Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 19:00 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn.Fjölmennt var á fundinum í dagÞað var fjölmennt á fundinum sem hófst klukkan ellefu í morgun og þó nokkrir sem þurftu að standa þar sem öll sæti voru upptekin. Fundurinn er sá fyrsti af fimmtán sem þingflokkurinn fer um landið í vikunni. Bjarni Benediktsson formaður flokksins sagði á fundinum að fá mál hefðu verið eins vel undirbúin fyrir þingið og þriðji orkupakkinn. Hann telur að málið hljóti samþykki þegar það verður tekið fyrir á Alþingi í ágúst. „Við teljum að málið sé fullrætt. Þess vegna er það komið út úr utanríkismálanefnd, þess vegna sögðum við í júní að við værum tilbúin til að ljúka málinu. Ég held að það sé mikill meirihluti fyrir því á þingi að ljúka málinu,“ segir Bjarni. Bjarni líkti málþófi Miðflokksins á Alþingi um málið í vor við atriði í Hringleikahúsi. „Því er stundum haldið fram að þingið sé nokkurs konar hringleikahús. Í þessu máli í þessu máli hafa sumir listamannanna í þessu atriði sýnt atriði allan hringinn í hringleikahúsinu,“ segir Bjarni. Á þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnumÁ þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnum þar sem flokksmenn geta skorað á Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að efna til atkvæðagreiðslu um 3 orkupakkann. Hún gangi vel. „Hún gengur mjög vel og miklu betur en við þorðum að vona,“ segir Jón Kári. Hann segir að undirskriftarsöfnunni ljúki eftir 10 til 15 daga. Jón Kári er sannfærður um að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur feli það í sér fyrstu skref í átt að afsali á orkuauðlindunum. „Ef þetta verður samþykkt þá felur það í sér fyrstu skref í átt að afsali af mörgum“ segir hann. Ekki skylda um samþykki sæstrengs Bjarni Benediktsson segir þetta rangt, þá feli samningurinn ekki heldur í sér skyldu um samþykkja sæstreng til Íslands. „Ég er sömuleiðis algjörlega ósammála því að samþykki feli í sér framsal á orkustefnu Íslendinga,“ segir Bjarni. Þá greinir einnig á um hvernig samstaðan í flokknum um málið er. „Það er mjög mikil óánægja víða og í þessu máli er flokkurinn klofinn,“ segir Jón Kári. „Ég myndi ekki segja að það væri mjög alvarlegt ástand vegna málsins innan flokksins. Ég verð ekki var við klofning,“ segir Bjarni. Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn.Fjölmennt var á fundinum í dagÞað var fjölmennt á fundinum sem hófst klukkan ellefu í morgun og þó nokkrir sem þurftu að standa þar sem öll sæti voru upptekin. Fundurinn er sá fyrsti af fimmtán sem þingflokkurinn fer um landið í vikunni. Bjarni Benediktsson formaður flokksins sagði á fundinum að fá mál hefðu verið eins vel undirbúin fyrir þingið og þriðji orkupakkinn. Hann telur að málið hljóti samþykki þegar það verður tekið fyrir á Alþingi í ágúst. „Við teljum að málið sé fullrætt. Þess vegna er það komið út úr utanríkismálanefnd, þess vegna sögðum við í júní að við værum tilbúin til að ljúka málinu. Ég held að það sé mikill meirihluti fyrir því á þingi að ljúka málinu,“ segir Bjarni. Bjarni líkti málþófi Miðflokksins á Alþingi um málið í vor við atriði í Hringleikahúsi. „Því er stundum haldið fram að þingið sé nokkurs konar hringleikahús. Í þessu máli í þessu máli hafa sumir listamannanna í þessu atriði sýnt atriði allan hringinn í hringleikahúsinu,“ segir Bjarni. Á þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnumÁ þriðjudaginn efndi Jón Kári Benediktsson formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða-og Holtahverfi til undirskriftarsöfnunar á vefnum þar sem flokksmenn geta skorað á Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að efna til atkvæðagreiðslu um 3 orkupakkann. Hún gangi vel. „Hún gengur mjög vel og miklu betur en við þorðum að vona,“ segir Jón Kári. Hann segir að undirskriftarsöfnunni ljúki eftir 10 til 15 daga. Jón Kári er sannfærður um að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur feli það í sér fyrstu skref í átt að afsali á orkuauðlindunum. „Ef þetta verður samþykkt þá felur það í sér fyrstu skref í átt að afsali af mörgum“ segir hann. Ekki skylda um samþykki sæstrengs Bjarni Benediktsson segir þetta rangt, þá feli samningurinn ekki heldur í sér skyldu um samþykkja sæstreng til Íslands. „Ég er sömuleiðis algjörlega ósammála því að samþykki feli í sér framsal á orkustefnu Íslendinga,“ segir Bjarni. Þá greinir einnig á um hvernig samstaðan í flokknum um málið er. „Það er mjög mikil óánægja víða og í þessu máli er flokkurinn klofinn,“ segir Jón Kári. „Ég myndi ekki segja að það væri mjög alvarlegt ástand vegna málsins innan flokksins. Ég verð ekki var við klofning,“ segir Bjarni.
Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira