Júlí hlýjasti mánuður í sögu beinna mælinga á jörðinni Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2019 16:06 Smáfuglar svala sér í hitabylgju í Belgrad í Serbíu. Áfram hefur verið heitt víða í águst eftir metmánuðinn júlí. Vísir/EPA Meðalhiti á jörðinni í júlí var sá hæsti frá því að beinar mælingar hófust fyrir um 140 árum, að mati Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Mánuðurinn einkenndist meðal annars af hitabylgju á meginlandi Evrópu og á norðurslóðum sem stuðlaði að miklum skógar- og kjarreldum. Mælingar NOAA byggjast á athugunum frá þúsundum veðurstöðva um allan heim. Þær sýna að meðalhitinn í júlí var 0,95°C hærri en að meðaltali 20. aldarinnar. Nú hafa síðustu 415 mánuðir í röð verið hlýrri en meðaltalið og níu af tíu hlýjustu júlímánuðunum í mælingarsögunni hafa verið eftir árið 2005. Af þeim eru þeir fimm síðustu þeir hlýjustu í sögunni. Júlí er hlýjasti mánuðurinn á jörðinni að jafnaði. Hitamet voru slegin í Norður-Ameríku, Suður-Asíu, sunnanverðri Afríku, við norðanvert Indlandshaf, Atlantshaf og við vestan- og norðanvert Kyrrahaf. Engin kuldamet voru slegin, hvorki yfir landi né hafi, fyrir júlímánuð. Metbráðnun átti sér stað á Grænlandsjökli þegar leifar evrópsku hitabylgjunnar náðu þangað. Kjarr- og skógareldar hafa geisað í Alaska, Síberíu og Grænlandi. Washington Post segir að hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugs hafi mælst í Markusvinsa í Svíþjóð 26. júlí, 34,8°C. Útbreiðsla hafsíss bæði á norður- og suðurskauti voru lægri en þau hafa áður mælst í júlímánuði. Hitametið á jörðinni í júlí þykir ekki síst athyglisvert fyrir þær sakir að það var ekki knúið af El niño-veðurviðburði í Kyrrahafi eins og fyrri metár. Í El niño-árum leiðir aukinn hiti í hafinu til hlýnunar í lofthjúpnum. Þannig hafði sterkur El nino áhrif á að 2016 varð methlýtt. Veikur El niño sem myndaðist fyrr á þessu ári er sagður hafa horfið tiltölulega fljótt. Hlýindin í júlí má því rekja að nær öllu leyti til hlýnunar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum.Fréttin hefur verið uppfærð. Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess. 8. ágúst 2019 08:00 Júlí heitastur frá upphafi mælinga Júlímánuður 2019 mældist sá heitasti í sögunni, frá því að mælingar hófust. 5. ágúst 2019 22:30 Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Meðalhiti á jörðinni í júlí var sá hæsti frá því að beinar mælingar hófust fyrir um 140 árum, að mati Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Mánuðurinn einkenndist meðal annars af hitabylgju á meginlandi Evrópu og á norðurslóðum sem stuðlaði að miklum skógar- og kjarreldum. Mælingar NOAA byggjast á athugunum frá þúsundum veðurstöðva um allan heim. Þær sýna að meðalhitinn í júlí var 0,95°C hærri en að meðaltali 20. aldarinnar. Nú hafa síðustu 415 mánuðir í röð verið hlýrri en meðaltalið og níu af tíu hlýjustu júlímánuðunum í mælingarsögunni hafa verið eftir árið 2005. Af þeim eru þeir fimm síðustu þeir hlýjustu í sögunni. Júlí er hlýjasti mánuðurinn á jörðinni að jafnaði. Hitamet voru slegin í Norður-Ameríku, Suður-Asíu, sunnanverðri Afríku, við norðanvert Indlandshaf, Atlantshaf og við vestan- og norðanvert Kyrrahaf. Engin kuldamet voru slegin, hvorki yfir landi né hafi, fyrir júlímánuð. Metbráðnun átti sér stað á Grænlandsjökli þegar leifar evrópsku hitabylgjunnar náðu þangað. Kjarr- og skógareldar hafa geisað í Alaska, Síberíu og Grænlandi. Washington Post segir að hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugs hafi mælst í Markusvinsa í Svíþjóð 26. júlí, 34,8°C. Útbreiðsla hafsíss bæði á norður- og suðurskauti voru lægri en þau hafa áður mælst í júlímánuði. Hitametið á jörðinni í júlí þykir ekki síst athyglisvert fyrir þær sakir að það var ekki knúið af El niño-veðurviðburði í Kyrrahafi eins og fyrri metár. Í El niño-árum leiðir aukinn hiti í hafinu til hlýnunar í lofthjúpnum. Þannig hafði sterkur El nino áhrif á að 2016 varð methlýtt. Veikur El niño sem myndaðist fyrr á þessu ári er sagður hafa horfið tiltölulega fljótt. Hlýindin í júlí má því rekja að nær öllu leyti til hlýnunar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess. 8. ágúst 2019 08:00 Júlí heitastur frá upphafi mælinga Júlímánuður 2019 mældist sá heitasti í sögunni, frá því að mælingar hófust. 5. ágúst 2019 22:30 Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18
Telja loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi og eyða landi Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir frá því hvernig menn hafa breytt landi á jörðinni og loftslagsáhrif þess. 8. ágúst 2019 08:00
Júlí heitastur frá upphafi mælinga Júlímánuður 2019 mældist sá heitasti í sögunni, frá því að mælingar hófust. 5. ágúst 2019 22:30
Eldarnir á Grænlandi erfiðir við að eiga Óttast er að jarðvegseldar á Vestur-Grænlandi gæti brunnið í marga mánuði eða ár verði þeir ekki stöðvaðir. Íslenskir slökkviliðsstjórar segja erfitt að eiga við elda sem þessa. 15. ágúst 2019 13:00
Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06