Opnuðu búðina sérstaklega fyrir Sheeran Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 17:41 Grímkell Sigurþórsson, Ed Sheeran, Gilbert Guðjónsson og Sigurður Gilbertsson í búðinni á Laugavegi í dag. Mynd/JS Watch Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt í veglega verslunarferð í miðbæ Reykjavíkur í dag og fjárfesti í sex úrum í úraversluninni JS Watch á Laugavegi. Talsmenn söngvarans boðuðu komu hans fyrr í dag og eigendur stukku til og opnuðu búðina sérstaklega fyrir kappann. Sheeran er staddur hér á landi til að halda tvenna tónleika á Laugardalsvelli. Fyrri tónleikarnir fóru fram í gær en þeir seinni verða haldnir í kvöld. Grímkell Sigurþórsson úrsali segir í samtali við Vísi að Sheeran hafi ekki virkað þreyttur eftir tónleikana, söngvarinn hafi verið afar þægilegur í samskiptum. „Hann var virkilega skemmtilegur og alþýðlegur náungi að hitta. Hann var bara eins og gæinn í næsta húsi,“ segir Grímkell. „Við fengum símtal fyrr í dag þar sem við vorum spurð hvort við gætum opnað verslunina því hann langaði svo að kíkja á okkur.“ Verslunareigendur hafi að sjálfsögðu orðið við því. Sheeran mætti svo í búðina ásamt tveimur fylgdarmönnum og keypti sex úr, m.a. handa sjálfum sér og móður sinni. Í innkaupakörfuna fór til dæmis úrið Sif sem JS Watch hannaði sérstaklega fyrir Landhelgisgæsluna. Þá fékk Sheeran annað sérhannað úr í gjöf frá Senu, sem JS Watch hannaði fyrir íslenska karlalandsliðið þegar þeir komust á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2016. Sheeran er enda mikill aðdáandi landsliðsins en hann hefur ítrekað sést í treyju merktri liðinu, nú síðast á tónleikunum í gær og í gleðskap síðar um kvöldið. Sjálfur birti Sheeran mynd af sér í treyjunni á Instagram nú fyrir skömmu auk fleiri mynda af tónleikunum. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan og færsluna sjálfa má nálgast hér.Instagram/@Teddysphotos Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt í veglega verslunarferð í miðbæ Reykjavíkur í dag og fjárfesti í sex úrum í úraversluninni JS Watch á Laugavegi. Talsmenn söngvarans boðuðu komu hans fyrr í dag og eigendur stukku til og opnuðu búðina sérstaklega fyrir kappann. Sheeran er staddur hér á landi til að halda tvenna tónleika á Laugardalsvelli. Fyrri tónleikarnir fóru fram í gær en þeir seinni verða haldnir í kvöld. Grímkell Sigurþórsson úrsali segir í samtali við Vísi að Sheeran hafi ekki virkað þreyttur eftir tónleikana, söngvarinn hafi verið afar þægilegur í samskiptum. „Hann var virkilega skemmtilegur og alþýðlegur náungi að hitta. Hann var bara eins og gæinn í næsta húsi,“ segir Grímkell. „Við fengum símtal fyrr í dag þar sem við vorum spurð hvort við gætum opnað verslunina því hann langaði svo að kíkja á okkur.“ Verslunareigendur hafi að sjálfsögðu orðið við því. Sheeran mætti svo í búðina ásamt tveimur fylgdarmönnum og keypti sex úr, m.a. handa sjálfum sér og móður sinni. Í innkaupakörfuna fór til dæmis úrið Sif sem JS Watch hannaði sérstaklega fyrir Landhelgisgæsluna. Þá fékk Sheeran annað sérhannað úr í gjöf frá Senu, sem JS Watch hannaði fyrir íslenska karlalandsliðið þegar þeir komust á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2016. Sheeran er enda mikill aðdáandi landsliðsins en hann hefur ítrekað sést í treyju merktri liðinu, nú síðast á tónleikunum í gær og í gleðskap síðar um kvöldið. Sjálfur birti Sheeran mynd af sér í treyjunni á Instagram nú fyrir skömmu auk fleiri mynda af tónleikunum. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan og færsluna sjálfa má nálgast hér.Instagram/@Teddysphotos
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09
Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49
Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02