Ekkert að frétta Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:00 Hlé var gert á þingstörfum í byrjun júní og þar með ákveðið að draga einhverja þá langdregnustu þingsályktunartillögu sem sögur fara af enn á langinn. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði við tilefnið of auðvelt að taka þingið í gíslingu en þingmenn Miðflokksins höfðu, líkt og frægt er orðið, haldið uppi miklu málþófi dagana áður. Formaður Miðflokksins fagnaði því við þinglok að loks gæfist ráðrúm til að skoða orkupakkamálin betur þrátt fyrir að formaður utanríkismálanefndar hefði sýnt efasemdarmönnum mikla, og reyndar sjálfsagða, kurteisi með því að kalla fyrir nefndina fjöldann allan af gestum, sem reifuðu allar staðreyndir málsins fram og aftur. Nú þegar sumarfríi þingmanna er lokið og tími Miðflokksins kominn kemur því nokkuð á óvart að nákvæmlega ekkert nýtt komi fram í málflutningi Miðflokksmanna á þinginu um orkupakkann. Vert er að draga fram aðalatriði málsins sem andstæðingar pakkans, hvar sem þeir kunna að standa í stjórnmálum, halda fram: 1. Með innleiðingu orkupakka þrjú er ekkert vald framselt til erlendra stofnana. 2. Ekkert í orkupakka þrjú skuldbindur Íslendinga til að leggja eða samþykkja sæstreng. 3. Íslenska ríkinu er í sjálfsvald sett hvort áfram verði virkjað hér landi, hvað sem orkupakkanum líður. 4. Erfitt er að sjá hvernig verið sé að fara gegn stjórnarskránni með innleiðingunni. 5. Innleiðing pakkans mun ekki leiða til hærra orkuverðs, nema síður sé. 6. Með orkupakka þrjú er ekki verið að skylda hið opinbera til þess að einkavæða raforkustofnanir. Með þessi atriði fyrir augum er erfitt að sjá frá hverju nákvæmlega andstæðingar orkupakkans vilja undanþágu, nema að um sé að ræða einfaldlega undanþágu frá alþjóðasamstarfi. Engu er líkara en að menn slái vísvitandi ryki í augu fólks. Í alvöru könnunum þar sem spurt hefur verið um málið hefur komið í ljós að margir landsmenn vilja ekki að Alþingi samþykki orkupakkann. Þar kemur einnig fram að meirihluti landsmanna hefur ekki kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. Sérstaka athygli vekur að stuðningur við pakkann eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar fari rétt með staðreyndir mála. Skemmst er að minnast framgöngu formanns Flokks fólksins í Silfrinu í vor þar sem hún hélt því fram að með innleiðingu orkupakkans gætu landsmenn sjálfir vaðið í að virkja ár og lagt sæstreng án nokkurra opinberra afskipta. Það, eins og svo margt í umræðunni um þetta mál, er þvæla. Sennilega voru það stór mistök af hálfu ríkisstjórnarinnar að framlengja bullið og afgreiða ekki málið strax í vor. Hættan er að fólk fari að trúa rangfærslunum eftir því sem þær eru oftar þuldar upp. Ekki þarf að líta langt yfir hafið til að sjá stjórnmálamenn í æðstu embættum sem skeyta engu um sannleikann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Hlé var gert á þingstörfum í byrjun júní og þar með ákveðið að draga einhverja þá langdregnustu þingsályktunartillögu sem sögur fara af enn á langinn. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði við tilefnið of auðvelt að taka þingið í gíslingu en þingmenn Miðflokksins höfðu, líkt og frægt er orðið, haldið uppi miklu málþófi dagana áður. Formaður Miðflokksins fagnaði því við þinglok að loks gæfist ráðrúm til að skoða orkupakkamálin betur þrátt fyrir að formaður utanríkismálanefndar hefði sýnt efasemdarmönnum mikla, og reyndar sjálfsagða, kurteisi með því að kalla fyrir nefndina fjöldann allan af gestum, sem reifuðu allar staðreyndir málsins fram og aftur. Nú þegar sumarfríi þingmanna er lokið og tími Miðflokksins kominn kemur því nokkuð á óvart að nákvæmlega ekkert nýtt komi fram í málflutningi Miðflokksmanna á þinginu um orkupakkann. Vert er að draga fram aðalatriði málsins sem andstæðingar pakkans, hvar sem þeir kunna að standa í stjórnmálum, halda fram: 1. Með innleiðingu orkupakka þrjú er ekkert vald framselt til erlendra stofnana. 2. Ekkert í orkupakka þrjú skuldbindur Íslendinga til að leggja eða samþykkja sæstreng. 3. Íslenska ríkinu er í sjálfsvald sett hvort áfram verði virkjað hér landi, hvað sem orkupakkanum líður. 4. Erfitt er að sjá hvernig verið sé að fara gegn stjórnarskránni með innleiðingunni. 5. Innleiðing pakkans mun ekki leiða til hærra orkuverðs, nema síður sé. 6. Með orkupakka þrjú er ekki verið að skylda hið opinbera til þess að einkavæða raforkustofnanir. Með þessi atriði fyrir augum er erfitt að sjá frá hverju nákvæmlega andstæðingar orkupakkans vilja undanþágu, nema að um sé að ræða einfaldlega undanþágu frá alþjóðasamstarfi. Engu er líkara en að menn slái vísvitandi ryki í augu fólks. Í alvöru könnunum þar sem spurt hefur verið um málið hefur komið í ljós að margir landsmenn vilja ekki að Alþingi samþykki orkupakkann. Þar kemur einnig fram að meirihluti landsmanna hefur ekki kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. Sérstaka athygli vekur að stuðningur við pakkann eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar fari rétt með staðreyndir mála. Skemmst er að minnast framgöngu formanns Flokks fólksins í Silfrinu í vor þar sem hún hélt því fram að með innleiðingu orkupakkans gætu landsmenn sjálfir vaðið í að virkja ár og lagt sæstreng án nokkurra opinberra afskipta. Það, eins og svo margt í umræðunni um þetta mál, er þvæla. Sennilega voru það stór mistök af hálfu ríkisstjórnarinnar að framlengja bullið og afgreiða ekki málið strax í vor. Hættan er að fólk fari að trúa rangfærslunum eftir því sem þær eru oftar þuldar upp. Ekki þarf að líta langt yfir hafið til að sjá stjórnmálamenn í æðstu embættum sem skeyta engu um sannleikann.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar