til að mynda vefsíðuna haveibeenpwned.com til þess að sjá hvort lykilorðum manns hafi verið stolið. Þá gæti sumum þótt gott að styðjast við lykilorðastjóra á borð við LastPass og Dashlane til þess að halda utan um öll lykilorðin og stinga upp á nýjum, öruggum lykilorðum. Og í því skyni að fyrirbyggja að aðganginum verði stolið, jafnvel þótt lykilorðinu sé lekið, getur verið gott að kveikja á tveggja þátta auðkenningu. Sum sé því að staðfesta þurfi innskráningu með bæði síma og lykilorði. Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Um fjórðungur þeirra 670.000 sem náðu í Password Checkup, vafraviðbót Google sem lætur notandann vita ef lykilorði hans hefur verið stolið í tölvuárás, skiptu ekki um lykilorð eftir að hafa fengið viðvörun. Þetta kemur fram í skýrslu sem Google birti í gær þar sem tölfræði um hegðun notenda Password Checkup var skoðuð. Það skref að ná sér í Password Checkup er jákvætt, allavega með tilliti til öryggis í netheimum. Það er hins vegar stórundarlegt, og raunar vítavert gáleysi, að sleppa því að skipta um lykilorð þegar maður fær sérstaklega viðvörun um að lykilorðinu hafi verið stolið. Samkvæmt Google var ekki einvörðungu um lykilorð að ómerkilegum síðum að ræða. Notendur vanræktu að skipta um lykilorð inn á tölvupósta og jafnvel síður sem leyfa manni að vista kreditkortaupplýsingar. Og jafnvel þótt aðgangarnir sem slíkir skipti ekki máli er allt of algengt að fólk noti sama lykilorðið á fleiri en einum stað. Jafnvel fyrir alla sína aðganga. Prósentin 25 voru hins vegar ekki eina talan í skýrslunni sem kalla má sláandi. Notendur Password Checkup voru 2,5 sinnum líklegri til þess að endurnýta gamla, stolna lykilorðið þegar þeir bjuggu til nýja aðganga heldur en að velja nýtt lykilorð. Þá ber að nefna að þótt annar fjórðungur hafi valið sér nýtt og jafnsterkt eða sterkara lykilorð valdi um helmingur notenda sér veikara lykilorð en þeir höfðu áður verið með. Nú til dags, þegar flestir reiða sig á veraldarvefinn fyrir flest, er mikilvægt að huga að stafrænu öryggi. Lykilorðum notenda að vinsælum síðum á borð við tumblr., Dropbox, Last.fm, MyFitnessPal og mun fleirum hefur verið stolið og fyrir óprúttinn aðila með lágmarksleitarvélaþekkingu er ekkert ofboðslega flókið að finna síður þar sem hægt er að kaupa aðgang að þessum lykilorðum. Hægt er að nota Password Checkup og til að mynda vefsíðuna haveibeenpwned.com til þess að sjá hvort lykilorðum manns hafi verið stolið. Þá gæti sumum þótt gott að styðjast við lykilorðastjóra á borð við LastPass og Dashlane til þess að halda utan um öll lykilorðin og stinga upp á nýjum, öruggum lykilorðum. Og í því skyni að fyrirbyggja að aðganginum verði stolið, jafnvel þótt lykilorðinu sé lekið, getur verið gott að kveikja á tveggja þátta auðkenningu. Sum sé því að staðfesta þurfi innskráningu með bæði síma og lykilorði.
Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira