Hagnaður Sýnar á fyrri helmingi ársins 455 milljónir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 18:03 Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar. Sýn hf. Hagnaður Sýnar á fyrri helmingi ársins 2019 nam 455 milljónum króna sem er 413 milljóna króna hækkun frá sama tímabili í fyrra. Fyrirtækið tapaði hins vegar 215 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2019 og segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu vegna afkomu fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins að afkoma síðasta ársfjórðungs séu vonbrigði. „Fyrri spár stóðust engan veginn. Helstu ástæður eru verðlækkanir og frítilboð á fjarskiptamarkaði auk þess sem kostnaður á fjölmiðlamarkaði var umfram áætlanir,“ segir Heiðar. Hann segir nýja framkvæmdastjórn hafa komið miklu í verk frá því hún tók við síðasta uppgjör í maí. „Við höfum hagrætt mikið í rekstri, en kostnaðarlækkun mun nema yfir 50 milljónum á mánuði þegar hún kemur fram í vetur. Deildir hafa verið sameinaðar, millistjórnendum og almennu starfsfólki hefur fækkað auk þess sem endursamið hefur verið við birgja.“ Í tilkynningu Sýnar kemur fram að tekjur á öðrum ársfjórðungi hafi numið fimm milljörðum króna sem er þrjú prósent lækkun á milli tímabila. Þá lækkuðu tekjur á fyrri helmingi ársins um 189 milljónir króna á milli ára, eða um tvö prósent. Rekstrarhagnaður Sýnar fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) fyrstu sex mánuði ársins var tæpir 2,2 milljarðar króna, samanborið við tæpa 2,5 milljarða á fyrri helmingi ársins 2018. Uppfærða EBITDA-horfur fyrir árið 2019 eru um 5,6 milljarðar króna. Nánari upplýsingar um afkomu Sýnar má nálgast hér.Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08 Ofmátu tekjur og vanmátu kostnað en sjá fram á betri vetur Dagurinn var fjarskiptafyrirtækinu Sýn erfiður í Kauphöllinni. 20. ágúst 2019 16:30 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Hagnaður Sýnar á fyrri helmingi ársins 2019 nam 455 milljónum króna sem er 413 milljóna króna hækkun frá sama tímabili í fyrra. Fyrirtækið tapaði hins vegar 215 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2019 og segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu vegna afkomu fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins að afkoma síðasta ársfjórðungs séu vonbrigði. „Fyrri spár stóðust engan veginn. Helstu ástæður eru verðlækkanir og frítilboð á fjarskiptamarkaði auk þess sem kostnaður á fjölmiðlamarkaði var umfram áætlanir,“ segir Heiðar. Hann segir nýja framkvæmdastjórn hafa komið miklu í verk frá því hún tók við síðasta uppgjör í maí. „Við höfum hagrætt mikið í rekstri, en kostnaðarlækkun mun nema yfir 50 milljónum á mánuði þegar hún kemur fram í vetur. Deildir hafa verið sameinaðar, millistjórnendum og almennu starfsfólki hefur fækkað auk þess sem endursamið hefur verið við birgja.“ Í tilkynningu Sýnar kemur fram að tekjur á öðrum ársfjórðungi hafi numið fimm milljörðum króna sem er þrjú prósent lækkun á milli tímabila. Þá lækkuðu tekjur á fyrri helmingi ársins um 189 milljónir króna á milli ára, eða um tvö prósent. Rekstrarhagnaður Sýnar fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) fyrstu sex mánuði ársins var tæpir 2,2 milljarðar króna, samanborið við tæpa 2,5 milljarða á fyrri helmingi ársins 2018. Uppfærða EBITDA-horfur fyrir árið 2019 eru um 5,6 milljarðar króna. Nánari upplýsingar um afkomu Sýnar má nálgast hér.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08 Ofmátu tekjur og vanmátu kostnað en sjá fram á betri vetur Dagurinn var fjarskiptafyrirtækinu Sýn erfiður í Kauphöllinni. 20. ágúst 2019 16:30 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08
Ofmátu tekjur og vanmátu kostnað en sjá fram á betri vetur Dagurinn var fjarskiptafyrirtækinu Sýn erfiður í Kauphöllinni. 20. ágúst 2019 16:30