Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 20:42 Ken Cuccinelli, yfirmaður innflytjenda- og ríkisborgarastofnunar Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu á mánudag. ap/evan vucci Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið (varanlegt landvistarleyfi). Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Reglan mun koma sér verst fyrir innflytjendur sem þurfa á einhvers konar stuðningi að halda, til dæmis matargjöfum og félagsíbúðum, í meira en eitt ár. Telji ríkið að innflytjendurnir séu líklegir til að þurfa að þiggja slíkar gjafir í framtíðinni getur það hafnað umsókn þeirra. Talsmenn yfirvalda segja regluna framfylgja „hugsjónum um sjálfbærni“ einstaklinga. Breytingartillagan var birt í samráðsgátt stjórnvalda vestanhafs (e. Federal Register) á mánudag og á hún að taka gildi 15. október. Ekki er talin hætta á að innflytjendur sem þegar hafa varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum verði fyrir áhrifum breytinganna. Þá mun reglubreytingin ekki hafa áhrif á flóttafólk og hælisleitendur. Breytingin mun gilda fyrir þá sem sækjast eftir lengra landvistarleyfi, græna kortinu eða ríkisborgararétti. Þeir einstaklingar sem ekki hafa nægilega háar tekjur, eru taldir líklegir til að þurfa að þiggja þjónustu líkt og sjúkraþjónustu frá ríkinu (e. Medicaid) eða búa í félagsíbúðum í framtíðinni gæti verið synjað um inngöngu í landið. Reglan mun gilda yfir þá sem þegar eru í Bandaríkjunum en sækjast eftir þessum breytingum. Talið er að löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum sem ekki eru orðnir ríkisborgarar séu í kring um 22 milljónir. Breytingartillagan hefur verið harðlega gagnrýnd af hópum sem berjast fyrir borgararéttindum þar sem breytingarnar koma sérstaklega niðri á innflytjendum sem eru tekjulitlir. Þá hefur The National Immigration Law Center (NILC) sagst ætla að kæra Trump stjórnina til að koma í veg fyrir að lögin taki gildi. Bandaríkin Flóttamenn Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið (varanlegt landvistarleyfi). Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Reglan mun koma sér verst fyrir innflytjendur sem þurfa á einhvers konar stuðningi að halda, til dæmis matargjöfum og félagsíbúðum, í meira en eitt ár. Telji ríkið að innflytjendurnir séu líklegir til að þurfa að þiggja slíkar gjafir í framtíðinni getur það hafnað umsókn þeirra. Talsmenn yfirvalda segja regluna framfylgja „hugsjónum um sjálfbærni“ einstaklinga. Breytingartillagan var birt í samráðsgátt stjórnvalda vestanhafs (e. Federal Register) á mánudag og á hún að taka gildi 15. október. Ekki er talin hætta á að innflytjendur sem þegar hafa varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum verði fyrir áhrifum breytinganna. Þá mun reglubreytingin ekki hafa áhrif á flóttafólk og hælisleitendur. Breytingin mun gilda fyrir þá sem sækjast eftir lengra landvistarleyfi, græna kortinu eða ríkisborgararétti. Þeir einstaklingar sem ekki hafa nægilega háar tekjur, eru taldir líklegir til að þurfa að þiggja þjónustu líkt og sjúkraþjónustu frá ríkinu (e. Medicaid) eða búa í félagsíbúðum í framtíðinni gæti verið synjað um inngöngu í landið. Reglan mun gilda yfir þá sem þegar eru í Bandaríkjunum en sækjast eftir þessum breytingum. Talið er að löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum sem ekki eru orðnir ríkisborgarar séu í kring um 22 milljónir. Breytingartillagan hefur verið harðlega gagnrýnd af hópum sem berjast fyrir borgararéttindum þar sem breytingarnar koma sérstaklega niðri á innflytjendum sem eru tekjulitlir. Þá hefur The National Immigration Law Center (NILC) sagst ætla að kæra Trump stjórnina til að koma í veg fyrir að lögin taki gildi.
Bandaríkin Flóttamenn Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira