Lonzo Ball var skipti í sumar frá Los Angeles Lakers til New Orleans Pelicans en hann hafði spilað í tvö meiðslahrjáð tímabil með Lakers en hann var með 9,9 stig og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í síðustu leiktíð.
Ball er líka þekktur fyrir yfirlýsingaglaðan föður sinn en það er hætt við því að nýtt glæsilegt húðflúr Lonzo Ball steli nú senunni.
Lonzo Ball's new sleeve features stunning portraits of Barack Obama, Rosa Parks, Jackie Robinson, Malcolm X, Harriet Tubman and MLK.
(via stevebutchertattoos | IG)
https://t.co/XgjP3C71mdpic.twitter.com/4Ep1TKz0Ms
— Yahoo Sports (@YahooSports) August 13, 2019
Húðflúrið er sannkölluð listasmíð en það er gert af snillingnum Steve Butcher. Það hefur tekið mjög langan tíma að gera þetta.
Steve Butcher húðflúraði nefnilega fullt af stórmerkilegu og sögufrægu fólki á handlegg Lonzo Ball en þar má nú finna andlitsmyndir af þeim Martin Luther King Jr., Malcolm X; Barack Obama fyrrum Bandaríkjaforseta; Harriet Tubman; Rosu Parks og Jackie Robinson sem var fyrsti blökkumaðurinn til að spila í bandarísku hafnarboltadeildinni.
Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Steve Butcher setti sjálfur af meistaraverki sínu inn á Instagram síðu sína.
Completed this sleeve this week on @zo ! Sleeve is 99% healed just added #TheMarathonContinues to the top of the arm. Was an honor to put these influential people on your arm brother. Done using @stevebutchersmambaglide @electrumstencilproducts @inkjecta @intenzetattooinkView this post on Instagram
A post shared by Steve Butcher (@stevebutchertattoos) on Aug 12, 2019 at 11:37am PDT