Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Gígja Hilmarsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 15:49 Poppstjörnurnar virðast skemmta sér konunglega á Íslandi Skjáskot/Ed Sheeran Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. Sheeran birti mynd af Instagram-reikning sínum þar sem hann tekur skot úr ísskúlptúr. Samkvæmt heimildarmanni Vísis er skúlptúrinn af Sheeran sjálfum með gítar á öxlinni. Háls gítarsins er eins konar rör sem fólk leggur varir sínar að, á meðan einhver hellir drykk í rörið sem rennur svo, sennilega ískaldur og svalandi niður rörið. Drykkurinn sem Sheeran á félagar fengu sér ku vera íslenskt brennivín. Popparinn klæddist treyju íslenska landsliðsins og á höfðinu bar hann hárspöng með humarklóm sem stóðu upp í loftið. View this post on Instagram When in Iceland @zakarywalters A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Aug 11, 2019 at 6:18am PDT Söngkonan Zara Larsson og hljómsveitarmeðlimir hennar sem hituðu upp fyrir kappann í gærkvöldi hafa birt myndbönd á Instagram-reikningum sínum sem sýnir hópinn taka skot úr skúlptúrnum. Teitið var í sal sem hefur verið skreyttur með flöggum og á þeim eru myndir af humrum. Eftir því sem fréttamaður kemst næst hefur teitið verið haldið í einkasal fyrir listamennina og má álykta að hópurinn hafi gætt sér á humri eftir að tónleikarnir kláruðust. Gleðskapur gærkvöldsins virðist ekki hafa haft mikil áhrif á hópinn sem hristi sig saman og spilaði fótbolta í hádeginu í dag. Poppstjörnurnar virðast því njóta dvalarinnar á Íslandi í botn. Aukatónleikar fara fram á Laugardalsvelli í kvöld og er enn hægt að tryggja sér miða á þá. Áfengi og tóbak Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. Sheeran birti mynd af Instagram-reikning sínum þar sem hann tekur skot úr ísskúlptúr. Samkvæmt heimildarmanni Vísis er skúlptúrinn af Sheeran sjálfum með gítar á öxlinni. Háls gítarsins er eins konar rör sem fólk leggur varir sínar að, á meðan einhver hellir drykk í rörið sem rennur svo, sennilega ískaldur og svalandi niður rörið. Drykkurinn sem Sheeran á félagar fengu sér ku vera íslenskt brennivín. Popparinn klæddist treyju íslenska landsliðsins og á höfðinu bar hann hárspöng með humarklóm sem stóðu upp í loftið. View this post on Instagram When in Iceland @zakarywalters A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) on Aug 11, 2019 at 6:18am PDT Söngkonan Zara Larsson og hljómsveitarmeðlimir hennar sem hituðu upp fyrir kappann í gærkvöldi hafa birt myndbönd á Instagram-reikningum sínum sem sýnir hópinn taka skot úr skúlptúrnum. Teitið var í sal sem hefur verið skreyttur með flöggum og á þeim eru myndir af humrum. Eftir því sem fréttamaður kemst næst hefur teitið verið haldið í einkasal fyrir listamennina og má álykta að hópurinn hafi gætt sér á humri eftir að tónleikarnir kláruðust. Gleðskapur gærkvöldsins virðist ekki hafa haft mikil áhrif á hópinn sem hristi sig saman og spilaði fótbolta í hádeginu í dag. Poppstjörnurnar virðast því njóta dvalarinnar á Íslandi í botn. Aukatónleikar fara fram á Laugardalsvelli í kvöld og er enn hægt að tryggja sér miða á þá.
Áfengi og tóbak Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09
Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00
Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02