Myndir sem birtar voru á netinu sýna brennandi brak bílsins sem dreift er yfir stórt svæði og brunnin lík á jörðinni í kring.
Óstaðfestar fregnir segja að fólk hafi verið að reyna að stela eldsneyti úr tankinum, sem hafði farið á hliðina, þegar hann sprakk.
Atvikið átti sér stað í Morogoro héraðinu, sem er um 200 km vestan hafnarborgarinnar Dar es Salaam.
Morogoro borg er mikil viðskiptaborg enda er umferð þar í gegn mikil vegna flutnings á vörum og eldsneyti frá hafnarborginni.
Talið er að tala látinna muni hækka.
Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:08.