Sakar Sigmund Davíð um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 18:44 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ með því að halda því fram að sá síðarnefndi hafi ekki innleitt orkupakkann svokallaða í forsætisráðherratíð sinni. Sigmundur gagnrýndi Bjarna í Facebook-færslu í dag fyrir það sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í dag. „Maður hefði haldið að formaður Sjálfstæðisflokksins, sá ágæti maður, myndi boða eitthvað nýtt í orkupakkamálinu fyrst blásið var til opins fundar í Valhöll. Í staðinn flutti hann gömlu línuna um að orkupakkinn hafi þegar verið orðinn til þegar ég var í ríkisstjórn,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebook-síðu sinni. „Jú pakkinn hafði lengi verið til en samt innleiddum við hann ekki. Auk þess heyrði málið ekki undir mig, ekki frekar en fjármálaráðherra á þeim tíma (hver sem það nú var).“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.vísir/vilhelmBjarni svaraði Sigmundi á Facebook nú fyrir skömmu og sagði fínan fund að baki í Valhöll. Þangað hefði Sigmundur verið velkominn, þeir hafi átt ágætt samstarf um mikilvæg framfaramál í ríkisstjórn á sínum tíma. Með mætingu á fundinn hefði Sigmundur mögulega ekki „farið með rangt mál um efni fundarins“, einkum um það sem kom fram í máli Bjarna um stöðu orkupakkamálsins þegar Sigmundur var forsætisráðherra og samflokksmaður hans Gunnar Bragi Sveinsson var utanríkisráðherra, þá báðir í Framsóknarflokknum. Vísar Bjarni í stefnu ríkisstjórnarinnar í minnisblöðum sem lögð voru fyrir þingið, sem finna má hér. „Afstaða utanríkisráðuneytisins í tíð Gunnars Braga og Sigmundar Davíðs var sú að málið stæðist stjórnarskrá, að íslenskra hagsmuna hafi verið gætt í hvívetna og að ljúka bæri málinu með samþykkt í sameiginlegu EES nefndinni. Með öðrum orðum að stefnt skyldi að innleiðingu,“ skrifar Bjarni. Þingið hafi skoðað málið í tveimur þingnefndum og samþykkt að málið héldi áfram. Þannig hafi stjórnarmeirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks verið sammála í málinu, sem var í framhaldinu afgreitt í sameiginlegu EES-nefndinni. Í því hafi falist fyrirheit um að innleiða málið í lög, „með eðlilegum fyrirvara um frekari aðkomu Alþingis“. „Það er því rík innistæða fyrir því að segja þá tvo hafa algerlega skipt um skoðun í málinu og blekking eða í besta falli útúrsnúningur þegar Sigmundur Davíð segir í dag: „en við innleiddum hann ekki.“.“Færslu Bjarna má sjá hér að neðan. Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17 Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00 Fullt út úr dyrum í Valhöll Fullt er út úr dyrum í Valhöll en klukkan ellefu hófst þar fundur þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir stjórnmálaviðhorfið og situr hann ásamt öðrum þingmönnum fyrir svörum. 10. ágúst 2019 12:24 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ með því að halda því fram að sá síðarnefndi hafi ekki innleitt orkupakkann svokallaða í forsætisráðherratíð sinni. Sigmundur gagnrýndi Bjarna í Facebook-færslu í dag fyrir það sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í dag. „Maður hefði haldið að formaður Sjálfstæðisflokksins, sá ágæti maður, myndi boða eitthvað nýtt í orkupakkamálinu fyrst blásið var til opins fundar í Valhöll. Í staðinn flutti hann gömlu línuna um að orkupakkinn hafi þegar verið orðinn til þegar ég var í ríkisstjórn,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebook-síðu sinni. „Jú pakkinn hafði lengi verið til en samt innleiddum við hann ekki. Auk þess heyrði málið ekki undir mig, ekki frekar en fjármálaráðherra á þeim tíma (hver sem það nú var).“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.vísir/vilhelmBjarni svaraði Sigmundi á Facebook nú fyrir skömmu og sagði fínan fund að baki í Valhöll. Þangað hefði Sigmundur verið velkominn, þeir hafi átt ágætt samstarf um mikilvæg framfaramál í ríkisstjórn á sínum tíma. Með mætingu á fundinn hefði Sigmundur mögulega ekki „farið með rangt mál um efni fundarins“, einkum um það sem kom fram í máli Bjarna um stöðu orkupakkamálsins þegar Sigmundur var forsætisráðherra og samflokksmaður hans Gunnar Bragi Sveinsson var utanríkisráðherra, þá báðir í Framsóknarflokknum. Vísar Bjarni í stefnu ríkisstjórnarinnar í minnisblöðum sem lögð voru fyrir þingið, sem finna má hér. „Afstaða utanríkisráðuneytisins í tíð Gunnars Braga og Sigmundar Davíðs var sú að málið stæðist stjórnarskrá, að íslenskra hagsmuna hafi verið gætt í hvívetna og að ljúka bæri málinu með samþykkt í sameiginlegu EES nefndinni. Með öðrum orðum að stefnt skyldi að innleiðingu,“ skrifar Bjarni. Þingið hafi skoðað málið í tveimur þingnefndum og samþykkt að málið héldi áfram. Þannig hafi stjórnarmeirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks verið sammála í málinu, sem var í framhaldinu afgreitt í sameiginlegu EES-nefndinni. Í því hafi falist fyrirheit um að innleiða málið í lög, „með eðlilegum fyrirvara um frekari aðkomu Alþingis“. „Það er því rík innistæða fyrir því að segja þá tvo hafa algerlega skipt um skoðun í málinu og blekking eða í besta falli útúrsnúningur þegar Sigmundur Davíð segir í dag: „en við innleiddum hann ekki.“.“Færslu Bjarna má sjá hér að neðan.
Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17 Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00 Fullt út úr dyrum í Valhöll Fullt er út úr dyrum í Valhöll en klukkan ellefu hófst þar fundur þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir stjórnmálaviðhorfið og situr hann ásamt öðrum þingmönnum fyrir svörum. 10. ágúst 2019 12:24 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17
Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00
Fullt út úr dyrum í Valhöll Fullt er út úr dyrum í Valhöll en klukkan ellefu hófst þar fundur þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir stjórnmálaviðhorfið og situr hann ásamt öðrum þingmönnum fyrir svörum. 10. ágúst 2019 12:24