Fótbolti

„Engin spurning að Margrét Lára er best í fótbolta af þessum stelpum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi.

Margrét Lára Viðarsdóttir byrjaði sem varamaður í kvöld en kom inn á í síðari hálfleik. Fyrsta landsliðsmark Margrétar kom fyrir sextán árum síðan, einnig gegn Ungverjum.

Sú markahæsta í sögu landsliðsins var ekki fjarri því að ná að skora í kvöld og Helena Ólafsdóttir rifjaði upp innkomu Margrétar í leiknum árið 2003 eftir leik kvöldsins.

Helena gerði upp leikinn í beinni á Stöð 2 Sport með fyrrum landsliðskonunum Ásthildur Helgadóttir og Olgu Færseth en Helena rifjaði upp að Ásthildur hafi kallað hana krakkann í landsliðinu.

„Enda var hún óttalegur krakki,“ sagði Ásthildur og brosti við tönn áður en Olga tók við boltanum:

„Það hefði verið rosa gaman að sjá hana skora í dag en þetta er jákvætt að hún er að koma inn á og miðlar sinni reynslu til hinna.“

„Ég held að það sé engin spurning að Margrét Lára sé best í fótbolta af þessum stelpum. Hún er gríðarlega vel spilandi og kann þetta allt upp á tíu.“

„Hún var búin að vera inn á í hálfa mínútu er hún var strax búin að búa til ágætis færi og gefa hælsendingu. Mér fannst jákvætt að sjá hana inn á í dag,“ sagði Olga.

Innslagið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja

Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×