Íslendingar sendir eftir hreyflinum sem sprakk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2019 23:30 Íslendingarnir þrír eru hér lengst til vinstri. Þann 30. september árið 2017 tók Airbus A380 vél Air France, stærsta farþegaþota heims, á loft frá Charles de Gaulle flugvellinum í París með 521 innanborðs. Förinni var heitið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Yfir Grænlandsjökli bilaði einn af fjórum hreyflum vélarinnar og stór hluti hans féll til jarðar og fjóra metra ofan í jökulinn. Þegar sækja átti hluta hreyfilsins sem lenti á jöklinum var leitað til Íslendinga.Fjallað var um för þriggja Íslendinga til Grænlands í sumar til þess að endurheimta hreyfilinn í Íslandi í dag í kvöld. Markmiðið var að finna hreyfilinn, grafa hann upp og koma honum til byggða svo rannsaka mætti hreyfilinn til að fá gleggri mynd af því hvað hafi gerst í fluginu umrædda.Vélin var á leið frá París til Los Angeles.Vísir/GrafíkVélin var í rúmlega 30 þúsund feta hæð þegar atvikið átti sér stað. Það tók því dágóðan tíma að finna út hvar á jöklinum hreyfillinn væri niðurkominn. Teymi frá dönsku jarðvísindastofnunni var sent til að finna það út. Það verkefni tók tvö ár og þegar hreyfillinn fannst var meðal annars leitað til Íslendinganna þriggja til að grafa hreyfilinn upp úr jöklinum.„Ég var í sambandi við vísindamann út í Noregi sem ég var með í námi hérna fyrir löngu síðan,“ sagði Arnar Ingi Gunnarsson hvernig það kom til að hann var fenginn til verksins. Vísindamaðurinn kom Arnari í samband við hópinn sem hafði fengið það verkefni að koma hreyflinum upp. Þeir báðu Arnar Inga um að finna tvo aðra sem voru góðir í tæknilegri jöklavinnu til að fara upp á Grænlandsjökul og endurheimta hreyfilinn.Arnar fékk þá Tómas Eldjárn Vilhjálmsson og Anton Aðalssteinsson, félaga hans úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík til þess að fara með sér. Tómas var þá nýbúinn að eignast sitt annað barn.„Ég vissi ekki alveg hvort ég átti að trúa honum fyrst en ég gat ekki sagt nei. Það tók smátíma að sannfæra konuna en það tókst,“ sagði Tómas en upphaflega átti verkefnið að standa í tvær vikur.Þeir viðurkenna ekki að hafa verið smeykir við ísbirni eða aðrar hættur, engu að síður voru þeir reiðubúnir ef ísbirnir myndu láta sjá sig. Það þurfti að grafa djúpa holu.„Við vorum búnir að setja víra í kringum tjöldin með viðvörunarbjöllu. Svo sváfum við með riffla sitt hvorum megin við okkur,“ sagði Arnar.Þetta átti að taka tvær vikur en þetta tók skemmri tíma?„Þetta átti í mesta lagi að taka tvær vikur en við vonuðum að við yrðum sneggri að þessu. Svo þegar á hólminn var kominn vorum við nokkuð fljótir að þesssu. Við vorum fljótir að grafa, fljótir að setja þetta allt upp. Svo þegar við komum niður á hlutann sem við vorum að leita að gátum við notað fjallabjörgunarkerfi til að hífa þetta upp. Það sparaði okkur svakalegan tíma,“ sagði Arnar. Að lokum fannst þó gripurinn.Þarna var 150 kílóa stykki sem þurfti að hífa upp.„Við komum niður á hann á sirka fjögurra metra dýpi. Hann Tómas hérna rak skófluna aðeins í hann og áttaði sig á þetta væri nú ekki ís. Þá var kátt á hjalla,“ sagði Arnar. „Þessi hlutur var erfiður viðfangs. Þetta var beittur málmur og ekki hlaupið að því að hífa hann upp.“Það tókst þó að lokum og franska flugslysanefndin að vonum ánægð með að hluti hreyfilsins sem datt af væri kominn í leitirnar. Hluturinn var hífður í burtu, tveimur árum eftir að hann féll af.Hversu mikið ævintýri var þetta?