Það var í byrjun desember árið 2017 er Shazier, sem leikur með Pittsburgh Steelers, meiddist illa í leik gegn Cincinnati Bengals. Hann lenti í vondum árekstri og lá eftir lamaður. Hann skaddaðist á mænu og margir töldu að hann yrði í hjólastól það sem eftir lifði.
Í lok apríl í fyrra labbaði hann á sviðið í nýliðvali NFL-deildarinnar. Sjón sem fáir áttu von á. Hann hefur svo haldið áfram að taka framförum.
Í dag er hann hluti af þjálfarateymi Steelers og labbar um völlinn, kastar boltanum og grípur hann. Gangandi kraftaverk að margra mati.
Ryan Shazier was told he had a 20% chance of walking again.
Sunday, he was catching balls on the field during Steelers warm ups (via @TDavenport_NFL) pic.twitter.com/ezCgXiUNd9
— ESPN (@espn) August 27, 2019