James gekk í raðir Manchester United frá Swansea í sumar og margir undruðu sig á kaupunum. Hann kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og sjö mínútum hafði hann skorað.
Romelu Lukaku var á dögunum seldur frá United til Inter Mílan en hann hafði leikið með United frá árinu 2017. Leikirnir 66 og mörkin 28 en það voru þó ekki stóru leikirnir sem heilluðu Belgann.
Ef litið er á leikina gegn „stóru sex liðunum“ skoraði Lukaku einungis eitt mark á tíma sínum með Man. Utd gegn þessum topp sex liðum.
With his goal against Chelsea, Daniel James has now scored the same amount of goals against top six opposition as Romelu Lukaku did at Manchester United (1) #mulivepic.twitter.com/kkhm8XF5Vs
— utdreport (@utdreport) August 11, 2019
Það tók því hinn unga James einungis sjö mínútur til þess að jafna markahlutfall Lukaku gegn stóru liðunum en það er ein af fjölmörgum Twitter-síðum Man. Utd sem greindi frá þessu í gær.
Pilturinn sjálfur var eðlilega í skýjunum með frumraun sína á „Leikvangi draumanna“ og sagði að enginn tilfinning væri betri.
What a result! Special moment for me and my family to score on my Premier League debut at Old Trafford! No better feeling. pic.twitter.com/BQq8c6wiPF
— Daniel James (@Daniel_James_97) August 11, 2019