Salan í Evrópu fallið um 7,9 prósent fyrri hluta árs Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Frá einni af þýsku hraðbrautunum. Á fyrri helmingi ársins féll bílasala í Evrópu um 7,9% og salan í júní féll um 9,2% og fór 1,62 milljón bílum í 1,49 milljón bíla, en þó er rétt að hafa í huga að tveimur færri söludagar voru í júní nú en í fyrra. Sem fyrr er misjafnt gengi hjá bílaframleiðendum og féll sala Nissan mest í júní, eða um heil 26,6%. Sala Volvo-bíla féll líka um 21,7%, hjá Honda um 15,4%, hjá Fiat Chrysler um 13,5%, 10,1% hjá BMW og 9,6% hjá Volkswagen Group. Örlítið skárra gengi var hjá Mercedes Benz en samt sölufall um 8,2% og það sama var upp á teningnum hjá Peugeot-Citroën. Sala Renault féll þó aðeins um 3,9%. Þessi dræma sala bíla í Evrópu veldur bílaframleiðendum áhyggjum en ekki síður veldur það þeim áhyggjum að á stærsta bílamarkaði heims í Kína minnkaði salan um heil 14% á fyrri helmingi ársins, en þar seldust þó rétt tæpar 10 milljónir bíla. Í Bandaríkjunum minnkaði salan um 1,9%, á Indlandi um 10,9%, en aðeins um 0,3% í Japan. Eina stóra landið sem salan jókst í á fyrstu 6 mánuðum ársins var í Brasilíu, en þar jókst hún um 10,9%. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent
Á fyrri helmingi ársins féll bílasala í Evrópu um 7,9% og salan í júní féll um 9,2% og fór 1,62 milljón bílum í 1,49 milljón bíla, en þó er rétt að hafa í huga að tveimur færri söludagar voru í júní nú en í fyrra. Sem fyrr er misjafnt gengi hjá bílaframleiðendum og féll sala Nissan mest í júní, eða um heil 26,6%. Sala Volvo-bíla féll líka um 21,7%, hjá Honda um 15,4%, hjá Fiat Chrysler um 13,5%, 10,1% hjá BMW og 9,6% hjá Volkswagen Group. Örlítið skárra gengi var hjá Mercedes Benz en samt sölufall um 8,2% og það sama var upp á teningnum hjá Peugeot-Citroën. Sala Renault féll þó aðeins um 3,9%. Þessi dræma sala bíla í Evrópu veldur bílaframleiðendum áhyggjum en ekki síður veldur það þeim áhyggjum að á stærsta bílamarkaði heims í Kína minnkaði salan um heil 14% á fyrri helmingi ársins, en þar seldust þó rétt tæpar 10 milljónir bíla. Í Bandaríkjunum minnkaði salan um 1,9%, á Indlandi um 10,9%, en aðeins um 0,3% í Japan. Eina stóra landið sem salan jókst í á fyrstu 6 mánuðum ársins var í Brasilíu, en þar jókst hún um 10,9%.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent