Helgi: Skammaði Castillion fyrir þetta Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 22:26 Helgi var ekki sáttur við gula spjaldið sem Castillion fékk í seinni hálfleik. vísir/bára „Þetta er mikill léttir,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-1 sigurinn á Grindavík í kvöld. Fylkir skoraði tvö mörk strax í upphafi leiks og missti þá forystu ekki niður. „Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og mér fannst þetta vera nokkuð öruggt allan tímann. Við náðum að skora tvö mörk snemma leiks og náðum að halda þeim að mestu frá markinu. Við vissum alveg að þeir myndu fá einhver færi í leiknum, það pirraði mig samt að þeir skyldu skora þetta mark í lokin en við unnum leikinn og það er það sem er mikilvægast.“ Fylkir þétti vörnina í seinni hálfleik og voru Grindvíkingar meira með boltann meðan Fylkismenn gáfu full mikið færi á sér. Helgi segir að það hafi ekki verið planið en að þeir hafi viljað halda hreinu og sigurinn sé það sem skiptir öllu máli. „Það sem við vildum gera í seinni hálfleik var að halda markinu hreinu, vera grimmir, vinna boltann á miðju svæðinu og keyra hratt á þá á meðan þeir reyndu að minnka muninn. Við vissum alltaf að þeir kæmu með einhver áhlaup en við vorum bara ekki nógu klókir. Við vörðumst hins vegar vel og sigurinn var sanngjarn.“ Geoffrey Castillion fékk að líta gula spjaldið er hann henti frá sér boltanum. Engu líkara var en að hann hafi reynt að sækja sér þetta spjald sem setur hann í leikbann í næstu umferð. Næsti leikur er gegn FH en hann hefði ekki spilað þann leik hvort sem var þar sem hann er á láni frá FH. Helgi segir að ekkert hafi verið á bakvið þetta spjald hjá Castillion. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi sem hafði ekkert meira um þetta að segja. Fylkir mætir, eins og áður sagði FH, í næstu umferð. Helgi segir að þeir séu meðvitaðir um mikilvægi allra leikja á þessum tímapunkti og að það sé ekki í boði að slaka á í eina einustu mínútu það sem eftir er tímabils. „Allir leikir í þessari deild eru erfiðir sama hvort það sé FH eða Grindavík, þetta eru allt úrslitaleikir miðað við það hvernig deildin er að spilast. Maður getur ekki leyft sér að slappa af í mínútu og við erum alveg meðvitaðir um það. FH leikurinn er gott próf fyrir okkur, við gerðum jafntefli við þá síðast og ætlum okkur það ef ekki meira,“ sagði Helgi um leikinn gegn FH í næstu umferð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
„Þetta er mikill léttir,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, eftir 2-1 sigurinn á Grindavík í kvöld. Fylkir skoraði tvö mörk strax í upphafi leiks og missti þá forystu ekki niður. „Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og mér fannst þetta vera nokkuð öruggt allan tímann. Við náðum að skora tvö mörk snemma leiks og náðum að halda þeim að mestu frá markinu. Við vissum alveg að þeir myndu fá einhver færi í leiknum, það pirraði mig samt að þeir skyldu skora þetta mark í lokin en við unnum leikinn og það er það sem er mikilvægast.“ Fylkir þétti vörnina í seinni hálfleik og voru Grindvíkingar meira með boltann meðan Fylkismenn gáfu full mikið færi á sér. Helgi segir að það hafi ekki verið planið en að þeir hafi viljað halda hreinu og sigurinn sé það sem skiptir öllu máli. „Það sem við vildum gera í seinni hálfleik var að halda markinu hreinu, vera grimmir, vinna boltann á miðju svæðinu og keyra hratt á þá á meðan þeir reyndu að minnka muninn. Við vissum alltaf að þeir kæmu með einhver áhlaup en við vorum bara ekki nógu klókir. Við vörðumst hins vegar vel og sigurinn var sanngjarn.“ Geoffrey Castillion fékk að líta gula spjaldið er hann henti frá sér boltanum. Engu líkara var en að hann hafi reynt að sækja sér þetta spjald sem setur hann í leikbann í næstu umferð. Næsti leikur er gegn FH en hann hefði ekki spilað þann leik hvort sem var þar sem hann er á láni frá FH. Helgi segir að ekkert hafi verið á bakvið þetta spjald hjá Castillion. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi sem hafði ekkert meira um þetta að segja. Fylkir mætir, eins og áður sagði FH, í næstu umferð. Helgi segir að þeir séu meðvitaðir um mikilvægi allra leikja á þessum tímapunkti og að það sé ekki í boði að slaka á í eina einustu mínútu það sem eftir er tímabils. „Allir leikir í þessari deild eru erfiðir sama hvort það sé FH eða Grindavík, þetta eru allt úrslitaleikir miðað við það hvernig deildin er að spilast. Maður getur ekki leyft sér að slappa af í mínútu og við erum alveg meðvitaðir um það. FH leikurinn er gott próf fyrir okkur, við gerðum jafntefli við þá síðast og ætlum okkur það ef ekki meira,“ sagði Helgi um leikinn gegn FH í næstu umferð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira