Yfirvöld í Rússlandi tjá sig um sprenginguna: „Slysin gerast, því miður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2019 20:00 Rússnesk flugskeyti hefja sig á loft. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Getty Yfirvöld í Rússlandi hafa loks tjáð sig sprenginguna sem varð á tilraunasvæði rússneska hersins í nágrenni við borgina Severodvinsk á fimmtudag. Geislun í borginni jókst sextánfalt eftir að sprenging varð í litlum kjarnaofni yfir Hvítahafi. Bandarísku leyniþjónustuna grunar að á ferðinni hafi verið tilraunir með nýja kjarnaknúna stýriflaug. Fimm vísindamenn rússnesku kjarnorkustofnunarinnar fórust í sprengingunni á fimmtudag. Upphaflega sagði varnarmálaráðuneytið að sprengingin hefði orðið við tilraun með eldflaugarhreyfil með fljótandi eldsneyti. Kjarnorkustofnunin sagði hins vegar á sunnudag að sprengingin hefði orðið í litlum kjarnaofni. Í samtali við fréttamenn neitaði Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, að sprengingin hafi orðið við tilraunir með nýja kjarnaknúna stýriflaug. „Slysin gerast, því miður. Þetta er harmleikur en í þessu tiltekna máli er mikilvægt að minnast þeirra sem létu lífið í þessu slysi,“ sagði Petkov. Þá bætti hann við að Rússar væru komnir langt á undan öðrum þjóðum þegar kæmi að þróun í flugskeytum.Leyniþjónustu Bandaríkjanna grunar að slysið tengist frumgerð að stýriflaug sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur stært sig af undanfarið. Pútín hefur sagt að flaugin geti náð hvert sem er á jarðkringlunni vegna þess að hún sé knúin litlum kjarnaofni. Atlantshafsbandalagið hefur nefnt flaugina „SSC-X-9 Skýfall“. Bandarísk yfirvöld óttast eldflaugina. Hún geti flogið lágt og á óútreiknanlegan hátt þannig að eldflaugavarnarkerfi landsins geti ekki stöðvað hana. Bandaríkjastjórn dró sig út úr sáttmála við Rússland sem átti að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kjarnavopna nýlega og vísaði til ítrekaðra brota Rússa. Rússland Tengdar fréttir Geislun margfaldaðist eftir sprenginguna í Rússlandi Mælingar veðurstofu Rússlands á geislun í Severodvinsk stangast á við yfirlýsingar varnarmálaráðuneytisins um að engin aukning hafi orðið í geislun eftir sprengingu á æfingarsvæði hersins í síðustu viku. 13. ágúst 2019 10:42 Óttast að dularfullar sprengingar tengist nýjum kjarnavopnum Kjarnorkustofnun Rússlands viðurkenndi í fyrsta skipti í gær að sprenging hefði orðið í litlum kjarnaofni á fimmtudag. Sjö fórust. 12. ágúst 2019 12:09 Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi hafa loks tjáð sig sprenginguna sem varð á tilraunasvæði rússneska hersins í nágrenni við borgina Severodvinsk á fimmtudag. Geislun í borginni jókst sextánfalt eftir að sprenging varð í litlum kjarnaofni yfir Hvítahafi. Bandarísku leyniþjónustuna grunar að á ferðinni hafi verið tilraunir með nýja kjarnaknúna stýriflaug. Fimm vísindamenn rússnesku kjarnorkustofnunarinnar fórust í sprengingunni á fimmtudag. Upphaflega sagði varnarmálaráðuneytið að sprengingin hefði orðið við tilraun með eldflaugarhreyfil með fljótandi eldsneyti. Kjarnorkustofnunin sagði hins vegar á sunnudag að sprengingin hefði orðið í litlum kjarnaofni. Í samtali við fréttamenn neitaði Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, að sprengingin hafi orðið við tilraunir með nýja kjarnaknúna stýriflaug. „Slysin gerast, því miður. Þetta er harmleikur en í þessu tiltekna máli er mikilvægt að minnast þeirra sem létu lífið í þessu slysi,“ sagði Petkov. Þá bætti hann við að Rússar væru komnir langt á undan öðrum þjóðum þegar kæmi að þróun í flugskeytum.Leyniþjónustu Bandaríkjanna grunar að slysið tengist frumgerð að stýriflaug sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur stært sig af undanfarið. Pútín hefur sagt að flaugin geti náð hvert sem er á jarðkringlunni vegna þess að hún sé knúin litlum kjarnaofni. Atlantshafsbandalagið hefur nefnt flaugina „SSC-X-9 Skýfall“. Bandarísk yfirvöld óttast eldflaugina. Hún geti flogið lágt og á óútreiknanlegan hátt þannig að eldflaugavarnarkerfi landsins geti ekki stöðvað hana. Bandaríkjastjórn dró sig út úr sáttmála við Rússland sem átti að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kjarnavopna nýlega og vísaði til ítrekaðra brota Rússa.
Rússland Tengdar fréttir Geislun margfaldaðist eftir sprenginguna í Rússlandi Mælingar veðurstofu Rússlands á geislun í Severodvinsk stangast á við yfirlýsingar varnarmálaráðuneytisins um að engin aukning hafi orðið í geislun eftir sprengingu á æfingarsvæði hersins í síðustu viku. 13. ágúst 2019 10:42 Óttast að dularfullar sprengingar tengist nýjum kjarnavopnum Kjarnorkustofnun Rússlands viðurkenndi í fyrsta skipti í gær að sprenging hefði orðið í litlum kjarnaofni á fimmtudag. Sjö fórust. 12. ágúst 2019 12:09 Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Geislun margfaldaðist eftir sprenginguna í Rússlandi Mælingar veðurstofu Rússlands á geislun í Severodvinsk stangast á við yfirlýsingar varnarmálaráðuneytisins um að engin aukning hafi orðið í geislun eftir sprengingu á æfingarsvæði hersins í síðustu viku. 13. ágúst 2019 10:42
Óttast að dularfullar sprengingar tengist nýjum kjarnavopnum Kjarnorkustofnun Rússlands viðurkenndi í fyrsta skipti í gær að sprenging hefði orðið í litlum kjarnaofni á fimmtudag. Sjö fórust. 12. ágúst 2019 12:09
Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37