

Til áréttingar
Sú staðreynd að lén nokkurt sem hýsir heimasíðu sem er notuð til þess að kanna hug flokksbundinna Sjálfstæðismanna til þriðja orkupakkans var skráð á tölvupóstfang tengt Íslenskri erfðagreiningu var slys. Póstfangið tilheyrir starfsmanni fyrirtækisins sem áttaði sig ekki á því að það væri rangt að tengja það heimasíðunni.
Fyrirtækið, Íslensk erfðagreining, tekur ekki afstöðu til pólitískra deilumála í íslensku samfélagi þótt það hafi lagt töluvert af mörkum til þess að hlúa að íslensku samfélagi, til dæmis með því að gefa Landspítalanum tvö dýr tæki, lána honum það þriðja og raðgreina erfðamengi fyrir spítalann honum að kostnaðarlausu.
Það sem ruglaði menn sjálfsagt í ríminu er að íslensk erfðagreining hefur lánað Orkunni okkar sem eru samtök andstæðinga orkupakkans sal til að funda í. Í því felst heldur enginn stuðningur við málstað. Fyrirtækið hefur lánað sama sal ókeypis fólki úr öllum stjórnmálaflokkum sem hafa beðið um hann sem og alls konar félagssamtökum.
Með því hefur fyrirtækið lagt af mörkum til fjölbreytni í íslensku samfélagi. Ég vil líka leggja áherslu á að í tölvupóstfanginu endurspeglast ekki persónuleg afstaða mín í þessu máli enda væri það skringilegt af gömlum sósíalista að tjá hana með því að reyna að hafa áhrif á hegðun manna meðan þeir eru í Sjálfstæðisflokknum. Ég væri hins vegar reiðubúinn til þess að leggja mikið á mig til þess að þróa lyf sem hjálpaði mönnum að ná áttum og ganga úr flokknum.
Skoðun

Sjálfstæðir grunnskólar í hættu
Benedikt S. Benediktsson skrifar

Borgaralegur vígbúnaður
Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu
Teitur Guðmundsson skrifar

Ósunginn óður til doktorsnema
Styrmir Hallsson skrifar

Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Tannhjól í mulningsvél?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fækkum kennurum um 90%
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Uppsagnarbréf til góða fólksins
Daníel Freyr Jónsson skrifar

Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi
Skúli S. Ólafsson skrifar

Hugtakastríðið mikla
Sigmar Guðmundsson skrifar

Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun
Stefán Már Gunnlaugsson skrifar

Ekki er allt sem sýnist
Ólafur Helgi Marteinsson skrifar

Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum?
Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar

Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Þegar barn óttast önnur börn
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína
Einar Steingrímsson skrifar

Ákall um breytingar
Gissur Freyr Gissurarson skrifar

Veit sem sagt Grímur betur?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun?
Henning Arnór Úlfarsson skrifar

Laun kvenna og karla
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support
Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar

Vanfjármögnun vísindanna
Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar

Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól
Davíð Michelsen skrifar

Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera?
Hulda Steingrímsdóttir skrifar

Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum?
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Lýðræðið deyr í myrkrinu
Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar

Færni til framtíðar
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar

Ofbeldi
Bjarni Karlsson skrifar