„Þetta var mikið ævintýri og að sjálfsögðu væri maður til í að fara í svona ævintýri. Maður gæti alveg hugsað sér að gera þetta að ævistarfi,“ sagði Tómas að lokum. Björgunarsveitir Fréttir af flugi Grænland Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Þann 30. september árið 2017 tók Airbus A380 vél Air France, stærsta farþegaþota heims, á loft frá Charles de Gaulle flugvellinum í París með 521 innanborðs. Förinni var heitið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Yfir Grænlandsjökli bilaði einn af fjórum hreyflum vélarinnar og stór hluti hans féll til jarðar og fjóra metra ofan í jökulinn. Þegar sækja átti hluta hreyfilsins sem lenti á jöklinum var leitað til Íslendinga.Fjallað var um för þriggja Íslendinga til Grænlands í sumar til þess að endurheimta hreyfilinn í Íslandi í dag í kvöld. Markmiðið var að finna hreyfilinn, grafa hann upp og koma honum til byggða svo rannsaka mætti hreyfilinn til að fá gleggri mynd af því hvað hafi gerst í fluginu umrædda.Vélin var á leið frá París til Los Angeles.Vísir/GrafíkVélin var í rúmlega 30 þúsund feta hæð þegar atvikið átti sér stað. Það tók því dágóðan tíma að finna út hvar á jöklinum hreyfillinn væri niðurkominn. Teymi frá dönsku jarðvísindastofnunni var sent til að finna það út. Það verkefni tók tvö ár og þegar hreyfillinn fannst var meðal annars leitað til Íslendinganna þriggja til að grafa hreyfilinn upp úr jöklinum.„Ég var í sambandi við vísindamann út í Noregi sem ég var með í námi hérna fyrir löngu síðan,“ sagði Arnar Ingi Gunnarsson hvernig það kom til að hann var fenginn til verksins. Vísindamaðurinn kom Arnari í samband við hópinn sem hafði fengið það verkefni að koma hreyflinum upp. Þeir báðu Arnar Inga um að finna tvo aðra sem voru góðir í tæknilegri jöklavinnu til að fara upp á Grænlandsjökul og endurheimta hreyfilinn.Arnar fékk þá Tómas Eldjárn Vilhjálmsson og Anton Aðalssteinsson, félaga hans úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík til þess að fara með sér. Tómas var þá nýbúinn að eignast sitt annað barn.„Ég vissi ekki alveg hvort ég átti að trúa honum fyrst en ég gat ekki sagt nei. Það tók smátíma að sannfæra konuna en það tókst,“ sagði Tómas en upphaflega átti verkefnið að standa í tvær vikur.Þeir viðurkenna ekki að hafa verið smeykir við ísbirni eða aðrar hættur, engu að síður voru þeir reiðubúnir ef ísbirnir myndu láta sjá sig. Það þurfti að grafa djúpa holu.„Við vorum búnir að setja víra í kringum tjöldin með viðvörunarbjöllu. Svo sváfum við með riffla sitt hvorum megin við okkur,“ sagði Arnar.Þetta átti að taka tvær vikur en þetta tók skemmri tíma?„Þetta átti í mesta lagi að taka tvær vikur en við vonuðum að við yrðum sneggri að þessu. Svo þegar á hólminn var kominn vorum við nokkuð fljótir að þesssu. Við vorum fljótir að grafa, fljótir að setja þetta allt upp. Svo þegar við komum niður á hlutann sem við vorum að leita að gátum við notað fjallabjörgunarkerfi til að hífa þetta upp. Það sparaði okkur svakalegan tíma,“ sagði Arnar. Að lokum fannst þó gripurinn.Þarna var 150 kílóa stykki sem þurfti að hífa upp.„Við komum niður á hann á sirka fjögurra metra dýpi. Hann Tómas hérna rak skófluna aðeins í hann og áttaði sig á þetta væri nú ekki ís. Þá var kátt á hjalla,“ sagði Arnar. „Þessi hlutur var erfiður viðfangs. Þetta var beittur málmur og ekki hlaupið að því að hífa hann upp.“Það tókst þó að lokum og franska flugslysanefndin að vonum ánægð með að hluti hreyfilsins sem datt af væri kominn í leitirnar. Hluturinn var hífður í burtu, tveimur árum eftir að hann féll af.Hversu mikið ævintýri var þetta?„Þetta var mikið ævintýri og að sjálfsögðu væri maður til í að fara í svona ævintýri. Maður gæti alveg hugsað sér að gera þetta að ævistarfi,“ sagði Tómas að lokum.
Björgunarsveitir Fréttir af flugi Grænland Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira