Er Sigmundur Davíð orðinn Shakespeare? Michel Sallé skrifar 29. ágúst 2019 08:00 Ermarsundsgöngin sem tengja saman Frakkland og Bretland eru 25 ára. Hvað heyrði maður ekki á Bretlandseyjum þegar vinna við göngin hófst? Að óð dýr myndu ryðjast inn í landið, sem og hryðjuverkamenn, vínviðarmygla myndi yfirtaka hinar dásamlegu vínekrur Kents, og eins væri von á heilum her franskra köngulóa. Óttinn náði nær upp á hæstu svið konungsríkisins þegar Margaret Thatcher neitaði nokkurri hjálp hins opinbera. Shakespeare var kallaður til hjálpar (Ríkharður II):The other Eden, demi-paradise, / This fortress built by Nature for herself / Against infection and the hand of war, / This happy breed of men, this little world, / This precious stone set in the silver sea, / Which serves it in the office of a wall, / Or as a moat defensive to a house, / Against the envy of less happier lands, / This blessed plot, this earth, this realm, this (… Iceland?) Svo ég haldi áfram tilvitnunum í öðrum, ekki eins skáldlegum anda, en mjög líklegum, ef ekki sönnum, þá á breski verkamaðurinn sem ruddi burt síðasta steininum sem aðskildi Frakkland og Bretland að hafa hrópað upp: „Hér er hvítlaukslykt.“ Síðan þá hafa 430 milljónir farþega farið um göngin, og 86 milljónir farartækja; að sjálfsögðu hafa engar þessar heimsendaspár ræst, ekki einu sinni hvítlaukslyktin. Boris Johnson hefur ekki enn beðið um að göngunum verði lokað. Er þá Sigmundur Davíð orðinn að Ríkharði II? Ég læt Íslendingum eftir að ákveða sjálfir hvort eyja þeirra er „gimsteinn skorðaður í silfursjó“, og hvort þeir líti allir á sig sem „þetta heppna kyn“, beina afkomendur þeirra víkinga sem náttúran valdi til að komast til eyjunnar, koma sér þar fyrir og lifa af. En aðalspurningin er um víggirðingar og varnarskurði, og því miður er hún spurð með afskræmdum hætti: „Eigum við að gefa frá okkur þessar víggirðingar og varnarskurði til að þóknast evrópskum skrifstofublókum sem vinna í Ljubljana, aðsetri ACER?“ Eins og andrúmsloft er í dag þarf mikið hugrekki til að svara játandi. Þó varð ég hissa þegar ég var nú nýlega á Íslandi hve erfitt var fyrir þá neikvæðu að finna sterk rök fyrir afstöðu sinni. Þau voru oftast svipuð þeim sem heyrðust í Bretlandi fyrir 25 árum. Það er alger synd að mál þetta skuli vera svona afskræmt af skammarræðum Sigmundar Davíðs og vina hans. Það er augljóst að hans eini tilgangur er að hefna sín á brottrekstri úr Framsóknarflokknum eftir birtingu Panamaskjalanna. Því þessi spurning er mikilvæg og svar við henni þarf að vera laust við ástæðulausa tortryggni eða falsanir. Hér má til dæmis geta þess að franska rafmagninu er stjórnað í París en ekki í Ljubljana, franska ríkisstjórnin er með í ráðum hvað varðar verð, og rafmagnsfyrirtækin, hvort sem þau eru ríkisfyrirtæki eða einkafyrirtæki, ákveða sjálf það magn sem flutt er út eða inn á hverjum tíma, af því að það er erfitt að geyma rafmagn. Eyjan telur nú 360 þúsund íbúa, flesta þeirra borgarbúa, með réttmætu stolti af því sem náðst hefur, fjárhagslega og félagslega. Hún á fátt sameiginlegt með því sem var fyrir einni öld. Hún er nú á straumamótum: Á hún að dragast saman, ein úti á hafi, eða berast með þeim straumum, ekki bara efnahagslegum heldur líka félagslegum, sem hún hefur þegar haft mikinn hagnað af? Allt val felur í sér að einhverju verður að afsala. Er nær að afsala þér Evrópska efnahagssvæðinu frekar en víggirðingum og varnarskurðum? Hrunið mikla 2008 sýndi hve þessi vörn var mikil sjónblekking. Tekur því að bíða eftir næsta hruni til að fá staðfestingu á því?Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Panama-skjölin Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Ermarsundsgöngin sem tengja saman Frakkland og Bretland eru 25 ára. Hvað heyrði maður ekki á Bretlandseyjum þegar vinna við göngin hófst? Að óð dýr myndu ryðjast inn í landið, sem og hryðjuverkamenn, vínviðarmygla myndi yfirtaka hinar dásamlegu vínekrur Kents, og eins væri von á heilum her franskra köngulóa. Óttinn náði nær upp á hæstu svið konungsríkisins þegar Margaret Thatcher neitaði nokkurri hjálp hins opinbera. Shakespeare var kallaður til hjálpar (Ríkharður II):The other Eden, demi-paradise, / This fortress built by Nature for herself / Against infection and the hand of war, / This happy breed of men, this little world, / This precious stone set in the silver sea, / Which serves it in the office of a wall, / Or as a moat defensive to a house, / Against the envy of less happier lands, / This blessed plot, this earth, this realm, this (… Iceland?) Svo ég haldi áfram tilvitnunum í öðrum, ekki eins skáldlegum anda, en mjög líklegum, ef ekki sönnum, þá á breski verkamaðurinn sem ruddi burt síðasta steininum sem aðskildi Frakkland og Bretland að hafa hrópað upp: „Hér er hvítlaukslykt.“ Síðan þá hafa 430 milljónir farþega farið um göngin, og 86 milljónir farartækja; að sjálfsögðu hafa engar þessar heimsendaspár ræst, ekki einu sinni hvítlaukslyktin. Boris Johnson hefur ekki enn beðið um að göngunum verði lokað. Er þá Sigmundur Davíð orðinn að Ríkharði II? Ég læt Íslendingum eftir að ákveða sjálfir hvort eyja þeirra er „gimsteinn skorðaður í silfursjó“, og hvort þeir líti allir á sig sem „þetta heppna kyn“, beina afkomendur þeirra víkinga sem náttúran valdi til að komast til eyjunnar, koma sér þar fyrir og lifa af. En aðalspurningin er um víggirðingar og varnarskurði, og því miður er hún spurð með afskræmdum hætti: „Eigum við að gefa frá okkur þessar víggirðingar og varnarskurði til að þóknast evrópskum skrifstofublókum sem vinna í Ljubljana, aðsetri ACER?“ Eins og andrúmsloft er í dag þarf mikið hugrekki til að svara játandi. Þó varð ég hissa þegar ég var nú nýlega á Íslandi hve erfitt var fyrir þá neikvæðu að finna sterk rök fyrir afstöðu sinni. Þau voru oftast svipuð þeim sem heyrðust í Bretlandi fyrir 25 árum. Það er alger synd að mál þetta skuli vera svona afskræmt af skammarræðum Sigmundar Davíðs og vina hans. Það er augljóst að hans eini tilgangur er að hefna sín á brottrekstri úr Framsóknarflokknum eftir birtingu Panamaskjalanna. Því þessi spurning er mikilvæg og svar við henni þarf að vera laust við ástæðulausa tortryggni eða falsanir. Hér má til dæmis geta þess að franska rafmagninu er stjórnað í París en ekki í Ljubljana, franska ríkisstjórnin er með í ráðum hvað varðar verð, og rafmagnsfyrirtækin, hvort sem þau eru ríkisfyrirtæki eða einkafyrirtæki, ákveða sjálf það magn sem flutt er út eða inn á hverjum tíma, af því að það er erfitt að geyma rafmagn. Eyjan telur nú 360 þúsund íbúa, flesta þeirra borgarbúa, með réttmætu stolti af því sem náðst hefur, fjárhagslega og félagslega. Hún á fátt sameiginlegt með því sem var fyrir einni öld. Hún er nú á straumamótum: Á hún að dragast saman, ein úti á hafi, eða berast með þeim straumum, ekki bara efnahagslegum heldur líka félagslegum, sem hún hefur þegar haft mikinn hagnað af? Allt val felur í sér að einhverju verður að afsala. Er nær að afsala þér Evrópska efnahagssvæðinu frekar en víggirðingum og varnarskurðum? Hrunið mikla 2008 sýndi hve þessi vörn var mikil sjónblekking. Tekur því að bíða eftir næsta hruni til að fá staðfestingu á því?Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar