Gætu neitað þeim sem þiggja opinbera aðstoð um dvalarleyfi Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 15:23 Samkvæmt bandarískum lögum eiga þeir sem hafa haft varanlegt dvalarleyfi í fimm ár rétt á opinberum bótum. Nýju reglurnar gætu þýtt að þeim fækki sem eiga rétt á dvalarleyfi og síðar ríkisborgararétti. Vísir/EPA Löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum sem þiggja opinbera þjónustu eins og félagslegt húsnæði eða mataraðstoð gætu átt erfiðara með að fá ríkisborgararétt samkvæmt nýjum reglum sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta kynnti í dag. Reglunum er ætlað að fækka innflytjendum sem fá varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Reglurnar setja ný skilyrði fyrir því að fólk fái dvalarleyfi og ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. Þær eiga að taka gildi eftir tvo mánuði og fjalla um hvernig fólk geti misst rétt á því að dvelja í Bandaríkjunum sé það á framfæri þess opinbera, að sögn Washington Post. Lögð verður aukin áhersla á auð, menntun, aldur og enskufærni við mat á þeim sem sækja um græna kortið, varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Sérfræðingar sem bandaríska blaðið ræddi við segja nýju reglurnar líklegar til að fækka fólki sem kemur til Bandaríkjanna í gegnum fjölskyldutengsl, sérstaklega frá Mexíkó, Mið-Ameríku og Afríku þar sem fátækt er algeng. Lykilatriði í breytingum Trump-stjórnarinnar á reglunum er að skilgreiningin á því hverjir teljast á framfæri þess opinbera eða séu líklegir til þess að verða það verður víkkuð út. Skilgreiningin mun ekki lengur ná aðeins til beinnar opinberrar aðstoðar heldur einnig til þeirra sem þiggja opinbera heilbrigðisþjónustu, matarmiða, aðra mataraðstoð eða húsnæðisaðstoð. Á meðal þess sem innflytjendayfirvöld geta metið gegn umsækjendum um græna kortið er „læknisfræðilegt ástand“ þeirra sem geti haft áhrif á atvinnu- eða námsþátttöku, að þeir eigi ekki nægt sparifé til að standa straum af „fyrirsjáanlegum lækniskostnaði“ sem tengist því ástandi eða skuldir. Eins getur það að yfirvöld hafi samþykkt að umsækjandi sé gjaldgengur til að þiggja opinbera aðstoð verið ástæða til að synja honum um græna kortið jafnvel þó að hann hafi ekki þegið aðstoðina. Lélegt lánshæfismat umsækjanda, skortur á einkasjúkratryggingu, háskólagráðu eða nægilegri enskukunnáttu getur einnig verið notað gegn þeim sem sækjast eftir dvalarleyfi.Ken Cuccinelli, starfandi forstjóri borgara- og innflytjendaþjónustu Bandaríkjanna, kynnti nýju reglurnar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.Vísir/EPADraumur harðlínumanna Harðlínumenn í ríkisstjórn Trump hafa leynt og ljóst stefnt að því að fækka öllum innflytjendum til Bandaríkjanna, ekki aðeins þeim sem koma ólöglega til landsins. Sjálfur hefur Trump sagst vilja koma í veg fyrir að fólk frá Afríku og Mið-Ameríku komi til landsins og eitt hans fyrsta verk í embætti var að reyna að koma í veg fyrir að íbúar nokkurra múslimalandanna kæmust til Bandaríkjanna. Tilraun Hvíta hússins til að fá Bandaríkjaþing til að samþykkja nýja innflytjendastefnu sem byggðist frekar á „verðleikum“ fólks fór út um þúfur. Reglugerðarbreytingunni nú er sagt ætlað að komast í kringum pattstöðu í þinginu. Yfirvöld í New York og hugveitur í innflytjendamálum segja að óttinn við breytingarnar sem nú eru í burðarliðnum hafi þegar valdið því að mun færri innflytjendur sæki sér opinbera þjónustu sem þeir eiga rétt á en áður. Fólkið hafi áhyggjur af því að með því að þiggja aðstoðina skaði það möguleika sína á að fá dvalarleyfi og síðar ríkisborgararétt. Líklegt er talið að fjöldi dómsmála verði höfðaður til að koma í veg fyrir að reglurnar taki gildi. New York Times segir að tugir þúsunda neikvæðra athugasemda hafi borist við reglurnar undanfarna mánuði þegar þær voru í umsagnarferli. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum sem þiggja opinbera þjónustu eins og félagslegt húsnæði eða mataraðstoð gætu átt erfiðara með að fá ríkisborgararétt samkvæmt nýjum reglum sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta kynnti í dag. Reglunum er ætlað að fækka innflytjendum sem fá varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Reglurnar setja ný skilyrði fyrir því að fólk fái dvalarleyfi og ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. Þær eiga að taka gildi eftir tvo mánuði og fjalla um hvernig fólk geti misst rétt á því að dvelja í Bandaríkjunum sé það á framfæri þess opinbera, að sögn Washington Post. Lögð verður aukin áhersla á auð, menntun, aldur og enskufærni við mat á þeim sem sækja um græna kortið, varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Sérfræðingar sem bandaríska blaðið ræddi við segja nýju reglurnar líklegar til að fækka fólki sem kemur til Bandaríkjanna í gegnum fjölskyldutengsl, sérstaklega frá Mexíkó, Mið-Ameríku og Afríku þar sem fátækt er algeng. Lykilatriði í breytingum Trump-stjórnarinnar á reglunum er að skilgreiningin á því hverjir teljast á framfæri þess opinbera eða séu líklegir til þess að verða það verður víkkuð út. Skilgreiningin mun ekki lengur ná aðeins til beinnar opinberrar aðstoðar heldur einnig til þeirra sem þiggja opinbera heilbrigðisþjónustu, matarmiða, aðra mataraðstoð eða húsnæðisaðstoð. Á meðal þess sem innflytjendayfirvöld geta metið gegn umsækjendum um græna kortið er „læknisfræðilegt ástand“ þeirra sem geti haft áhrif á atvinnu- eða námsþátttöku, að þeir eigi ekki nægt sparifé til að standa straum af „fyrirsjáanlegum lækniskostnaði“ sem tengist því ástandi eða skuldir. Eins getur það að yfirvöld hafi samþykkt að umsækjandi sé gjaldgengur til að þiggja opinbera aðstoð verið ástæða til að synja honum um græna kortið jafnvel þó að hann hafi ekki þegið aðstoðina. Lélegt lánshæfismat umsækjanda, skortur á einkasjúkratryggingu, háskólagráðu eða nægilegri enskukunnáttu getur einnig verið notað gegn þeim sem sækjast eftir dvalarleyfi.Ken Cuccinelli, starfandi forstjóri borgara- og innflytjendaþjónustu Bandaríkjanna, kynnti nýju reglurnar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.Vísir/EPADraumur harðlínumanna Harðlínumenn í ríkisstjórn Trump hafa leynt og ljóst stefnt að því að fækka öllum innflytjendum til Bandaríkjanna, ekki aðeins þeim sem koma ólöglega til landsins. Sjálfur hefur Trump sagst vilja koma í veg fyrir að fólk frá Afríku og Mið-Ameríku komi til landsins og eitt hans fyrsta verk í embætti var að reyna að koma í veg fyrir að íbúar nokkurra múslimalandanna kæmust til Bandaríkjanna. Tilraun Hvíta hússins til að fá Bandaríkjaþing til að samþykkja nýja innflytjendastefnu sem byggðist frekar á „verðleikum“ fólks fór út um þúfur. Reglugerðarbreytingunni nú er sagt ætlað að komast í kringum pattstöðu í þinginu. Yfirvöld í New York og hugveitur í innflytjendamálum segja að óttinn við breytingarnar sem nú eru í burðarliðnum hafi þegar valdið því að mun færri innflytjendur sæki sér opinbera þjónustu sem þeir eiga rétt á en áður. Fólkið hafi áhyggjur af því að með því að þiggja aðstoðina skaði það möguleika sína á að fá dvalarleyfi og síðar ríkisborgararétt. Líklegt er talið að fjöldi dómsmála verði höfðaður til að koma í veg fyrir að reglurnar taki gildi. New York Times segir að tugir þúsunda neikvæðra athugasemda hafi borist við reglurnar undanfarna mánuði þegar þær voru í umsagnarferli.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira