Sprengjuflugvél mátaði sig við Keflavíkurflugvöll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2019 11:25 B-2 Spirit of Mississippi lendir en í bakgrunni má sjá 767 vél United Airlines. Eggert Norðdahl Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2 Spirit staldraði við á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin flaug frá Fairford, austur af landamærum Wales og Englands í suðri, en flugið tók um tvær og hálfa klukkustund. Eftir að hafa verið í Keflavík í tæpar tvær klukkustundir var vélinni flogið aftur til Fairford. Vélin sem er nefnd Spirit of Mississippi getur flogið þúsundir mílna án þess að taka eldsneyti en með æfingafluginu í gær er helst verið að framkvæma lendingu á Keflavíkurflugvelli og máta sig við flugvöllinn. Svipað var uppi á teningnum í fyrra þegar B-52 sprengjuflugvél lenti á Keflavíkurflugvöll. Um leið var verið að afhjúpa minnisvarða um að þá voru 75 ár liðin frá því að bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi þann 3. maí 1943. Eggert Norðdahl flugáhugamaður með meiru var staddur suður með sjó í gær þegar B-2 vélin lenti og náði mögnuðum myndum af vélinni við komuna. Fleiri myndir Eggerts má sjá hér.Glöggir lesendur veita því athygli að á myndinni að ofan má sjá 767 vél United Airlines í bakgrunni. Um er að ræða vél sem bandaríska flugfélagið þurfti að senda til Íslands í stað 757 vélarinnar sem bilaði skömmu eftir brottför frá Keflavíkurflugvelli á mánudag. Má leiða að því líkum að stærri vél hafi verið send vegna fjölda farþega sem þurfti að fljúga með í gær vegna frestunarinnar á mánudag. 21 flugvél af gerðinni B-2 var framleidd á árunum 1987 til 2000. Þær voru hannaðar til að fljúga með kjarnorkuvopn og eiga ekki að sjást á ratsjám. Þremur mun hafa verið flogið frá Bandaríkjunum og til Bretlands á þriðjudag. Þær hafa verið við æfingaflug í gær og þeirra á meðal sú sem lenti í Keflavík. Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2 Spirit staldraði við á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin flaug frá Fairford, austur af landamærum Wales og Englands í suðri, en flugið tók um tvær og hálfa klukkustund. Eftir að hafa verið í Keflavík í tæpar tvær klukkustundir var vélinni flogið aftur til Fairford. Vélin sem er nefnd Spirit of Mississippi getur flogið þúsundir mílna án þess að taka eldsneyti en með æfingafluginu í gær er helst verið að framkvæma lendingu á Keflavíkurflugvelli og máta sig við flugvöllinn. Svipað var uppi á teningnum í fyrra þegar B-52 sprengjuflugvél lenti á Keflavíkurflugvöll. Um leið var verið að afhjúpa minnisvarða um að þá voru 75 ár liðin frá því að bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi þann 3. maí 1943. Eggert Norðdahl flugáhugamaður með meiru var staddur suður með sjó í gær þegar B-2 vélin lenti og náði mögnuðum myndum af vélinni við komuna. Fleiri myndir Eggerts má sjá hér.Glöggir lesendur veita því athygli að á myndinni að ofan má sjá 767 vél United Airlines í bakgrunni. Um er að ræða vél sem bandaríska flugfélagið þurfti að senda til Íslands í stað 757 vélarinnar sem bilaði skömmu eftir brottför frá Keflavíkurflugvelli á mánudag. Má leiða að því líkum að stærri vél hafi verið send vegna fjölda farþega sem þurfti að fljúga með í gær vegna frestunarinnar á mánudag. 21 flugvél af gerðinni B-2 var framleidd á árunum 1987 til 2000. Þær voru hannaðar til að fljúga með kjarnorkuvopn og eiga ekki að sjást á ratsjám. Þremur mun hafa verið flogið frá Bandaríkjunum og til Bretlands á þriðjudag. Þær hafa verið við æfingaflug í gær og þeirra á meðal sú sem lenti í Keflavík.
Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira