Valdimar lenti þá í útistöðum við ungstirnið Valgeir Valgeirsson. Valdimar stjakaði við honum og Valgeir lét sig falla með nokkrum tilþrifum og hélt um höfuð sitt þó svo Valdimar hefði ekki komið við andlitið á honum.
„Samkvæmt strangasta reglubókstaf er væntanlega hægt að réttlæta rautt spjald á þetta en ég vil ekki sjá rautt spjald á þetta,“ sagði Reynir Leósson í Pepsi Max-mörkunum í gær.
„Mér finnst þetta ekki vera rautt spjald og Valgeir gerir fullmikið úr þessu.“
Mikil læti voru í kjölfar rauða spjaldsins og gaf Egill Arnar Sigurþórsson dómari þá þremur leikmönnum gula spjaldið.
Sjá má atvikið og umræðuna hér að neðan.