Júlí hlýjasti mánuður í sögu beinna mælinga á jörðinni Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2019 16:06 Smáfuglar svala sér í hitabylgju í Belgrad í Serbíu. Áfram hefur verið heitt víða í águst eftir metmánuðinn júlí. Vísir/EPA Meðalhiti á jörðinni í júlí var sá hæsti frá því að beinar mælingar hófust fyrir um 140 árum, að mati Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Mánuðurinn einkenndist meðal annars af hitabylgju á meginlandi Evrópu og á norðurslóðum sem stuðlaði að miklum skógar- og kjarreldum. Mælingar NOAA byggjast á athugunum frá þúsundum veðurstöðva um allan heim. Þær sýna að meðalhitinn í júlí var 0,95°C hærri en að meðaltali 20. aldarinnar. Nú hafa síðustu 415 mánuðir í röð verið hlýrri en meðaltalið og níu af tíu hlýjustu júlímánuðunum í mælingarsögunni hafa verið eftir árið 2005. Af þeim eru þeir fimm síðustu þeir hlýjustu í sögunni. Júlí er hlýjasti mánuðurinn á jörðinni að jafnaði. Hitamet voru slegin í Norður-Ameríku, Suður-Asíu, sunnanverðri Afríku, við norðanvert Indlandshaf, Atlantshaf og við vestan- og norðanvert Kyrrahaf. Engin kuldamet voru slegin, hvorki yfir landi né hafi, fyrir júlímánuð. Metbráðnun átti sér stað á Grænlandsjökli þegar leifar evrópsku hitabylgjunnar náðu þangað. Kjarr- og skógareldar hafa geisað í Alaska, Síberíu og Grænlandi. Washington Post segir að hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugs hafi mælst í Markusvinsa í Svíþjóð 26. júlí, 34,8°C. Útbreiðsla hafsíss bæði á norður- og suðurskauti voru lægri en þau hafa áður mælst í júlímánuði. Hitametið á jörðinni í júlí þykir ekki síst athyglisvert fyrir þær sakir að það var ekki knúið af El niño-veðurviðburði í Kyrrahafi eins og fyrri metár. Í El niño-árum leiðir aukinn hiti í hafinu til hlýnunar í lofthjúpnum. Þannig hafði sterkur El nino áhrif á að 2016 varð methlýtt. Veikur El niño sem myndaðist fyrr á þessu ári er sagður hafa horfið tiltölulega fljótt. Hlýindin í júlí má því rekja að nær öllu leyti til hlýnunar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum.Fréttin hefur verið uppfærð. Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess. 8. ágúst 2019 08:00 Júlí heitastur frá upphafi mælinga Júlímánuður 2019 mældist sá heitasti í sögunni, frá því að mælingar hófust. 5. ágúst 2019 22:30 Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Meðalhiti á jörðinni í júlí var sá hæsti frá því að beinar mælingar hófust fyrir um 140 árum, að mati Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Mánuðurinn einkenndist meðal annars af hitabylgju á meginlandi Evrópu og á norðurslóðum sem stuðlaði að miklum skógar- og kjarreldum. Mælingar NOAA byggjast á athugunum frá þúsundum veðurstöðva um allan heim. Þær sýna að meðalhitinn í júlí var 0,95°C hærri en að meðaltali 20. aldarinnar. Nú hafa síðustu 415 mánuðir í röð verið hlýrri en meðaltalið og níu af tíu hlýjustu júlímánuðunum í mælingarsögunni hafa verið eftir árið 2005. Af þeim eru þeir fimm síðustu þeir hlýjustu í sögunni. Júlí er hlýjasti mánuðurinn á jörðinni að jafnaði. Hitamet voru slegin í Norður-Ameríku, Suður-Asíu, sunnanverðri Afríku, við norðanvert Indlandshaf, Atlantshaf og við vestan- og norðanvert Kyrrahaf. Engin kuldamet voru slegin, hvorki yfir landi né hafi, fyrir júlímánuð. Metbráðnun átti sér stað á Grænlandsjökli þegar leifar evrópsku hitabylgjunnar náðu þangað. Kjarr- og skógareldar hafa geisað í Alaska, Síberíu og Grænlandi. Washington Post segir að hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugs hafi mælst í Markusvinsa í Svíþjóð 26. júlí, 34,8°C. Útbreiðsla hafsíss bæði á norður- og suðurskauti voru lægri en þau hafa áður mælst í júlímánuði. Hitametið á jörðinni í júlí þykir ekki síst athyglisvert fyrir þær sakir að það var ekki knúið af El niño-veðurviðburði í Kyrrahafi eins og fyrri metár. Í El niño-árum leiðir aukinn hiti í hafinu til hlýnunar í lofthjúpnum. Þannig hafði sterkur El nino áhrif á að 2016 varð methlýtt. Veikur El niño sem myndaðist fyrr á þessu ári er sagður hafa horfið tiltölulega fljótt. Hlýindin í júlí má því rekja að nær öllu leyti til hlýnunar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess. 8. ágúst 2019 08:00 Júlí heitastur frá upphafi mælinga Júlímánuður 2019 mældist sá heitasti í sögunni, frá því að mælingar hófust. 5. ágúst 2019 22:30 Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18
Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess. 8. ágúst 2019 08:00
Júlí heitastur frá upphafi mælinga Júlímánuður 2019 mældist sá heitasti í sögunni, frá því að mælingar hófust. 5. ágúst 2019 22:30
Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00
Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06