Snæfell segir frá samningnum á fésbókarsíðu sinni í dag. Áður hafði Snæfell samið við hina bandarísku Chandler Smith sem kemur úr Gonzaga háskólanum. Snæfell er því að skipta um erlenda leikmenn frá því á síðustu leiktíð.
Emese Vida er með bæði serbneskt og ungverskt ríkisfang en hún spilaði á sínum tíma með unglingalandsliði Serbíu. Vida er 26 ára gömul og 188 sentímetrar á hæð en hún ætti því að styrkja liðið undir körfunni.
Emese Vida spilaði með ZKK Bor í serbensku deildinni undanfarin tvö tímabil. Hún var með 14,6 stig, 13,8 fráköst og 2,0 stoðsendingar að meðaltali 2017-18 en skoraði 17,0 stig, tók 11,4 fráköst og gaf 2,7 stoðsendingar á síðustu leiktíð.
Umboðsmaður hennar er Mirko Virijevic sem þekkir vel til íslenska körfuboltans enda leikmaður hér í mörg ár og leikmaður sem fékk á sínum tíma íslenskt ríkisfang.