Múlakaffi er vinsælast hjá starfsfólki ríkisins Ari Brynjólfsson skrifar 16. ágúst 2019 06:00 Starfsmenn Múlakaffis hafa í mörg horn að líta. FBL/ANTON Múlakaffi var vinsælasti veitingastaðurinn meðal starfsmanna hins opinbera í júní. Samkvæmt tölum úr Opnum reikningum ríkisins greiddu ríkisstofnanir 3,4 milljónir króna fyrir veitingar á Múlakaffi í júní. Alls greiddi ríkið meira en 37 milljónir fyrir veitingar í júní en tölurnar voru enn að uppfærast þegar Fréttablaðið tók þær saman. Veitingar sem opinberar stofnanir kaupa eru oftast í gegnum veisluþjónustur eða hádegisverðarþjónustur. Vinsælasta hádegisverðarþjónustan er Krydd og kavíar. Stofnanir greiddu 2,5 milljónir króna fyrir mat þaðan í júní. Soho catering er í öðru sæti með tæpa milljón. Fjölmargar stofnanir kaupa mikið af ávöxtum og bakkelsi. KH veitingar, sem reka Kolabrautina og Hörpudisk í Hörpu, koma á eftir Múlakaffi, með 2,4 milljónir. Nauthóll er þriðji vinsælasti staðurinn með veitingar upp á 1,4 milljónir í júní. Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Landspítalinn eyddu mestu, en Landhelgisgæslan fór þangað oftast. Domino’s er einnig vinsæll. Hið opinbera keypti fyrir 409 þúsund krónur þar í júní. Hæsta upphæðin var 90 þúsund krónur hjá Veðurstofunni.Það er þó ekki eini vinsæli skyndibitinn. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum keypti KFC fyrir tæpar 130 þúsund krónur í júní. Er það helst Ríkislögreglustjóri, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan, Héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari sem borða á Múlakaffi. Ekki merkja allar stofnanir kaup á veitingum með sama bókhaldslykli. Það gerir erfitt að ná utan um umfangið. Sem dæmi notar utanríkisráðuneytið ávallt bókhaldslykil fyrir risnu ef verslað er við veitingastaði. Hið opinbera verslaði við Áfengisog tóbaksverslun ríkisins fyrir 5,2 milljónir króna í júní. Sami bókhaldslykill er reyndar notaður yfir bæði áfengi og tóbak. Fangelsismálastofnun var langstærsti kaupandinn og keypti af ÁTVR fyrir 3,8 milljónir. Þar á eftir kom utanríkisráðuneytið með kaup upp á rúmar 350 þúsund krónur. Að undanskildum Háskóla Íslands sem verslaði mörgum sinnum fyrir lágar upphæðir var það aðeins Hæstiréttur og samgönguráðuneytið sem keyptu áfengi eða tóbak í júní. Þó svo að reikningar 132 stofnana séu nú aðgengilegir á vefnum vantar stóran hluta hins opinbera. Í svari Fjársýslunnar segir að einungis sé búið að innleiða A-hluta stofnanir sem nota bókhaldskerfi ríkisins í kerfið. Nú sé unnið að því að innleiða aðrar stofnanir sem falla undir A-hluta. „Óvíst hvenær verður farið í aðra ríkishluta en A,“ segir í svarinu. Þetta þýðir að ekki eru birtir reikningar opinberra fyrirtækja á borð við Isavia, ÁTVR, LÍN og Seðlabankann. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Stjórnsýsla Veitingastaðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Múlakaffi var vinsælasti veitingastaðurinn meðal starfsmanna hins opinbera í júní. Samkvæmt tölum úr Opnum reikningum ríkisins greiddu ríkisstofnanir 3,4 milljónir króna fyrir veitingar á Múlakaffi í júní. Alls greiddi ríkið meira en 37 milljónir fyrir veitingar í júní en tölurnar voru enn að uppfærast þegar Fréttablaðið tók þær saman. Veitingar sem opinberar stofnanir kaupa eru oftast í gegnum veisluþjónustur eða hádegisverðarþjónustur. Vinsælasta hádegisverðarþjónustan er Krydd og kavíar. Stofnanir greiddu 2,5 milljónir króna fyrir mat þaðan í júní. Soho catering er í öðru sæti með tæpa milljón. Fjölmargar stofnanir kaupa mikið af ávöxtum og bakkelsi. KH veitingar, sem reka Kolabrautina og Hörpudisk í Hörpu, koma á eftir Múlakaffi, með 2,4 milljónir. Nauthóll er þriðji vinsælasti staðurinn með veitingar upp á 1,4 milljónir í júní. Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Landspítalinn eyddu mestu, en Landhelgisgæslan fór þangað oftast. Domino’s er einnig vinsæll. Hið opinbera keypti fyrir 409 þúsund krónur þar í júní. Hæsta upphæðin var 90 þúsund krónur hjá Veðurstofunni.Það er þó ekki eini vinsæli skyndibitinn. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum keypti KFC fyrir tæpar 130 þúsund krónur í júní. Er það helst Ríkislögreglustjóri, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan, Héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari sem borða á Múlakaffi. Ekki merkja allar stofnanir kaup á veitingum með sama bókhaldslykli. Það gerir erfitt að ná utan um umfangið. Sem dæmi notar utanríkisráðuneytið ávallt bókhaldslykil fyrir risnu ef verslað er við veitingastaði. Hið opinbera verslaði við Áfengisog tóbaksverslun ríkisins fyrir 5,2 milljónir króna í júní. Sami bókhaldslykill er reyndar notaður yfir bæði áfengi og tóbak. Fangelsismálastofnun var langstærsti kaupandinn og keypti af ÁTVR fyrir 3,8 milljónir. Þar á eftir kom utanríkisráðuneytið með kaup upp á rúmar 350 þúsund krónur. Að undanskildum Háskóla Íslands sem verslaði mörgum sinnum fyrir lágar upphæðir var það aðeins Hæstiréttur og samgönguráðuneytið sem keyptu áfengi eða tóbak í júní. Þó svo að reikningar 132 stofnana séu nú aðgengilegir á vefnum vantar stóran hluta hins opinbera. Í svari Fjársýslunnar segir að einungis sé búið að innleiða A-hluta stofnanir sem nota bókhaldskerfi ríkisins í kerfið. Nú sé unnið að því að innleiða aðrar stofnanir sem falla undir A-hluta. „Óvíst hvenær verður farið í aðra ríkishluta en A,“ segir í svarinu. Þetta þýðir að ekki eru birtir reikningar opinberra fyrirtækja á borð við Isavia, ÁTVR, LÍN og Seðlabankann.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Stjórnsýsla Veitingastaðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira