Fær 1,8 milljónir fyrir hvern dag sem hann heldur sæti sínu í Lakers-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2019 12:00 Dwight Howard lék síðast með Lakers í úrslitakeppninni 2013. Það er einnig í síðasta skiptið sem Los Angeles Lakers liðið var í úrslitakeppni NBA. Getty/ Ronald Martinez Miðherjinn Dwight Howard samdi við Los Angeles Lakers í gær um leið og hann var laus allra mála. Samningur hans er þó nokkuð sérstakur. Dwight Howard skrifar undir svokallaðan sumarsamning þar sem hann er ekki öruggur með eina einustu krónu. Howard mun aftur á móti vinna sér inn væna upphæð fyrir hvern dag sem hann heldur sér í leikmannahópi Lakers. Frá og með 21. október mun Dwight Howard fá 14.490 Bandaríkjadali fyrir hvern dag sem hann heldur sér í Lakers-liðinu eða 1,8 milljónir króna. Howard hefur því meira en milljón ástæður til að halda sér við efnið þegar tímabilið byrjar en Lakers „græða“ líka mikið á því að láta hann fara ef hann stendur sig ekki.The contract that Dwight Howard will sign in LAL is called a “summer contract” because it has $0 salary protection (comparable to Anthony Bennett in Houston). Howard will earn $14,490 for every day he is on the roster. The per day clock will start on Oct. 21. — Bobby Marks (@BobbyMarks42) August 26, 2019Dwight Howard er að snúa aftur til Lakers liðsins þar sem hann lék einnig tímabilið 2012 til 2013 en þá gekk dæmið ekki upp og hann var farinn sumarið eftir. Lakers bauð honum meiri pening en Dwight Howard „stakk af“ og samdi við Houston Rockets fyrir minni pening. Stuðningsmenn Lakers hafa baulað á hann allar götur síðan en það breytist væntanlega í vetur. Dwight Howard hefur flakkað milli sex félaga síðan að hann yfirgaf Lakers og nú vildi Memphis Grizzlies ekkert með hann hafa. Los Angeles Lakers vantaði miðherja eftir að DeMarcus Cousins sleit krossband. Dwight Howard þarf að sanna sig upp á nýtt og hann er enn bara 33 ára gamall og ætti að eiga eitthvað eftir á tankinum. Hann hefur sýnt Lakers að bakið er orðið gott og þá hefur hann létt sig mikið. Á síðasta tímabilinu þar sem hann var heill, 2017-18 mðe Charlotte Hornets, þá var hann með 16,6 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í leik. Ekki slæmar tölur það. Dwight Howard hefur líka tekið þá ákvörðun að spila í treyju númer 39 á næstu leiktíð en hann hefur lengstum spilað í treyju númer 12 en var númer 21 hjá Washington Wizards.Our NBA Insider @ShamsCharania reports Dwight Howard will wear No. 39 next season in his return to the Lakers. First look: pic.twitter.com/RnyjRchwKp — Stadium (@Stadium) August 26, 2019Sources: Dwight Howard has cleared waivers and is signing his new Los Angeles Lakers contract now. Howard plans to wear No. 39 as a Laker next season. — Shams Charania (@ShamsCharania) August 26, 2019 NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Miðherjinn Dwight Howard samdi við Los Angeles Lakers í gær um leið og hann var laus allra mála. Samningur hans er þó nokkuð sérstakur. Dwight Howard skrifar undir svokallaðan sumarsamning þar sem hann er ekki öruggur með eina einustu krónu. Howard mun aftur á móti vinna sér inn væna upphæð fyrir hvern dag sem hann heldur sér í leikmannahópi Lakers. Frá og með 21. október mun Dwight Howard fá 14.490 Bandaríkjadali fyrir hvern dag sem hann heldur sér í Lakers-liðinu eða 1,8 milljónir króna. Howard hefur því meira en milljón ástæður til að halda sér við efnið þegar tímabilið byrjar en Lakers „græða“ líka mikið á því að láta hann fara ef hann stendur sig ekki.The contract that Dwight Howard will sign in LAL is called a “summer contract” because it has $0 salary protection (comparable to Anthony Bennett in Houston). Howard will earn $14,490 for every day he is on the roster. The per day clock will start on Oct. 21. — Bobby Marks (@BobbyMarks42) August 26, 2019Dwight Howard er að snúa aftur til Lakers liðsins þar sem hann lék einnig tímabilið 2012 til 2013 en þá gekk dæmið ekki upp og hann var farinn sumarið eftir. Lakers bauð honum meiri pening en Dwight Howard „stakk af“ og samdi við Houston Rockets fyrir minni pening. Stuðningsmenn Lakers hafa baulað á hann allar götur síðan en það breytist væntanlega í vetur. Dwight Howard hefur flakkað milli sex félaga síðan að hann yfirgaf Lakers og nú vildi Memphis Grizzlies ekkert með hann hafa. Los Angeles Lakers vantaði miðherja eftir að DeMarcus Cousins sleit krossband. Dwight Howard þarf að sanna sig upp á nýtt og hann er enn bara 33 ára gamall og ætti að eiga eitthvað eftir á tankinum. Hann hefur sýnt Lakers að bakið er orðið gott og þá hefur hann létt sig mikið. Á síðasta tímabilinu þar sem hann var heill, 2017-18 mðe Charlotte Hornets, þá var hann með 16,6 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í leik. Ekki slæmar tölur það. Dwight Howard hefur líka tekið þá ákvörðun að spila í treyju númer 39 á næstu leiktíð en hann hefur lengstum spilað í treyju númer 12 en var númer 21 hjá Washington Wizards.Our NBA Insider @ShamsCharania reports Dwight Howard will wear No. 39 next season in his return to the Lakers. First look: pic.twitter.com/RnyjRchwKp — Stadium (@Stadium) August 26, 2019Sources: Dwight Howard has cleared waivers and is signing his new Los Angeles Lakers contract now. Howard plans to wear No. 39 as a Laker next season. — Shams Charania (@ShamsCharania) August 26, 2019
NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga