Þættirnir eru norskir en íslenskt handbragð má finna á þáttunum enda leika íslensku leikararnir Ágústa Eva Erlendsdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson hlutverk í Beforeigners.
Í söguheimi þáttanna eiga þau undur og stórmerki sér stað að einstaklingar frá þremur tímaskeiðum fortíðarinnar, steinöld, víkingatímabilinu og frá því seint á 19. öldinni, flytjast til nútímans. Fólkið sem lendir í tímaflakkinu er kallað Beforeigners og þurfa að aðlagast nýjum tímum. Óvæntir hlutir gerast eftir að víkingaaldar-lögreglukonan Álfhildur rannsakar morð ásamt félaga sínum Lars Haaland.
Þættirnir verða eins og áður segir frumsýndir á Stöð 2, sunnudaginn 8.september klukkan 21:50
Sjá má sýnishorn Beforeigners hér að neðan.